Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2025 10:30 Á síðustu tíu árum hafa um 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala neftóbaks minnkað um 80%. Þessi þróun hefur átt sér stað samhliða aukinni notkun tóbakslausra nikótínvara - svo sem púða, tyggigúmmís og plástra. Með áframhaldandi stuðningi við þessa þróun gæti Ísland orðið fyrsta tóbakslausa landið í heiminum. Það ætti að vera skýrt markmið stjórnmálamanna og stjórnvalda að útrýma tóbaksnotkun. Lungnakrabbamein er algengasta krabbameinið hér á landi og tóbaksnotkun helsta orsökin. Að bregðast við þessari staðreynd krefst áræðinnar stefnu sem byggir á gögnum. En stefnuna vantar. Í greininni Hvar er tókbaksvarnastefna Íslands sem birtist Læknablaðinu á þessu ári kemur það skýrt fram: „Já, það er rétt að Ísland hefur ekki opinbera stefnu í tóbaksvörnum,“ segir Viðar Jensson hjá Embætti landlæknis, þegar Læknablaðið leitaði svara hjá embættinu. Nikótín og skaðaminnkun Nikótín eitt og sér veldur ekki krabbameini. Það hefur verið sýnt fram á að tóbakslausar nikótínvörur geti verið áhrifaríkt skref í átt að tóbaksleysi. Alþjóðlegar heilbrigðisstofnanir og krabbameinsfélög eru sammála um að áhættan af notkun slíkra vara sé margfalt minni en af tóbaki. Að takmarka bragðefni í þessum vörum og einungis leyfa mentol og tóbaksbragð, grefur undan þeirri skaðaminnkandi virkni. Bragðúrvalið er einmitt stór þáttur í því að fólk haldi sig við skaðminni valkosti. Fólk sem hætt hefur að reykja vill losna við tóbaksbragð — ekki halda því við. Með bragðbanni er verið að þrengja að valkostum sem virka. Aðgangur barna að nikótíni vegna skorts á eftirliti Enginn vill að börn noti nikótín. En lausnin er ekki að takmarka valkosti fullorðinna — heldur að tryggja aðgengi að vörunni sé aðeins fyrir fullorðna. Þar af leiðandi þarf að klára innleiðingu núgildandi laga, beita sektarákvæðum og setja upp öruggt, rafrænt aldursprófunarkerfi á sölustöðum. Þá þarf virkt eftirlit og samvinnu við atvinnurekendur. Í nágrannalöndum okkar hefur skaðaminnkun verið tekin upp sem stefna. Svíþjóð hefur til að mynda náð góðum árangri með opnum, ábyrgum aðgangi að tóbakslausum nikótínvörum. Við ættum að fylgja fordæmi þeirra, ekki taka skref afturábak með löggjöf sem gerir skaðaminnkandi valkosti óaðlaðandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur hvatt til hærri skatta á tóbak, en setur ekki fram slíka hvatningu fyrir tóbakslausar nikótínvörur. Það er í samræmi við þá stöðu sem við eigum einnig að taka: að líta á þessar vörur sem verkfæri í baráttunni gegn reykingum, ekki hluta af vandanum. Rökrétt stefna fyrir heilbrigðara samfélag Ef stefnan og markmiðið er tóbakslaust Ísland, þá verðum við að styðja leiðir sem virka. Það felur í sér að tryggja fjölbreyttan aðgang að tóbakslausum nikótínvörum fyrir fullorðna og beita markvissu eftirliti með sölu og aðgengi barna. Ef við viljum tóbakslaust Ísland er ábyrgðarlaust að flokka tóbak og tóbakslausar vörur saman undir sömu reglugerð. Slíkt mun aðeins snúa við þeirri jákvæðu þróun sem gögnin sýna að orðið hefur undanfarinn áratug. Mótum stefnu og styðjum fólk í að hætta að reykja með skynsömum og raunhæfum valkostum! Höfundur er framkvæmdastjóri Dufland heildsölu Heimildir: https://www.rivm.nl/bibliotheek/rapporten/2020-0152.pdf https://radio4.dk/podcasts/radio4-morgen/tirsdag-d-12-november-kl-6-7 https://www.bt.dk/debat/joachim-b-vrider-armen-om-paa-kraeftens-bekaempelse-hvorfor-siger-i-ikke-det- her?gaa_at=eafs&gaa_n=ASWzDAindYNKmHQhO6m- mT2LXG3z_EOKgsNS0xRxqRTLoYntQ7wjssHZDAV3&gaa_ts=6840432b&gaa_sig=lHqz9Hlf51YyI5Qf6aJ31moLqQAPeNoP1X2a8 2PI421liODVxdce-Q1Uk6TyWNmlZoGQ5l3gDC92RHfatHr5rg%3D%3D https://www.cancerresearchuk.org/about-cancer/causes-of-cancer/smoking-and-cancer/is-vaping-harmful https://www.nhs.uk/better-health/quit-smoking/ready-to-quit-smoking/vaping-to-quit-smoking/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/34034614/ httphttps://snusforumet.se/en/eu-tobacco-mortality-snus-a-major-factor-behind-swedens-low- rates/s://www.swedishmatch.com/Snus-and-health/Research-on-snus/Cancer/ https://pharmaceutical-journal.com/article/opinion/swedish-men-can-thank-snus-for-health https://nordicwelfare.org/publikationer/use-of-nicotine-products-among-youth-in-the-nordic-and-baltic-countries-an-overview/ Heimild: WHO – RÚV frétt 13. júlí 2025 https://www.laeknabladid.is/tolublod/2025/03/hvar-ertobaksvarnastefna-islands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nikótínpúðar Tóbak Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu tíu árum hafa um 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala neftóbaks minnkað um 80%. Þessi þróun hefur átt sér stað samhliða aukinni notkun tóbakslausra nikótínvara - svo sem púða, tyggigúmmís og plástra. Með áframhaldandi stuðningi við þessa þróun gæti Ísland orðið fyrsta tóbakslausa landið í heiminum. Það ætti að vera skýrt markmið stjórnmálamanna og stjórnvalda að útrýma tóbaksnotkun. Lungnakrabbamein er algengasta krabbameinið hér á landi og tóbaksnotkun helsta orsökin. Að bregðast við þessari staðreynd krefst áræðinnar stefnu sem byggir á gögnum. En stefnuna vantar. Í greininni Hvar er tókbaksvarnastefna Íslands sem birtist Læknablaðinu á þessu ári kemur það skýrt fram: „Já, það er rétt að Ísland hefur ekki opinbera stefnu í tóbaksvörnum,“ segir Viðar Jensson hjá Embætti landlæknis, þegar Læknablaðið leitaði svara hjá embættinu. Nikótín og skaðaminnkun Nikótín eitt og sér veldur ekki krabbameini. Það hefur verið sýnt fram á að tóbakslausar nikótínvörur geti verið áhrifaríkt skref í átt að tóbaksleysi. Alþjóðlegar heilbrigðisstofnanir og krabbameinsfélög eru sammála um að áhættan af notkun slíkra vara sé margfalt minni en af tóbaki. Að takmarka bragðefni í þessum vörum og einungis leyfa mentol og tóbaksbragð, grefur undan þeirri skaðaminnkandi virkni. Bragðúrvalið er einmitt stór þáttur í því að fólk haldi sig við skaðminni valkosti. Fólk sem hætt hefur að reykja vill losna við tóbaksbragð — ekki halda því við. Með bragðbanni er verið að þrengja að valkostum sem virka. Aðgangur barna að nikótíni vegna skorts á eftirliti Enginn vill að börn noti nikótín. En lausnin er ekki að takmarka valkosti fullorðinna — heldur að tryggja aðgengi að vörunni sé aðeins fyrir fullorðna. Þar af leiðandi þarf að klára innleiðingu núgildandi laga, beita sektarákvæðum og setja upp öruggt, rafrænt aldursprófunarkerfi á sölustöðum. Þá þarf virkt eftirlit og samvinnu við atvinnurekendur. Í nágrannalöndum okkar hefur skaðaminnkun verið tekin upp sem stefna. Svíþjóð hefur til að mynda náð góðum árangri með opnum, ábyrgum aðgangi að tóbakslausum nikótínvörum. Við ættum að fylgja fordæmi þeirra, ekki taka skref afturábak með löggjöf sem gerir skaðaminnkandi valkosti óaðlaðandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur hvatt til hærri skatta á tóbak, en setur ekki fram slíka hvatningu fyrir tóbakslausar nikótínvörur. Það er í samræmi við þá stöðu sem við eigum einnig að taka: að líta á þessar vörur sem verkfæri í baráttunni gegn reykingum, ekki hluta af vandanum. Rökrétt stefna fyrir heilbrigðara samfélag Ef stefnan og markmiðið er tóbakslaust Ísland, þá verðum við að styðja leiðir sem virka. Það felur í sér að tryggja fjölbreyttan aðgang að tóbakslausum nikótínvörum fyrir fullorðna og beita markvissu eftirliti með sölu og aðgengi barna. Ef við viljum tóbakslaust Ísland er ábyrgðarlaust að flokka tóbak og tóbakslausar vörur saman undir sömu reglugerð. Slíkt mun aðeins snúa við þeirri jákvæðu þróun sem gögnin sýna að orðið hefur undanfarinn áratug. Mótum stefnu og styðjum fólk í að hætta að reykja með skynsömum og raunhæfum valkostum! Höfundur er framkvæmdastjóri Dufland heildsölu Heimildir: https://www.rivm.nl/bibliotheek/rapporten/2020-0152.pdf https://radio4.dk/podcasts/radio4-morgen/tirsdag-d-12-november-kl-6-7 https://www.bt.dk/debat/joachim-b-vrider-armen-om-paa-kraeftens-bekaempelse-hvorfor-siger-i-ikke-det- her?gaa_at=eafs&gaa_n=ASWzDAindYNKmHQhO6m- mT2LXG3z_EOKgsNS0xRxqRTLoYntQ7wjssHZDAV3&gaa_ts=6840432b&gaa_sig=lHqz9Hlf51YyI5Qf6aJ31moLqQAPeNoP1X2a8 2PI421liODVxdce-Q1Uk6TyWNmlZoGQ5l3gDC92RHfatHr5rg%3D%3D https://www.cancerresearchuk.org/about-cancer/causes-of-cancer/smoking-and-cancer/is-vaping-harmful https://www.nhs.uk/better-health/quit-smoking/ready-to-quit-smoking/vaping-to-quit-smoking/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/34034614/ httphttps://snusforumet.se/en/eu-tobacco-mortality-snus-a-major-factor-behind-swedens-low- rates/s://www.swedishmatch.com/Snus-and-health/Research-on-snus/Cancer/ https://pharmaceutical-journal.com/article/opinion/swedish-men-can-thank-snus-for-health https://nordicwelfare.org/publikationer/use-of-nicotine-products-among-youth-in-the-nordic-and-baltic-countries-an-overview/ Heimild: WHO – RÚV frétt 13. júlí 2025 https://www.laeknabladid.is/tolublod/2025/03/hvar-ertobaksvarnastefna-islands
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun