Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 19:49 Bréf sem einn sakborninga reyndi að koma á hann þegar hann var í einangrun hafnaði í höndum fangavarða. Vísir/Anton Brink Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. Ríkisútvarpið greinir frá þessu en þeirra heimildir herma jafnframt að verjandi hins nítján ára hafi þurft að grípa til öryggisráðstafana í kringum heimili sitt vegna málsins auk þess sem að önnur tilraun hafi verið gerð til að hafa áhrif á rannsókn málsins. Líkt og fjallað hefur verið um eru sakborningar í málinu grunaðir um að nema manninn á brott af heimili sínu á Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars. Þeir hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Fórnarlambið var svo skilið eftir helsært á göngustíg í Gufunesi þar sem gangandi vegfarendur komu að því morguninn eftir. Hann lést síðan seinna af sárum sínum. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins fannst bréf á útivistarsvæði gæsluvarðhaldsfanga á Hólmsheiði, þegar mennirnir þrír sem höfðu stöðu sakbornings í málinu voru allir í einangrun. Í bréfinu sé yngsti sakborningurinn beðinn um að taka á sig alla sök. Vísað sé til ungs aldurs drengsins og því fengi hann ekki þungan dóm. „Í mesta lagi eitt og hálft ár,“ segi í bréfinu. Þar segir jafnframt að bréfið hafi verið handskrifað og undirritað af öðrum sakborningi í málinu. Myndbandsupptökurnar sýni þann sama skilja bréfið eftir. Í bréfinu kemur fram, samkvæmt umfjöllun RÚV, að sakborningurinn ungi eigi að skipta um lögmann og tekið er fram að búið sé að ræða við lögmann sem geti annast málið. Hann kæmi út sem „legend“ tæki hann sökina á sig. Að lokum er sagt að treyst sé á hann og hann beðinn um að kveikja í bréfinu. réfið komst hins vegar aldrei í hendur sakborningsins því annar fangi hafi fundið það og komið því í hendur fangavarða. Í fréttum Ríkisútvarpsins segir einnig að reynt hafi verið að ná til hins sakborningsins unga í gegnum nána aðstandendur hans. Þeir hafi hins vegar ekki orðið við kröfum um að koma skilaboðum til hans. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Neita öll sök í Gufunessmálinu Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. 23. júní 2025 11:09 Dæmdur fyrir líkamsárás á meðan hann er grunaður um morð Sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur Lúkasar Geirs Ingvarssonar fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann í Hafnarstræti var staðfestur af Landsrétti í dag. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. 19. júní 2025 19:10 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu en þeirra heimildir herma jafnframt að verjandi hins nítján ára hafi þurft að grípa til öryggisráðstafana í kringum heimili sitt vegna málsins auk þess sem að önnur tilraun hafi verið gerð til að hafa áhrif á rannsókn málsins. Líkt og fjallað hefur verið um eru sakborningar í málinu grunaðir um að nema manninn á brott af heimili sínu á Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars. Þeir hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Fórnarlambið var svo skilið eftir helsært á göngustíg í Gufunesi þar sem gangandi vegfarendur komu að því morguninn eftir. Hann lést síðan seinna af sárum sínum. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins fannst bréf á útivistarsvæði gæsluvarðhaldsfanga á Hólmsheiði, þegar mennirnir þrír sem höfðu stöðu sakbornings í málinu voru allir í einangrun. Í bréfinu sé yngsti sakborningurinn beðinn um að taka á sig alla sök. Vísað sé til ungs aldurs drengsins og því fengi hann ekki þungan dóm. „Í mesta lagi eitt og hálft ár,“ segi í bréfinu. Þar segir jafnframt að bréfið hafi verið handskrifað og undirritað af öðrum sakborningi í málinu. Myndbandsupptökurnar sýni þann sama skilja bréfið eftir. Í bréfinu kemur fram, samkvæmt umfjöllun RÚV, að sakborningurinn ungi eigi að skipta um lögmann og tekið er fram að búið sé að ræða við lögmann sem geti annast málið. Hann kæmi út sem „legend“ tæki hann sökina á sig. Að lokum er sagt að treyst sé á hann og hann beðinn um að kveikja í bréfinu. réfið komst hins vegar aldrei í hendur sakborningsins því annar fangi hafi fundið það og komið því í hendur fangavarða. Í fréttum Ríkisútvarpsins segir einnig að reynt hafi verið að ná til hins sakborningsins unga í gegnum nána aðstandendur hans. Þeir hafi hins vegar ekki orðið við kröfum um að koma skilaboðum til hans.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Neita öll sök í Gufunessmálinu Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. 23. júní 2025 11:09 Dæmdur fyrir líkamsárás á meðan hann er grunaður um morð Sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur Lúkasar Geirs Ingvarssonar fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann í Hafnarstræti var staðfestur af Landsrétti í dag. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. 19. júní 2025 19:10 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43
Neita öll sök í Gufunessmálinu Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. 23. júní 2025 11:09
Dæmdur fyrir líkamsárás á meðan hann er grunaður um morð Sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur Lúkasar Geirs Ingvarssonar fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann í Hafnarstræti var staðfestur af Landsrétti í dag. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. 19. júní 2025 19:10