Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 00:05 Leiðtogarnir jusu lofi yfir Bandaríkjaforseta og kváðust munu tilnefna hann til friðarverðlauna Nóbels. AP Aserar og Armenar undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að koma á varanlegum friði eftir blóðug átök sem staðið hafa yfir með hléum frá upplausn Sovétríkjanna. Fundurinn fór fram í Hvíta húsinu í Washington í dag og með milligöngu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ilham Aliyev forseti Aserbaídsjan og Nikol Pasjinjan forsætisráðherra Armeníu funduðu með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag þar sem fyrrnefnd viljayfirlýsing var undirrituð. Trump sagði báðar þjóðir staðráðnar í því að binda enda á átökin sem einkennt hafa samband þeirra frá því að þær öðluðust sjálfstæði við upplausn Sovétríkjanna árið 1991. Leiðtogar ríkjanna tveggja sömdu um drög að friðarsamkomulagi í mars síðastliðnum eftir blóðugar deilur um Nagornó-Karabakh-hérað sem staðið hafa yfir frá árinu 1994 með hléum. Héraðið er nú undir stjórn Asera sem gerðu leiftursókn síðla árs 2023. Íbúar héraðsins voru að langmestu leyti Armenar sem bjuggu við nokkra sjálfstjórn innan landamæra Aserbaídsjan í trássi við vilja aserskra stjórnvalda. Í kjölfar sóknar aserska hersins flúðu nær allir íbúar héraðsins til Armeníu. Samkvæmt umfjöllun New York Times fá Bandaríkjamenn fyrir milligöngu sína leyfi til að leggja fólks- og vöruflutningabraut sem mun þvera suðurhluta Armeníu. Brautin mun tengja Aserbaídsjan, sem liggur austan við Armeníu, við Nakhítsjevan, aðskilið sjálfsstjórnarhérað vestan við Armeníu sem liggur að Tyrklandi Viljayfirlýsingin jafngildir ekki formlegum friðarsamningi en verður að teljast söguleg þar sem þjóðirnar tvær áttu í blóðugum átökum síðast haustið 2023. Leiðtogar Armeníu og Aserbaídsjan jusu lofi yfir Bandaríkjaforseta. „Ef ekki hefði verið fyrir Trump og hans menn væru Armenía og Aserbaídsjan aftur föst í þessum endalausu viðræðum. Trump forseti hefur fært Kákasus frið,“ sagði Ilham Aliyev. Ekki dró Pasjinjan heldur úr því og vísaði til Trump sem friðflytjendans úr Fjallræðunni. Báðir leiðtogar gáfu það svo til kynna að þeir hygðust tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels sem Trump tók ekki illa í. Armenía Aserbaídsjan Donald Trump Bandaríkin Nagorno-Karabakh Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Ilham Aliyev forseti Aserbaídsjan og Nikol Pasjinjan forsætisráðherra Armeníu funduðu með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag þar sem fyrrnefnd viljayfirlýsing var undirrituð. Trump sagði báðar þjóðir staðráðnar í því að binda enda á átökin sem einkennt hafa samband þeirra frá því að þær öðluðust sjálfstæði við upplausn Sovétríkjanna árið 1991. Leiðtogar ríkjanna tveggja sömdu um drög að friðarsamkomulagi í mars síðastliðnum eftir blóðugar deilur um Nagornó-Karabakh-hérað sem staðið hafa yfir frá árinu 1994 með hléum. Héraðið er nú undir stjórn Asera sem gerðu leiftursókn síðla árs 2023. Íbúar héraðsins voru að langmestu leyti Armenar sem bjuggu við nokkra sjálfstjórn innan landamæra Aserbaídsjan í trássi við vilja aserskra stjórnvalda. Í kjölfar sóknar aserska hersins flúðu nær allir íbúar héraðsins til Armeníu. Samkvæmt umfjöllun New York Times fá Bandaríkjamenn fyrir milligöngu sína leyfi til að leggja fólks- og vöruflutningabraut sem mun þvera suðurhluta Armeníu. Brautin mun tengja Aserbaídsjan, sem liggur austan við Armeníu, við Nakhítsjevan, aðskilið sjálfsstjórnarhérað vestan við Armeníu sem liggur að Tyrklandi Viljayfirlýsingin jafngildir ekki formlegum friðarsamningi en verður að teljast söguleg þar sem þjóðirnar tvær áttu í blóðugum átökum síðast haustið 2023. Leiðtogar Armeníu og Aserbaídsjan jusu lofi yfir Bandaríkjaforseta. „Ef ekki hefði verið fyrir Trump og hans menn væru Armenía og Aserbaídsjan aftur föst í þessum endalausu viðræðum. Trump forseti hefur fært Kákasus frið,“ sagði Ilham Aliyev. Ekki dró Pasjinjan heldur úr því og vísaði til Trump sem friðflytjendans úr Fjallræðunni. Báðir leiðtogar gáfu það svo til kynna að þeir hygðust tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels sem Trump tók ekki illa í.
Armenía Aserbaídsjan Donald Trump Bandaríkin Nagorno-Karabakh Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira