Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 19:49 Bréf sem einn sakborninga reyndi að koma á hann þegar hann var í einangrun hafnaði í höndum fangavarða. Vísir/Anton Brink Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. Ríkisútvarpið greinir frá þessu en þeirra heimildir herma jafnframt að verjandi hins nítján ára hafi þurft að grípa til öryggisráðstafana í kringum heimili sitt vegna málsins auk þess sem að önnur tilraun hafi verið gerð til að hafa áhrif á rannsókn málsins. Líkt og fjallað hefur verið um eru sakborningar í málinu grunaðir um að nema manninn á brott af heimili sínu á Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars. Þeir hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Fórnarlambið var svo skilið eftir helsært á göngustíg í Gufunesi þar sem gangandi vegfarendur komu að því morguninn eftir. Hann lést síðan seinna af sárum sínum. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins fannst bréf á útivistarsvæði gæsluvarðhaldsfanga á Hólmsheiði, þegar mennirnir þrír sem höfðu stöðu sakbornings í málinu voru allir í einangrun. Í bréfinu sé yngsti sakborningurinn beðinn um að taka á sig alla sök. Vísað sé til ungs aldurs drengsins og því fengi hann ekki þungan dóm. „Í mesta lagi eitt og hálft ár,“ segi í bréfinu. Þar segir jafnframt að bréfið hafi verið handskrifað og undirritað af öðrum sakborningi í málinu. Myndbandsupptökurnar sýni þann sama skilja bréfið eftir. Í bréfinu kemur fram, samkvæmt umfjöllun RÚV, að sakborningurinn ungi eigi að skipta um lögmann og tekið er fram að búið sé að ræða við lögmann sem geti annast málið. Hann kæmi út sem „legend“ tæki hann sökina á sig. Að lokum er sagt að treyst sé á hann og hann beðinn um að kveikja í bréfinu. réfið komst hins vegar aldrei í hendur sakborningsins því annar fangi hafi fundið það og komið því í hendur fangavarða. Í fréttum Ríkisútvarpsins segir einnig að reynt hafi verið að ná til hins sakborningsins unga í gegnum nána aðstandendur hans. Þeir hafi hins vegar ekki orðið við kröfum um að koma skilaboðum til hans. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Neita öll sök í Gufunessmálinu Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. 23. júní 2025 11:09 Dæmdur fyrir líkamsárás á meðan hann er grunaður um morð Sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur Lúkasar Geirs Ingvarssonar fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann í Hafnarstræti var staðfestur af Landsrétti í dag. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. 19. júní 2025 19:10 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu en þeirra heimildir herma jafnframt að verjandi hins nítján ára hafi þurft að grípa til öryggisráðstafana í kringum heimili sitt vegna málsins auk þess sem að önnur tilraun hafi verið gerð til að hafa áhrif á rannsókn málsins. Líkt og fjallað hefur verið um eru sakborningar í málinu grunaðir um að nema manninn á brott af heimili sínu á Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars. Þeir hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Fórnarlambið var svo skilið eftir helsært á göngustíg í Gufunesi þar sem gangandi vegfarendur komu að því morguninn eftir. Hann lést síðan seinna af sárum sínum. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins fannst bréf á útivistarsvæði gæsluvarðhaldsfanga á Hólmsheiði, þegar mennirnir þrír sem höfðu stöðu sakbornings í málinu voru allir í einangrun. Í bréfinu sé yngsti sakborningurinn beðinn um að taka á sig alla sök. Vísað sé til ungs aldurs drengsins og því fengi hann ekki þungan dóm. „Í mesta lagi eitt og hálft ár,“ segi í bréfinu. Þar segir jafnframt að bréfið hafi verið handskrifað og undirritað af öðrum sakborningi í málinu. Myndbandsupptökurnar sýni þann sama skilja bréfið eftir. Í bréfinu kemur fram, samkvæmt umfjöllun RÚV, að sakborningurinn ungi eigi að skipta um lögmann og tekið er fram að búið sé að ræða við lögmann sem geti annast málið. Hann kæmi út sem „legend“ tæki hann sökina á sig. Að lokum er sagt að treyst sé á hann og hann beðinn um að kveikja í bréfinu. réfið komst hins vegar aldrei í hendur sakborningsins því annar fangi hafi fundið það og komið því í hendur fangavarða. Í fréttum Ríkisútvarpsins segir einnig að reynt hafi verið að ná til hins sakborningsins unga í gegnum nána aðstandendur hans. Þeir hafi hins vegar ekki orðið við kröfum um að koma skilaboðum til hans.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Neita öll sök í Gufunessmálinu Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. 23. júní 2025 11:09 Dæmdur fyrir líkamsárás á meðan hann er grunaður um morð Sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur Lúkasar Geirs Ingvarssonar fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann í Hafnarstræti var staðfestur af Landsrétti í dag. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. 19. júní 2025 19:10 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43
Neita öll sök í Gufunessmálinu Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. 23. júní 2025 11:09
Dæmdur fyrir líkamsárás á meðan hann er grunaður um morð Sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur Lúkasar Geirs Ingvarssonar fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann í Hafnarstræti var staðfestur af Landsrétti í dag. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. 19. júní 2025 19:10