Innlent

Al­elda bíll í Þórs­mörk

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mikinn reyk lagði frá bílnum. 
Mikinn reyk lagði frá bílnum.  Jóhannes Óskarsson

Rallýbíll af Land Rover-tegund er gjöreyðilagður eftir að eldur kviknaði í honum á Emstruleið í Þórsmörk í morgun. 

Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Rangárvallasýslu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir tilkynningu um brunann hafa borist slökkviliði um níuleytið í morgun. 

Tveir hafi verið í bílnum, sem vat að Leifi skilst á ferð þegar eldurinn kviknaði. Báðir hafi komist úr honum óhultir og tekist að bjarga einhverjum búnaði úr bílnum. 

Leifur Bjarki segir slökkvistarf hafa gengið vel þó bíllinn hafi gjöreyðilagst. 

Bíllinn er rústir einar. Jóhannes Óskarsson
Blár Land Rover brann til grunna. Jóhannes Óskarsson
Slökkvistarf á vettvangi gekk vel.Jóhannes Óskarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×