Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 10:14 Mynd tekin í gær sýnir algerlega snjólausa Esju. Árni Sigurðsson Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni er horfinn, óvenju snemma á árinu. Einungis tvisvar sinnum áður hefur skaflinn horfið fyrr á árinu, árin 1941 og 2010, en þau ár hvarf hann í júlí. Síðasti snjórinn hefur líklega bráðnað þann 5. eða 6. ágúst, að sögn Árna Sigurðssonar sérfræðingi í mælarekstri hjá Veðurstofunni, sem fjallar um skaflinn í grein á vef Veðurstofunnar. Eftir 2010 kólnaði lítillega á ný, og skaflinn hvarf aðeins árið 2012 og 2019, þá í september. Árið 2023 hvarf hann kringum 26. ágúst og árið 2024 kringum 19. ágúst. Nú, árið 2025, hverfur hann fyrr en öll þessi ár, og markar því þau tímamót að um ræðir fyrsta skiptið í fimmtán ár sem hann hverfur fyrir miðjan ágústmánuð. Talið er að hlýindakafli í maí hafi haft afgerandi áhrif í ár, ásamt snjóléttum vetri og þurru, björtu sumri á suðvesturhorninu. Samverkandi áhrif slíkra skilyrða, það er lítil snjómyndun að vetri og hlýindi snemma sumars, stuðla að því að skaflinn bráðni fyrr en venjulega. Skaflinn í Gunnlaugsskarði hefur lengi vakið athygli íbúa við sunnanverðan Faxaflóa og er oft talinn óformlegur mælikvarði á tíðarfar á höfuðborgarsvæðinu. Fylgst hefur verið með honum allt frá 19. öld, bæði með mælingum og munnlegum heimildum. Fyrsta staðfesta horf skaflsins var í ágúst 1929, og næstu ár, einkum á tímabilinu 1931 til 1936, hvarf hann árlega yfirleitt í ágúst. Árið 1941 hvarf hann í júlí, sem þótti þá fordæmalaust. Sama gerðist á ný árið 2010. Eftir 1964 hófst kuldatímabil sem stóð í þrjá áratugi. Skaflinn breyttist smám saman í íshellu sem hvarf ekki fyrr en í ágúst 1998. Þá tók við hlýindaskeið: frá 2001 til 2010 hvarf skaflinn öll sumur, oft í ágúst og stundum seint í september. Esjan Veður Fjallamennska Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Síðasti snjórinn hefur líklega bráðnað þann 5. eða 6. ágúst, að sögn Árna Sigurðssonar sérfræðingi í mælarekstri hjá Veðurstofunni, sem fjallar um skaflinn í grein á vef Veðurstofunnar. Eftir 2010 kólnaði lítillega á ný, og skaflinn hvarf aðeins árið 2012 og 2019, þá í september. Árið 2023 hvarf hann kringum 26. ágúst og árið 2024 kringum 19. ágúst. Nú, árið 2025, hverfur hann fyrr en öll þessi ár, og markar því þau tímamót að um ræðir fyrsta skiptið í fimmtán ár sem hann hverfur fyrir miðjan ágústmánuð. Talið er að hlýindakafli í maí hafi haft afgerandi áhrif í ár, ásamt snjóléttum vetri og þurru, björtu sumri á suðvesturhorninu. Samverkandi áhrif slíkra skilyrða, það er lítil snjómyndun að vetri og hlýindi snemma sumars, stuðla að því að skaflinn bráðni fyrr en venjulega. Skaflinn í Gunnlaugsskarði hefur lengi vakið athygli íbúa við sunnanverðan Faxaflóa og er oft talinn óformlegur mælikvarði á tíðarfar á höfuðborgarsvæðinu. Fylgst hefur verið með honum allt frá 19. öld, bæði með mælingum og munnlegum heimildum. Fyrsta staðfesta horf skaflsins var í ágúst 1929, og næstu ár, einkum á tímabilinu 1931 til 1936, hvarf hann árlega yfirleitt í ágúst. Árið 1941 hvarf hann í júlí, sem þótti þá fordæmalaust. Sama gerðist á ný árið 2010. Eftir 1964 hófst kuldatímabil sem stóð í þrjá áratugi. Skaflinn breyttist smám saman í íshellu sem hvarf ekki fyrr en í ágúst 1998. Þá tók við hlýindaskeið: frá 2001 til 2010 hvarf skaflinn öll sumur, oft í ágúst og stundum seint í september.
Esjan Veður Fjallamennska Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira