Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. ágúst 2025 23:31 Ekki lengur fyrirliði. AP Photo/Manu Fernandez Marc-Andre ter Stegen, markvörður Barcelona, hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Nú hefur fyrirliðabandið verið tekið af honum, allavega um tíma. Á dögunum var greint frá því að forráðamenn Barcelona væru að íhuga að fara í mál við hinn 33 ára gamla Ter Stegen. Ástæðan er skurðaðgerð sem markvörðurinn fór í fyrr á árinu. Hann var skorinn upp á bakinu en hefur ekki viljað gefa læknanefnd spænsku deildarinnar, La Liga, ástæðuna fyrir aðgerðinni. Þá ber Barcelona og Ter Stegen ekki saman um hversu lengi hann verður frá keppni. Markvörðurinn segir þrír mánuðir en félagið segir að hann verði frá keppni fjóra mánuði hið minnsta. Þar sem Ter Stegen gefur ekki grænt ljós á að skýrslan frá aðgerðinni verði send á læknanefnd La Liga þá fær Barcelona ekki leyfi til að skrá nýjan leikmann til leiks í hans stað. Sé leikmaður meiddur í fjóra mánuði eða meir má félagið skrá nýjan til leiks. Vegna þessa hefur Barcelona ákveðið að taka fyrirliðabandið af markverðinum knáa. Ronald Araújo, varafyrirliði félagsins, tekur því fyrirliðabandinu. Um er að ræða tímabundna ákvörðun þar sem félagið er með agamál hans til rannsóknar. Þangað til er það sameiginleg ákvörðun allra aðila að hinn meiddi Ter Stegen sé ekki fyrirliði liðsins. Barcelona announce that Marc-André ter Stegen has been temporarily stripped of the captaincy, while disciplinary proceedings are ongoing pic.twitter.com/HwmL3RQtTB— B/R Football (@brfootball) August 7, 2025 Ter Stegen gekk í raðir Barcelona árið 2014 og hefur leikið 422 leiki fyrir félagið. Hann hefur sex sinnum orðið Spánarmeistari og jafn oft spænskur bikarmeistari. Þá hefur hann einu sinni staðið uppi sem sigurvegari Meistaradeildar Evrópu, HM félagsliða og Ofurbikar Evrópu. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að forráðamenn Barcelona væru að íhuga að fara í mál við hinn 33 ára gamla Ter Stegen. Ástæðan er skurðaðgerð sem markvörðurinn fór í fyrr á árinu. Hann var skorinn upp á bakinu en hefur ekki viljað gefa læknanefnd spænsku deildarinnar, La Liga, ástæðuna fyrir aðgerðinni. Þá ber Barcelona og Ter Stegen ekki saman um hversu lengi hann verður frá keppni. Markvörðurinn segir þrír mánuðir en félagið segir að hann verði frá keppni fjóra mánuði hið minnsta. Þar sem Ter Stegen gefur ekki grænt ljós á að skýrslan frá aðgerðinni verði send á læknanefnd La Liga þá fær Barcelona ekki leyfi til að skrá nýjan leikmann til leiks í hans stað. Sé leikmaður meiddur í fjóra mánuði eða meir má félagið skrá nýjan til leiks. Vegna þessa hefur Barcelona ákveðið að taka fyrirliðabandið af markverðinum knáa. Ronald Araújo, varafyrirliði félagsins, tekur því fyrirliðabandinu. Um er að ræða tímabundna ákvörðun þar sem félagið er með agamál hans til rannsóknar. Þangað til er það sameiginleg ákvörðun allra aðila að hinn meiddi Ter Stegen sé ekki fyrirliði liðsins. Barcelona announce that Marc-André ter Stegen has been temporarily stripped of the captaincy, while disciplinary proceedings are ongoing pic.twitter.com/HwmL3RQtTB— B/R Football (@brfootball) August 7, 2025 Ter Stegen gekk í raðir Barcelona árið 2014 og hefur leikið 422 leiki fyrir félagið. Hann hefur sex sinnum orðið Spánarmeistari og jafn oft spænskur bikarmeistari. Þá hefur hann einu sinni staðið uppi sem sigurvegari Meistaradeildar Evrópu, HM félagsliða og Ofurbikar Evrópu.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira