Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. ágúst 2025 12:21 Gunnar Ármannsson lögmaður spjallaði við Sindra um áskoranirnar sem hafa mætt honum á lífsleiðinni. Vísir Hann er með sex sjúkdóma, mögulega fleiri. Hugsaði fyrst: „Af hverju ég?“. Hann vill hjálpa öðrum og hvetur fólk til að vera í formi, líkaminn verði að vera í formi til að geta tæklað árásir. Sindri Sindrason hitti Gunnar Ármannsson í Íslandi í dag. Óhætt er að segja að lífið hafi boðið honum upp á alls konar áskoranir, sem gerðu það þó að verkum að hann ætlar að nýta tímann vel og er þakklátur. Gunnar segir frá erfiðleikum í tengslum við barneignir með eiginkonu sinni heitinni, þó nokkrar tæknifrjóvganir hafi ekki borið árangur. Árið 2013 greindist hún síðan með leghálskrabbamein, sem þeim hjónum var sagt að væri langt gengið. „Það væru fimmtíu prósent líkur á því að hún myndi lifa eða ekki lifa. En á þeim tíma fannst okkur það vera ansi góðar líkur af því að ég var búinn að ganga í gegn um svipaða reynslu og hafði gengið vel.“ Hún fór í meðferð og allt virtist ganga vel í byrjun, en innan við ár leið frá því að hún fékk greiningu þar til hún var látin. Gunnar þekkir það sjálfur að greinast með krabbamein. Það hafði gerst nokkrum árum áður, þegar hann greindist með blóðkrabbamein 38 ára gamall. „Upplifað það að ég ætti kannski mjög stutt eftir og þeir sem fylgdust með okkur höfðu kannski áhyggjur af því. En allt í einu er hún dáin en ég sat eftir lifandi,“ segir Gunnar. Mein Gunnars er ólæknandi en það er hægt að halda því niðri. Það er þó ekki eina áskorunin sem Gunnar hefur þurft að kljást við. „Ég hef stundum gert grín að því að þegar ég var yngri þá safnaði ég frímerkjum. Svo hætti ég að nenna því og núna safna ég sjúkdómum. Þetta er áhugavert áhugamál.“ Þakklátur lífsreynslunni Hann segist með sex eða sjö króníska sjúkdóma, sem hann síðan telur upp. „Þetta byrjar með þessum blóðkrabba. Upp úr því fæ ég gáttatif,“ segir Gunnar, sem telur það afleiðingu krabbameinsins þó gáttatif gangi vissulega í ættir hjá honum. Þá hafi hann fengið tvo liðasjúkdóma, bæði í lófa og iljar. „Síðan gerist það að ég fæ þrengingarverk í vélinda og á erfitt með að kyngja. Það endaði með því að ég fór í uppskurð út af því.“ Ofan á allt saman greindist hann með kæfisvefn fyrir tveimur árum. Á býsna háu stigi að sögn Gunnars. „Svo ofan á þetta er ég með bæt ónæmiskerfi sem er svo sem afleiðing af blóðsjúkdómnum.“ Þrátt fyrir allt er Gunnar í fullu fjöri. Vinnur, stundar íþróttir og lifir lífinu til fulls. Á konu og samsetta fjölskyldu. Þá er barnabarn á leiðinni. Gunnar er mikill hlaupari og hefur tekið þátt í hlaupum víða um heim. „Ég hugsa um það hvað ég er heppinn. Ég hugsa stundum um það hvað ég var heppinn að fá þessa sjúkdóma. Því þetta er ákveðin lífsreynsla sem maður gengur í gegn um og er bara partur af sjálfum manni.“ Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni. Ísland í dag Ástin og lífið Heilbrigðismál Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Sindri Sindrason hitti Gunnar Ármannsson í Íslandi í dag. Óhætt er að segja að lífið hafi boðið honum upp á alls konar áskoranir, sem gerðu það þó að verkum að hann ætlar að nýta tímann vel og er þakklátur. Gunnar segir frá erfiðleikum í tengslum við barneignir með eiginkonu sinni heitinni, þó nokkrar tæknifrjóvganir hafi ekki borið árangur. Árið 2013 greindist hún síðan með leghálskrabbamein, sem þeim hjónum var sagt að væri langt gengið. „Það væru fimmtíu prósent líkur á því að hún myndi lifa eða ekki lifa. En á þeim tíma fannst okkur það vera ansi góðar líkur af því að ég var búinn að ganga í gegn um svipaða reynslu og hafði gengið vel.“ Hún fór í meðferð og allt virtist ganga vel í byrjun, en innan við ár leið frá því að hún fékk greiningu þar til hún var látin. Gunnar þekkir það sjálfur að greinast með krabbamein. Það hafði gerst nokkrum árum áður, þegar hann greindist með blóðkrabbamein 38 ára gamall. „Upplifað það að ég ætti kannski mjög stutt eftir og þeir sem fylgdust með okkur höfðu kannski áhyggjur af því. En allt í einu er hún dáin en ég sat eftir lifandi,“ segir Gunnar. Mein Gunnars er ólæknandi en það er hægt að halda því niðri. Það er þó ekki eina áskorunin sem Gunnar hefur þurft að kljást við. „Ég hef stundum gert grín að því að þegar ég var yngri þá safnaði ég frímerkjum. Svo hætti ég að nenna því og núna safna ég sjúkdómum. Þetta er áhugavert áhugamál.“ Þakklátur lífsreynslunni Hann segist með sex eða sjö króníska sjúkdóma, sem hann síðan telur upp. „Þetta byrjar með þessum blóðkrabba. Upp úr því fæ ég gáttatif,“ segir Gunnar, sem telur það afleiðingu krabbameinsins þó gáttatif gangi vissulega í ættir hjá honum. Þá hafi hann fengið tvo liðasjúkdóma, bæði í lófa og iljar. „Síðan gerist það að ég fæ þrengingarverk í vélinda og á erfitt með að kyngja. Það endaði með því að ég fór í uppskurð út af því.“ Ofan á allt saman greindist hann með kæfisvefn fyrir tveimur árum. Á býsna háu stigi að sögn Gunnars. „Svo ofan á þetta er ég með bæt ónæmiskerfi sem er svo sem afleiðing af blóðsjúkdómnum.“ Þrátt fyrir allt er Gunnar í fullu fjöri. Vinnur, stundar íþróttir og lifir lífinu til fulls. Á konu og samsetta fjölskyldu. Þá er barnabarn á leiðinni. Gunnar er mikill hlaupari og hefur tekið þátt í hlaupum víða um heim. „Ég hugsa um það hvað ég er heppinn. Ég hugsa stundum um það hvað ég var heppinn að fá þessa sjúkdóma. Því þetta er ákveðin lífsreynsla sem maður gengur í gegn um og er bara partur af sjálfum manni.“ Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni.
Ísland í dag Ástin og lífið Heilbrigðismál Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira