Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 12:02 Nú þegar margir eru annaðhvort að ljúka orlofi sínu eða í miðju orlofi og nýta fríið til hvíldar og endurnýjunar. Þá er vert að minnast á að á sama tíma eru margir á Íslandi sem ekki njóta sömu réttinda til orlofs. Ástæðan er að mörg stéttarfélög og vinnuveitendur hafa ekki fellt inn ákvæði um 15 daga fjarveru vegna tæknifrjóvgunar inn í kjarasamninga sína. Þetta fólk þarf margt hvert að nýta allt upp að 10 - 15 dögum af 24 daga lágmarks orlofi sínu til meðferðar hér heima eða erlendis. Frjósemisvandi er ekki eins sjaldgæfur og fólk gæti haldið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir hann sem sjúkdóm og um eitt af hverjum sex pörum glímir við frjósemisvanda. Fyrir marga er ekki hægt að fá draum sinn að verða foreldri uppfylltan hérlendis og því leitar fólk út fyrir landsteinana. Aðrir búa út á landi og þurfa að sækja þjónusta til höfuðborgarsvæðisins. Í öllu þessu ferli fara oft fjöldi orlofsdaga. Þrátt fyrir að leita meðferðar erlendis eins og t.d. til Spánar og Grikklands er þetta langt frá því að vera frí. Hugurinn er allan tímann við meðferðina, vonina og óttann við hvort þetta takist í þetta skipti eða ekki. Ferlið er ekki einfalt en því fylgir kvíði, vonbrigði, óvissa og hormónameðferðir. Það að verða foreldri getur verið langvarandi ferli, það er dýrt og mjög krefjandi bæði andlega og líkamlega. Það er að okkar mati í Tilveru óréttlátt að fólk í þessari stöðu þurfi að fórna orlofinu sínu til að eiga möguleika á að verða foreldrar. Þetta á ekki að vera val milli hvíldar og drauma hjá einstaklingum. Við í Tilveru, samtökum um ófrjósemi skorum því á öll stéttarfélög að setja klausuna um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar í kjarasamninga sína til að allir eigi sama rétt á orlofi. Rétturinn til fjölskyldulífs á ekki að kosta bæði fjárhagslegt öryggi og andlega heilsu og alls ekki orlofið líka. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar margir eru annaðhvort að ljúka orlofi sínu eða í miðju orlofi og nýta fríið til hvíldar og endurnýjunar. Þá er vert að minnast á að á sama tíma eru margir á Íslandi sem ekki njóta sömu réttinda til orlofs. Ástæðan er að mörg stéttarfélög og vinnuveitendur hafa ekki fellt inn ákvæði um 15 daga fjarveru vegna tæknifrjóvgunar inn í kjarasamninga sína. Þetta fólk þarf margt hvert að nýta allt upp að 10 - 15 dögum af 24 daga lágmarks orlofi sínu til meðferðar hér heima eða erlendis. Frjósemisvandi er ekki eins sjaldgæfur og fólk gæti haldið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir hann sem sjúkdóm og um eitt af hverjum sex pörum glímir við frjósemisvanda. Fyrir marga er ekki hægt að fá draum sinn að verða foreldri uppfylltan hérlendis og því leitar fólk út fyrir landsteinana. Aðrir búa út á landi og þurfa að sækja þjónusta til höfuðborgarsvæðisins. Í öllu þessu ferli fara oft fjöldi orlofsdaga. Þrátt fyrir að leita meðferðar erlendis eins og t.d. til Spánar og Grikklands er þetta langt frá því að vera frí. Hugurinn er allan tímann við meðferðina, vonina og óttann við hvort þetta takist í þetta skipti eða ekki. Ferlið er ekki einfalt en því fylgir kvíði, vonbrigði, óvissa og hormónameðferðir. Það að verða foreldri getur verið langvarandi ferli, það er dýrt og mjög krefjandi bæði andlega og líkamlega. Það er að okkar mati í Tilveru óréttlátt að fólk í þessari stöðu þurfi að fórna orlofinu sínu til að eiga möguleika á að verða foreldrar. Þetta á ekki að vera val milli hvíldar og drauma hjá einstaklingum. Við í Tilveru, samtökum um ófrjósemi skorum því á öll stéttarfélög að setja klausuna um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar í kjarasamninga sína til að allir eigi sama rétt á orlofi. Rétturinn til fjölskyldulífs á ekki að kosta bæði fjárhagslegt öryggi og andlega heilsu og alls ekki orlofið líka. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar