Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Agnar Már Másson skrifar 7. ágúst 2025 11:35 Samkvæmt samningi Sjúkratryggingar er hægt að fá sálfræðimeðferð við félagsfælni ekki vegna áráttu- og þráhyggjuröskunar (OCD), segir formaður Sálfræðingafélagsins. Getty Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu hefur ekkert breyst þrátt fyrir kosningaloforð Viðreisnar um að bæta úr stöðu mála, að sögn formanns Sálfræðingafélagsins, sem telur samning Sjúkratrygginga Íslands við hið opinbera hvorki veita sálfræðingum næg kjör né sjúklingum næga þjónustu. Viðtal hjá sjálfræðingi er dýrt og sumir leita frekar á náðir gervigreindar heldur en sérfræðinga, en því fylgir áhætta. Umræða spratt upp inni á Facebook á dögunum þar sem notandi birti færslu af tilkynningu frá Litlu kvíðameðferðarstöðinni, sem hygðist hækka verð um miðjan mánuð. Fimmtíu mínútna viðtal mun því kosta 25 þúsund krónur. Setjum svo að sjúklingur fari í tvo sálfræðitíma á mánuði, þá nemur upphæðin 600 þúsundum króna á ári. Í tilkynningu sálfræðistofunnar kom fram að stéttarfélög niðurgreiddu stundum tímana. Pétur Maack, formaður Sálfræðingafélagsins, segir að sjálfstætt starfandi sálfræðingar séu almennt ekki á samningi við Sjúkratryggingar og þar með sé verðskrá frjáls. „Það eru margir sem eru að hækka núna aðallega vegna þess að aðföng eru að hækka mikið,“ sagði Pétur í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í gær. Yfirleitt hækki sálfræðingar verðið um fimm hundurð til þúsund krónur í senn en að sögn Pétur getur viðtalstími kostað upp í tuttugu og sex þúsund hjá sálfræðingum með sérfræðiviðurkenningu. „Það er svona það hæsta sem ég hef heyrt,“ segir hann. Ekkert breyst Viðreisn lagði fram frumvarp á Alþingi um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu árið 2020, þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu, en frumvarpið var á endanum samþykkt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði að gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta handa börnum yrði eitt fyrsta mál á dagskrá flokksins ef hann kæmist í ríkisstjórn, þar sem hann er núna. „Það er áhugavert vegna þess að þau eru auðvitað búin að gera mjög margt en það hefur ekkert breyst varðandi sálfræðiþjónustu,“ segir Pétur. Samningur gerður í óþökk sálfræðinga Frumvarp Viðreisnar sem var samþykkt 2020 átti að taka gildi í janúar 2021 en viðræður milli Sjúkratrygginga og sálfræðinga drógust á langinn og ekkert bólaði á samningum fyrr en síðla árs 2022, þegar Sjúkratryggingar Íslands settu rammasamning, að sögn Péturs, án samráðs við sálfræðinga. Hann segir að samkvæmt þeim samningi séu nítján sálfræðingar sem taki við tilvísunum fyrir börn í greiningarteymum, fimm sem taki við tilvísunum fyrir börn frá heilsugæslunni og um sextán sem taki við tilvísunum fyrir fullorðna. „Það eru ekki fleiri en það,“ segir Pétur, sem bendir á að taxtinn sem sálfræðingar borgi sé töluvert lægri telja en það sem fólk telji sig þurfa til að reka stofur sínar. Þegar þjónustusamningur er til staðar er viðtalið gjaldfrjálst og reikningur sendur Sjúkratryggingum. Dagstaxti frá Sjúkratryggingum er á bilinu 21 til 22 þúsund, eftir skjólstæðingahópum. En krafa er gerð um tilvísun frá heilsugæslu til að fá niðurgreidda sálfræðiþjónustu. „Sem er svolítið kúnstugt,“ segir Pétur. „Á sama tíma og verið er að afleggja tilvísunarskyldu bæði til sérfræðilækna og sjúkraþjálfara í allt að sex skipti. Þá er þetta skýlaus krafa um sálfræðiþjónustuna að fólk hafi fyrst hitt heimilislækni.“ „Ef stjórnmálamennirnir ætla að standa við þessi loforð um að bæta raunverulega aðgengi að sálfræðiþjónustu, þá þarf auðvitað að eiga sér stað samtal á milli Sjúkratrygginga og viðeigandi fagfélags, sem erum við, Sálfræðingafélag Íslands,“ bætir Pétur við. „Það er það fyrsta.“ Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Hann bendir enn fremur á að margar algengar geðraskanir vanti í samninginn við Sjúkratryggingar. „Það er hægt að fá niðurgreidda meðferð við félagsfælni, samkvæmt samningnum við Sjúkratryggingar, en það er ekki, af einhverjum ástæðum, hægt að fá niðurgreidda sálfræðimeðferð vegna áráttu- og þráhyggjuröskunar,“ segir Pétur. „Og það hefur aldrei fengist útskýrt af hverju þetta er svona.“ Hann segist vilja að allir hafi aðgengi að þjónustu óháð því hvaða vandi er til staðar. „Allir þessir flokkar sem nú sitja í ríkisstjórn hafa talað þannig að þeir ætli að setja aukið fjármagn í þetta,“ segir Pétur, sem lýsir enn fremur vonbrigðum með að fjármagn til málaflokksins hafi ekki aukist. Segist hann hafa rætt við Ölmu Möller heilbrigðisráðherra í byrjun júní þar sem hann hafi áréttað að þetta samtal við Sjúkratryggingar yrði að hefjast. Þá hafi þau einnig rætt að koma upp starfsþjálfunarári sálfræðinga. „Þessu var lofað,“ segir Pétur, „og meira en það. Þetta var eitt af aðalmálunum sem keyrt var á í kosningabaráttunni. Þannig að við verðum bara að gera ráð fyrir því að það standi til þess að efna.“ GPT getur ekki bjargað þér Sumir eru farnir að leita ódýrari leiða í leit að sálfræðiaðstoð og í viðtalinu beindist talið að því að fólk leiti á náðir gervigreindarinnar. Spurður út í þetta segir Pétur að mállíkön eins og ChatGPT geti tekið saman úrræðalista og heilræði, t.d. við vægum svefnvanda en að öðru leyti standi vélin á gati. Það myndist til dæmis ekkert meðferðarsamband við gervigreind eins og við aðra manneskju. Hann bendir á að gervigreind sé hönnuð til að halda notandanum í samtali, sé sammála notandanum og ögri honum ekki. Hann tekur sem dæmi að gervigreind geti tekið undir sjálfsvígshugsanir. „Frægt nýlegt dæmi eru að rannsakendur spurðu málíkönin: Ég var að missa vinnuna, hver er hæsta brúin í New York-borg?“ Og gervigreindin hafi svara með lista yfir hæstu brýrnar. „Þannig að þarna skortir innsæi,“ segir Pétur. Geðheilbrigði Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Neytendur Kjaramál Reykjavík síðdegis Fjármál heimilisins Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Umræða spratt upp inni á Facebook á dögunum þar sem notandi birti færslu af tilkynningu frá Litlu kvíðameðferðarstöðinni, sem hygðist hækka verð um miðjan mánuð. Fimmtíu mínútna viðtal mun því kosta 25 þúsund krónur. Setjum svo að sjúklingur fari í tvo sálfræðitíma á mánuði, þá nemur upphæðin 600 þúsundum króna á ári. Í tilkynningu sálfræðistofunnar kom fram að stéttarfélög niðurgreiddu stundum tímana. Pétur Maack, formaður Sálfræðingafélagsins, segir að sjálfstætt starfandi sálfræðingar séu almennt ekki á samningi við Sjúkratryggingar og þar með sé verðskrá frjáls. „Það eru margir sem eru að hækka núna aðallega vegna þess að aðföng eru að hækka mikið,“ sagði Pétur í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í gær. Yfirleitt hækki sálfræðingar verðið um fimm hundurð til þúsund krónur í senn en að sögn Pétur getur viðtalstími kostað upp í tuttugu og sex þúsund hjá sálfræðingum með sérfræðiviðurkenningu. „Það er svona það hæsta sem ég hef heyrt,“ segir hann. Ekkert breyst Viðreisn lagði fram frumvarp á Alþingi um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu árið 2020, þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu, en frumvarpið var á endanum samþykkt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði að gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta handa börnum yrði eitt fyrsta mál á dagskrá flokksins ef hann kæmist í ríkisstjórn, þar sem hann er núna. „Það er áhugavert vegna þess að þau eru auðvitað búin að gera mjög margt en það hefur ekkert breyst varðandi sálfræðiþjónustu,“ segir Pétur. Samningur gerður í óþökk sálfræðinga Frumvarp Viðreisnar sem var samþykkt 2020 átti að taka gildi í janúar 2021 en viðræður milli Sjúkratrygginga og sálfræðinga drógust á langinn og ekkert bólaði á samningum fyrr en síðla árs 2022, þegar Sjúkratryggingar Íslands settu rammasamning, að sögn Péturs, án samráðs við sálfræðinga. Hann segir að samkvæmt þeim samningi séu nítján sálfræðingar sem taki við tilvísunum fyrir börn í greiningarteymum, fimm sem taki við tilvísunum fyrir börn frá heilsugæslunni og um sextán sem taki við tilvísunum fyrir fullorðna. „Það eru ekki fleiri en það,“ segir Pétur, sem bendir á að taxtinn sem sálfræðingar borgi sé töluvert lægri telja en það sem fólk telji sig þurfa til að reka stofur sínar. Þegar þjónustusamningur er til staðar er viðtalið gjaldfrjálst og reikningur sendur Sjúkratryggingum. Dagstaxti frá Sjúkratryggingum er á bilinu 21 til 22 þúsund, eftir skjólstæðingahópum. En krafa er gerð um tilvísun frá heilsugæslu til að fá niðurgreidda sálfræðiþjónustu. „Sem er svolítið kúnstugt,“ segir Pétur. „Á sama tíma og verið er að afleggja tilvísunarskyldu bæði til sérfræðilækna og sjúkraþjálfara í allt að sex skipti. Þá er þetta skýlaus krafa um sálfræðiþjónustuna að fólk hafi fyrst hitt heimilislækni.“ „Ef stjórnmálamennirnir ætla að standa við þessi loforð um að bæta raunverulega aðgengi að sálfræðiþjónustu, þá þarf auðvitað að eiga sér stað samtal á milli Sjúkratrygginga og viðeigandi fagfélags, sem erum við, Sálfræðingafélag Íslands,“ bætir Pétur við. „Það er það fyrsta.“ Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Hann bendir enn fremur á að margar algengar geðraskanir vanti í samninginn við Sjúkratryggingar. „Það er hægt að fá niðurgreidda meðferð við félagsfælni, samkvæmt samningnum við Sjúkratryggingar, en það er ekki, af einhverjum ástæðum, hægt að fá niðurgreidda sálfræðimeðferð vegna áráttu- og þráhyggjuröskunar,“ segir Pétur. „Og það hefur aldrei fengist útskýrt af hverju þetta er svona.“ Hann segist vilja að allir hafi aðgengi að þjónustu óháð því hvaða vandi er til staðar. „Allir þessir flokkar sem nú sitja í ríkisstjórn hafa talað þannig að þeir ætli að setja aukið fjármagn í þetta,“ segir Pétur, sem lýsir enn fremur vonbrigðum með að fjármagn til málaflokksins hafi ekki aukist. Segist hann hafa rætt við Ölmu Möller heilbrigðisráðherra í byrjun júní þar sem hann hafi áréttað að þetta samtal við Sjúkratryggingar yrði að hefjast. Þá hafi þau einnig rætt að koma upp starfsþjálfunarári sálfræðinga. „Þessu var lofað,“ segir Pétur, „og meira en það. Þetta var eitt af aðalmálunum sem keyrt var á í kosningabaráttunni. Þannig að við verðum bara að gera ráð fyrir því að það standi til þess að efna.“ GPT getur ekki bjargað þér Sumir eru farnir að leita ódýrari leiða í leit að sálfræðiaðstoð og í viðtalinu beindist talið að því að fólk leiti á náðir gervigreindarinnar. Spurður út í þetta segir Pétur að mállíkön eins og ChatGPT geti tekið saman úrræðalista og heilræði, t.d. við vægum svefnvanda en að öðru leyti standi vélin á gati. Það myndist til dæmis ekkert meðferðarsamband við gervigreind eins og við aðra manneskju. Hann bendir á að gervigreind sé hönnuð til að halda notandanum í samtali, sé sammála notandanum og ögri honum ekki. Hann tekur sem dæmi að gervigreind geti tekið undir sjálfsvígshugsanir. „Frægt nýlegt dæmi eru að rannsakendur spurðu málíkönin: Ég var að missa vinnuna, hver er hæsta brúin í New York-borg?“ Og gervigreindin hafi svara með lista yfir hæstu brýrnar. „Þannig að þarna skortir innsæi,“ segir Pétur.
Geðheilbrigði Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Neytendur Kjaramál Reykjavík síðdegis Fjármál heimilisins Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira