Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Árni Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2025 22:45 Luka Doncic í baráttunni Isaac Bonga í kvöld. Jurij Kodrun/Getty Liðin sem eru á leiðinni á Eurobasket sem hefst í lok ágústmánaðar eru á fullu að undirbúa sig fyrir móti. Andstæðingar Íslendinga í D riðli Eurobasket, Slóvenar, Frakkar og Belgar voru í eldlínunni í kvöld og gekk misjafnlega hjá þeim. Áhugaverðasta viðureign kvöldsins var án efa leikur Slóvena og Þýskalands í Ljubljana höfuðborg Slóveníu. Fólk hefur viljað sjá hvernig Luka Doncic kemur undan sumri en mikið hefur verið ritað og rætt um líkamlegt atgervi hans. Þjóðverjar eru svo ríkjandi heimsmeistarar í körfubolta og er líklega við miklu búist af þeim á Eurobasket. Þjóðverjar unnu leikinn 89-103 en Luka Doncic skoraði 19 stig, tók 3 fráköst og sendi 5 stoðsendingar á rúmum 24 mínútum. Hjá gestunum voru það David Kramer, leikmaður Tenerife, og Franz Wagner, leikmaður Orlando Magic, sem voru stigahæstir með 18 stig hver. Liðin mætast aftur á sunnudaginn í Þýskalandi. Frakkar tóku á móti móti Stóra Bretlandi og unnu nokkuð sannfærandi sigur þó hann hafi ekki verið stór. Leikurinn endaði 74-67 en eftir jafna byrjun tóku Frakkarnir völdin og sigldu leiknum heim. Victor Wembanyama mun ekki taka þátt í mótinu en hann þurfti að hætta leik síðasta vetur eftir að hafa fengið blóðtappa í öxlina. Hann mun væntanlega einbeita sér að því að undirbúa sig fyrir átökin í NBA deildinni næsta vetur frekar en að hjálpa þjóð sinni að verða Evrópumeistari. Wemby hefur t.d. hitt Shaolin munka og Kevin Garnett í sumar til að viða að sér þekkingu. Wemby shaved his head at a Shaolin TempleSafe to say he’s having quite the offseason 😂🔥(via @SpursGDP, @SpursSixthMan) pic.twitter.com/RZQ0TvToeO— Bleacher Report (@BleacherReport) June 8, 2025 Þá fóru Belgar í heimsókn til Finna og höfðu ekki erindi sem erfiði. Finnland rúllaði yfir leikinn 105-62 og fór Laur Markkanen, leikmaður Utah Jazz, var ekki að grínast og skoraði 48 stig og fór á kostum. Finnar verða á heimavelli á Eurobasket og gefur þetta góð fyrirheit fyrir þá. Ísland mun hefja leik á mótinu gegn Ísrael þann 28. ágúst næstkomandi en liðið fer næst til Portúgal til að spila við heimamenn og Svía. Þann 22. ágúst mun liðið svo spila við Litháen í lokaleiknum áður en alvaran hefst. EM 2025 í körfubolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Áhugaverðasta viðureign kvöldsins var án efa leikur Slóvena og Þýskalands í Ljubljana höfuðborg Slóveníu. Fólk hefur viljað sjá hvernig Luka Doncic kemur undan sumri en mikið hefur verið ritað og rætt um líkamlegt atgervi hans. Þjóðverjar eru svo ríkjandi heimsmeistarar í körfubolta og er líklega við miklu búist af þeim á Eurobasket. Þjóðverjar unnu leikinn 89-103 en Luka Doncic skoraði 19 stig, tók 3 fráköst og sendi 5 stoðsendingar á rúmum 24 mínútum. Hjá gestunum voru það David Kramer, leikmaður Tenerife, og Franz Wagner, leikmaður Orlando Magic, sem voru stigahæstir með 18 stig hver. Liðin mætast aftur á sunnudaginn í Þýskalandi. Frakkar tóku á móti móti Stóra Bretlandi og unnu nokkuð sannfærandi sigur þó hann hafi ekki verið stór. Leikurinn endaði 74-67 en eftir jafna byrjun tóku Frakkarnir völdin og sigldu leiknum heim. Victor Wembanyama mun ekki taka þátt í mótinu en hann þurfti að hætta leik síðasta vetur eftir að hafa fengið blóðtappa í öxlina. Hann mun væntanlega einbeita sér að því að undirbúa sig fyrir átökin í NBA deildinni næsta vetur frekar en að hjálpa þjóð sinni að verða Evrópumeistari. Wemby hefur t.d. hitt Shaolin munka og Kevin Garnett í sumar til að viða að sér þekkingu. Wemby shaved his head at a Shaolin TempleSafe to say he’s having quite the offseason 😂🔥(via @SpursGDP, @SpursSixthMan) pic.twitter.com/RZQ0TvToeO— Bleacher Report (@BleacherReport) June 8, 2025 Þá fóru Belgar í heimsókn til Finna og höfðu ekki erindi sem erfiði. Finnland rúllaði yfir leikinn 105-62 og fór Laur Markkanen, leikmaður Utah Jazz, var ekki að grínast og skoraði 48 stig og fór á kostum. Finnar verða á heimavelli á Eurobasket og gefur þetta góð fyrirheit fyrir þá. Ísland mun hefja leik á mótinu gegn Ísrael þann 28. ágúst næstkomandi en liðið fer næst til Portúgal til að spila við heimamenn og Svía. Þann 22. ágúst mun liðið svo spila við Litháen í lokaleiknum áður en alvaran hefst.
EM 2025 í körfubolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira