Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 21:25 Það er stutt í grínið hjá næsta sendiherra Bandaríkjanna. Getty Billy Long, sem er að öllum líkindum næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ýjar að því á samfélagsmiðlum að verið sé að senda hann til Íslands fyrir mistök. Þó er líklega um orðagrín að ræða en hann segist hafa beðið Trump um að fá að ganga til liðs við Bandarísku innflytjendastofnunina ICE en Trump hafi misheyrt það sem „Iceland.“ Billy Long greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði verið tilnefndur sem næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Honum var fengið starfið samdægurs og honum var vikið úr stöðu sinni sem ríkisskattstjóri Bandaríkjanna eftir aðeins tvo mánuði í embætti. Það vakti furðu á sínum tíma að hann hefði yfirhöfuð verið skipaður í embættið en hann hafði til þess enga viðeigandi reynslu. Hann sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í tólf ár áður en hann varð ríkisskattstjóri en þar áður átti hann langan feril sem uppboðsþulur, fasteignasali og útvarpsmaður. Í fréttum vestanhafs var greint frá því í gær að Dean Cain, leikari sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk Ofurmennisins í þáttunum Lois and Clark, hafi ákveðið að ganga til liðs við Innflytjendastofnun Bandaríkjanna sem þar í landi er iðulega kölluð skammstöfuninni ICE. „Ég sá að fyrrum Superman-leikarinn Dean Cain sagðist ætla að ganga til liðs við ICE og ég varð alveg æstur og hugsaði að ég myndi gera slíkt hið sama. Þannig að ég hringdi í Donald Trump í gærkvöldi og sagði honum að ég vildi ganga til liðs við ICE og ég held að hann hafi haldið að ég hefði sagt Iceland. Nú, jæja,“ skrifaði Long í færslu á samfélagsmiðlum. Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Billy Long greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði verið tilnefndur sem næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Honum var fengið starfið samdægurs og honum var vikið úr stöðu sinni sem ríkisskattstjóri Bandaríkjanna eftir aðeins tvo mánuði í embætti. Það vakti furðu á sínum tíma að hann hefði yfirhöfuð verið skipaður í embættið en hann hafði til þess enga viðeigandi reynslu. Hann sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í tólf ár áður en hann varð ríkisskattstjóri en þar áður átti hann langan feril sem uppboðsþulur, fasteignasali og útvarpsmaður. Í fréttum vestanhafs var greint frá því í gær að Dean Cain, leikari sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk Ofurmennisins í þáttunum Lois and Clark, hafi ákveðið að ganga til liðs við Innflytjendastofnun Bandaríkjanna sem þar í landi er iðulega kölluð skammstöfuninni ICE. „Ég sá að fyrrum Superman-leikarinn Dean Cain sagðist ætla að ganga til liðs við ICE og ég varð alveg æstur og hugsaði að ég myndi gera slíkt hið sama. Þannig að ég hringdi í Donald Trump í gærkvöldi og sagði honum að ég vildi ganga til liðs við ICE og ég held að hann hafi haldið að ég hefði sagt Iceland. Nú, jæja,“ skrifaði Long í færslu á samfélagsmiðlum.
Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira