Geimfari Apollo 13 látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2025 22:52 Jim Lovell er látinn 97 ára að aldri. NASA Jim Lovell geimfari er látinn 97 ára að aldri. Hann stýrði Apolló-13-tunglferð Bandarísku geimferðastofnunarinnar aftur til jarðar og öðlaðist samstundis heimsfrægð fyrir hetjudáðir sínar. Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) greinir frá andláti Lovell í tilkynningu. Árið 1970 fór hann fyrir áhöfn hins nafntogaða leiðangurs geimskutlunnar Apolló-13 sem átti að lenda á tunglinu. Á leið sinni um geiminn sprakk súrefnistankur og er leiðtogahæfni Lovell meðal annars að þakka að ekki fór verr. Saga tunglferðarinnar varð að kvikmyndinni Apollo 13 frá árinu 1995 þar sem Tom Hanks fór eftirminnilega með hlutverk Lovell. Þegar geimfararnir tóku eftir biluninni í súrefnistönkunum mælti áhafnarmeðlimurinn Jack Swigert hin fleygu orð: „Houston, we have a problem.“ Tugir milljóna um allan heim fylgdust með geimförunum snúa aftur til jarðar og lenda í Kyrrahafinu. Allir þrír geimfarar um borð komust heilir á húfi aftur heim til fjölskyldna sinna. „Festa og hugrekki Jim hjálpaði þjóð okkar að ná til tunglsins og breytti yfirvofandi harmleik í lærdómsríkan sigur. Við syrgjum fráfall hans á sama tíma og við fögnum afrekum hans,“ er haft eftir Sean Duffy, forstöðumanni Bandarísku geimferðastofnunarinnar. „Bandaríska geimferðastofnunin vottar fjölskyldu Jims Lovell samúðarkveðjur. Ævi hans og störf hafa veitt milljónum manna innblástur um áratuga skeið,“ segir í tilkynningunni. Lesa má frekar um ævi og störf Lovell á heimasíðu NASA. Geimurinn Bandaríkin Andlát Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) greinir frá andláti Lovell í tilkynningu. Árið 1970 fór hann fyrir áhöfn hins nafntogaða leiðangurs geimskutlunnar Apolló-13 sem átti að lenda á tunglinu. Á leið sinni um geiminn sprakk súrefnistankur og er leiðtogahæfni Lovell meðal annars að þakka að ekki fór verr. Saga tunglferðarinnar varð að kvikmyndinni Apollo 13 frá árinu 1995 þar sem Tom Hanks fór eftirminnilega með hlutverk Lovell. Þegar geimfararnir tóku eftir biluninni í súrefnistönkunum mælti áhafnarmeðlimurinn Jack Swigert hin fleygu orð: „Houston, we have a problem.“ Tugir milljóna um allan heim fylgdust með geimförunum snúa aftur til jarðar og lenda í Kyrrahafinu. Allir þrír geimfarar um borð komust heilir á húfi aftur heim til fjölskyldna sinna. „Festa og hugrekki Jim hjálpaði þjóð okkar að ná til tunglsins og breytti yfirvofandi harmleik í lærdómsríkan sigur. Við syrgjum fráfall hans á sama tíma og við fögnum afrekum hans,“ er haft eftir Sean Duffy, forstöðumanni Bandarísku geimferðastofnunarinnar. „Bandaríska geimferðastofnunin vottar fjölskyldu Jims Lovell samúðarkveðjur. Ævi hans og störf hafa veitt milljónum manna innblástur um áratuga skeið,“ segir í tilkynningunni. Lesa má frekar um ævi og störf Lovell á heimasíðu NASA.
Geimurinn Bandaríkin Andlát Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira