Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 13:47 Páll Pálsson fasteignasali segir meðalaldur fyrstu kaupenda vera hækka gríðarlega. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson fasteignasali segir að mjög margt bendi til þess að eftir nokkur ár verði mikill fasteignaskortur á Íslandi. Umtalsverður samdráttur sé væntanlegur í fjölda íbúða í byggingu, og mikill undirliggjandi þrýstingur sé á markaðnum frá ungu fólki sem bíður hagstæðari lánakjara. Páll segir það næstum því vonlaust fyrir ungt fólk að kaupa sér fasteign í nýbyggingu. Um 80 prósent komist ekki í gegnum greiðslumat fyrir nýrri íbúð. „Meira að segja bara par, þó þú sért ungt par að kaupa, þá kemstu ekki inn á markaðinn, ekki í gegnum greiðslumat, nema með því að taka verðtryggt lán. Þannig að þetta er bara mjög snúin og flókin staða að vera fyrsti kaupandi í dag með þetta að gera,“ segir Páll, sem var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Í kvöldfréttum Sýnar í gær var fjallað um könnun sem Samtök iðnaðarins lögðu fyrir stjórnendur verktakafyritækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað. Samkvæmt niðurstöðum hennar er gert ráð fyrir sautján prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Gangi spáin eftir mun fjöldi íbúða í byggingu hafa fækkað um rúm fjörutíu prósent á þremur árum. Þetta gæti gert það að verkum að íbúðaskortur aukist á komandi árum. Of lítið af nýbyggingu til sölu Páll segir að í dag sé um 10 - 11 prósent af íbúðum til sölu nýbyggingar, og það sé allt of lítið. Hlutfallið ætti að vera um 25 - 30 prósent. Snúin staða fyrstu kaupenda búi til undirliggjandi þrýsting á markaðinn. „Maður sér það bara á heimsóknartölum á fasteignavef Vísis og slíku, að það er mikill áhugi, en þessi markhópur er ekki að komast á markaðinn.“ „En fyrstu kaupendur eru svo mikilvægur markhópur, af því að þegar þú ert að selja fyrstu eignina þína, held að meðaltíminn sé 3 - 4 ár í fyrstu íbúð, þá þarf sá einstaklingur að kaupa annað. Þau eru kannski búin að eignast barn eða tvö, þau þurfa ða kaupa fjögurra herbergja íbúð, og þau sem eru að selja íbúðina eru kannski að kaupa sér hæð eða einbýli.“ „Þannig verður oft stífla í keðju, þannig fyrstu kaupendur eru ofboðslega mikilvægur markhópur, upp á þetta að gera,“ segir Páll. Ágætt jafnvægi sé á markaðnum eins og hann er núna, fín sala og almennt jafnvægi. „En það sem menn hafa áhyggjur af er að þegar vaxtaumhverfið fer að breytast, þá er svo ofboðslega stór hópur sem er búinn að vera bíða lengi, og er kannski búinn að vera safna sér, hreinsar upp lagerinn, eins og gerðist hérna árin 2020 - 2021.“ „Það er raunverulegur ótti hjá fagaðilum að þessar aðstæður muni skapast aftur, og þá mun fasteignaverð hækka alveg gríðarlega mikið, og fara síðan aftur út í verðbólgu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Páll segir það næstum því vonlaust fyrir ungt fólk að kaupa sér fasteign í nýbyggingu. Um 80 prósent komist ekki í gegnum greiðslumat fyrir nýrri íbúð. „Meira að segja bara par, þó þú sért ungt par að kaupa, þá kemstu ekki inn á markaðinn, ekki í gegnum greiðslumat, nema með því að taka verðtryggt lán. Þannig að þetta er bara mjög snúin og flókin staða að vera fyrsti kaupandi í dag með þetta að gera,“ segir Páll, sem var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Í kvöldfréttum Sýnar í gær var fjallað um könnun sem Samtök iðnaðarins lögðu fyrir stjórnendur verktakafyritækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað. Samkvæmt niðurstöðum hennar er gert ráð fyrir sautján prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Gangi spáin eftir mun fjöldi íbúða í byggingu hafa fækkað um rúm fjörutíu prósent á þremur árum. Þetta gæti gert það að verkum að íbúðaskortur aukist á komandi árum. Of lítið af nýbyggingu til sölu Páll segir að í dag sé um 10 - 11 prósent af íbúðum til sölu nýbyggingar, og það sé allt of lítið. Hlutfallið ætti að vera um 25 - 30 prósent. Snúin staða fyrstu kaupenda búi til undirliggjandi þrýsting á markaðinn. „Maður sér það bara á heimsóknartölum á fasteignavef Vísis og slíku, að það er mikill áhugi, en þessi markhópur er ekki að komast á markaðinn.“ „En fyrstu kaupendur eru svo mikilvægur markhópur, af því að þegar þú ert að selja fyrstu eignina þína, held að meðaltíminn sé 3 - 4 ár í fyrstu íbúð, þá þarf sá einstaklingur að kaupa annað. Þau eru kannski búin að eignast barn eða tvö, þau þurfa ða kaupa fjögurra herbergja íbúð, og þau sem eru að selja íbúðina eru kannski að kaupa sér hæð eða einbýli.“ „Þannig verður oft stífla í keðju, þannig fyrstu kaupendur eru ofboðslega mikilvægur markhópur, upp á þetta að gera,“ segir Páll. Ágætt jafnvægi sé á markaðnum eins og hann er núna, fín sala og almennt jafnvægi. „En það sem menn hafa áhyggjur af er að þegar vaxtaumhverfið fer að breytast, þá er svo ofboðslega stór hópur sem er búinn að vera bíða lengi, og er kannski búinn að vera safna sér, hreinsar upp lagerinn, eins og gerðist hérna árin 2020 - 2021.“ „Það er raunverulegur ótti hjá fagaðilum að þessar aðstæður muni skapast aftur, og þá mun fasteignaverð hækka alveg gríðarlega mikið, og fara síðan aftur út í verðbólgu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira