Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2025 21:00 Ferðamenn virðast löngum hafa haft það áhugamál að stafla steinum hvar sem þeir koma. Vísir/GVA Leiðsögumaður segir ferðamenn ekki átta sig á náttúruspjöllum sem þeir fremji með því að reisa vörður hvar sem þeir koma á landinu. Vörður hafa jafnvel verið reistar í miðborginni, komist ferðamennirnir í nógu marga steina. Leiðsögumaður segir áhuga ferðamanna á vörðugerð vera vandamál, og það sé hreint ekki nýtt af nálinni. „Þetta er einhver ótrúleg þörf hjá fólki að skilja eftir, að þau telja, listaverk sem segir „ég var hér,“ segir leiðsögumaðurinn Hildur Þöll Ágústsdóttir. Víða séu bæði leiðsögumenn og landverðir duglegir að sparka vörðunum niður, þar sem þeir sjái þær. „Oft á tíðum eru þetta náttúruspjöll því það er verið að taka steina sem eru búnir að vera fastir í aldir, og það er verið að breyta landslagi. Þannig að það getur ekki verið neitt annað en náttúruspjöll.“ Vandamálið sé stærra þar sem ferðamenn séu fleiri. „Laufskálavarða er annar staður, þetta var orðið mikið vandamál á Þingvöllum fyrir nokkrum árum. Þau tóku sig bara til og girtu af svæðið. En það má sjá þetta mjög víða,“ segir Hildur. Ferðamenn hafa jafnvel tekið upp á því að stafla steinum í miðborginni, til að mynda í námunda við Hörpu. Hildur segir ferðamenn virðast telja að þeir séu að skapa einhvers konar listaverk með vörðugerðinni. Það sé þó öðru nær.Vísir/Vésteinn Og það er ekki bara á Íslandi þar sem fólk hefur amast yfir vörðugerðargleði ferðamanna, eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að ofan. Hildur segir fátt til ráða, annað en að fræða ferðamenn um hvers kyns ósiður vörðugerðin sé. „Ísland er ekki Disneyland, það er ekki allt leyfilegt hérna.“ Mælirðu með því fyrir fólk sem er að horfa, ef það rekst á þetta, að sparka þessu niður? „Já, kannski ekki að dúndra þessu niður en reyna svona að ímynda sér hvernig steinarnir lágu. Reyna að koma þessu niður á sem náttúrulegastan hátt aftur.“ Í gegnum tíðina hefur nokkuð oft verið fjallað um þetta háttalag ferðamann, íslenskra og erlendra, en fátt virðist þó hafa breyst. Hér að neðan má sjá nokkrar fréttir sem birst hafa á síðustu árum um vörðuglaða ferðamenn. Ferðaþjónusta Umhverfismál Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á "listaverkum“ ferðamanna við Hörpu "Þetta er algerlega óþolandi, og verulega hættulegt náttúru og ímynd landsins,“ segir reyndur leiðsögumaður. 17. febrúar 2017 11:27 Skera upp herör gegn ferðamannavörðum Leiðsögumenn segja að vörður sem ferðamenn hlaða séu stórt vandamál í náttúru Íslands. Hópur leiðsögumanna fór á föstudaginn í ferð gagngert til þess að fella vörður, sem þeir kalla raunar vörtur. 21. september 2008 20:44 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
Leiðsögumaður segir áhuga ferðamanna á vörðugerð vera vandamál, og það sé hreint ekki nýtt af nálinni. „Þetta er einhver ótrúleg þörf hjá fólki að skilja eftir, að þau telja, listaverk sem segir „ég var hér,“ segir leiðsögumaðurinn Hildur Þöll Ágústsdóttir. Víða séu bæði leiðsögumenn og landverðir duglegir að sparka vörðunum niður, þar sem þeir sjái þær. „Oft á tíðum eru þetta náttúruspjöll því það er verið að taka steina sem eru búnir að vera fastir í aldir, og það er verið að breyta landslagi. Þannig að það getur ekki verið neitt annað en náttúruspjöll.“ Vandamálið sé stærra þar sem ferðamenn séu fleiri. „Laufskálavarða er annar staður, þetta var orðið mikið vandamál á Þingvöllum fyrir nokkrum árum. Þau tóku sig bara til og girtu af svæðið. En það má sjá þetta mjög víða,“ segir Hildur. Ferðamenn hafa jafnvel tekið upp á því að stafla steinum í miðborginni, til að mynda í námunda við Hörpu. Hildur segir ferðamenn virðast telja að þeir séu að skapa einhvers konar listaverk með vörðugerðinni. Það sé þó öðru nær.Vísir/Vésteinn Og það er ekki bara á Íslandi þar sem fólk hefur amast yfir vörðugerðargleði ferðamanna, eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að ofan. Hildur segir fátt til ráða, annað en að fræða ferðamenn um hvers kyns ósiður vörðugerðin sé. „Ísland er ekki Disneyland, það er ekki allt leyfilegt hérna.“ Mælirðu með því fyrir fólk sem er að horfa, ef það rekst á þetta, að sparka þessu niður? „Já, kannski ekki að dúndra þessu niður en reyna svona að ímynda sér hvernig steinarnir lágu. Reyna að koma þessu niður á sem náttúrulegastan hátt aftur.“ Í gegnum tíðina hefur nokkuð oft verið fjallað um þetta háttalag ferðamann, íslenskra og erlendra, en fátt virðist þó hafa breyst. Hér að neðan má sjá nokkrar fréttir sem birst hafa á síðustu árum um vörðuglaða ferðamenn.
Ferðaþjónusta Umhverfismál Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á "listaverkum“ ferðamanna við Hörpu "Þetta er algerlega óþolandi, og verulega hættulegt náttúru og ímynd landsins,“ segir reyndur leiðsögumaður. 17. febrúar 2017 11:27 Skera upp herör gegn ferðamannavörðum Leiðsögumenn segja að vörður sem ferðamenn hlaða séu stórt vandamál í náttúru Íslands. Hópur leiðsögumanna fór á föstudaginn í ferð gagngert til þess að fella vörður, sem þeir kalla raunar vörtur. 21. september 2008 20:44 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
Skiptar skoðanir á "listaverkum“ ferðamanna við Hörpu "Þetta er algerlega óþolandi, og verulega hættulegt náttúru og ímynd landsins,“ segir reyndur leiðsögumaður. 17. febrúar 2017 11:27
Skera upp herör gegn ferðamannavörðum Leiðsögumenn segja að vörður sem ferðamenn hlaða séu stórt vandamál í náttúru Íslands. Hópur leiðsögumanna fór á föstudaginn í ferð gagngert til þess að fella vörður, sem þeir kalla raunar vörtur. 21. september 2008 20:44