Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 18:57 Gil S. Epstein bauðst til að halda fyrirlesturinn endurgjaldslaust, segir Gylfi. Vísir/Samsett Gylfi Zoega sem stóð fyrir fyrirlestri ísraelsks hagfræðings á Þjóðminjasafninu í dag segir það hafa verið mat skipuleggjenda að ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrri að þeir geti lýst niðurstöðum rannsókna. Mótmælendur hleyptu upp fundinum áður en hann hófst. Til stóð að Gil S. Epstein, prófessor í hagfræði við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, héldi fyrirlestur um áhrif gervigreindar á mismunandi starfstéttir í dag. Fyrirlesturinn var haldinn á vegum Rannsóknarstofnunin um lífeyrismál (PRICE) sem Gylfi Zoega fer fyrir ásamt Þorsteini Sigurði Sveinssyni, hagfræðingi á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands. Gil S. Epstein hefur að sögn Gylfa getið sér gott orð sem hagfræðingur og birt tugi fræðigreina, einkum á sviði rannsókna á búferlaflutningum. Hann er einn ritstjóra Journal og Population Economics og er félagi í IZA-stofnuninni í Bonn í Þýskalandi. Umræða um fyrirlesturinn hófst í gær og settu starfsmenn háskólans og aðrir spurningarmerki við komu Epstein. Ingólfur Gíslason aðjúnkt við menntavísindasvið benti meðal annars á skýrslu sem unnin var við Erasmus-háskóla í Rotterdam þar sem fram kemur að fræðimenn við Bar-Ilan-háskóla stundi meðal annars rannsóknir á sviði hergagna fyrir ísraelska herinn. Í skýrslunni er það raunar metið sem svo að samstarf háskólans við hernaðaryfirvöld í Ísrael jafngildi beinni þátttöku í mannréttindabrotum. Gylfi segir í samtali við fréttastofu að hann hafi rætt við Epstein sem hafi fullvissað hann um að hann hefði engin tengsl við Ísraelsher eða leyniþjónustu en hefði verið sviðsforseti sem margar deildir og stofnanir innan háskólans heyrðu undir. Tengsl hans við stjórnvöld felist í setu í ráðgjafaráði um gervigreind. „Það var mat skipuleggjanda að ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir geti lýst niðurstöðum rannsókna sem eru alls óskyldar stjórnmálum og styrjöldum svo fremi sem ekki sé sýnt fram á ábyrgð þeirra á óhæfuverkum,“ segir hann svo í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum. Gylfi segist hafa reynt að koma því á framfæri að fyrirlesturinn væri ópólitískur og beðið Epstein um að hundsa spurningar sem beindust að ódæðum Ísraels á Gasasvæðinu en að hann hafi ekki haft erindi sem erfiði vegna mótmælanna. Fundinum var því aflýst í raun áður en hann hófst Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Háskólar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Til stóð að Gil S. Epstein, prófessor í hagfræði við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, héldi fyrirlestur um áhrif gervigreindar á mismunandi starfstéttir í dag. Fyrirlesturinn var haldinn á vegum Rannsóknarstofnunin um lífeyrismál (PRICE) sem Gylfi Zoega fer fyrir ásamt Þorsteini Sigurði Sveinssyni, hagfræðingi á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands. Gil S. Epstein hefur að sögn Gylfa getið sér gott orð sem hagfræðingur og birt tugi fræðigreina, einkum á sviði rannsókna á búferlaflutningum. Hann er einn ritstjóra Journal og Population Economics og er félagi í IZA-stofnuninni í Bonn í Þýskalandi. Umræða um fyrirlesturinn hófst í gær og settu starfsmenn háskólans og aðrir spurningarmerki við komu Epstein. Ingólfur Gíslason aðjúnkt við menntavísindasvið benti meðal annars á skýrslu sem unnin var við Erasmus-háskóla í Rotterdam þar sem fram kemur að fræðimenn við Bar-Ilan-háskóla stundi meðal annars rannsóknir á sviði hergagna fyrir ísraelska herinn. Í skýrslunni er það raunar metið sem svo að samstarf háskólans við hernaðaryfirvöld í Ísrael jafngildi beinni þátttöku í mannréttindabrotum. Gylfi segir í samtali við fréttastofu að hann hafi rætt við Epstein sem hafi fullvissað hann um að hann hefði engin tengsl við Ísraelsher eða leyniþjónustu en hefði verið sviðsforseti sem margar deildir og stofnanir innan háskólans heyrðu undir. Tengsl hans við stjórnvöld felist í setu í ráðgjafaráði um gervigreind. „Það var mat skipuleggjanda að ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir geti lýst niðurstöðum rannsókna sem eru alls óskyldar stjórnmálum og styrjöldum svo fremi sem ekki sé sýnt fram á ábyrgð þeirra á óhæfuverkum,“ segir hann svo í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum. Gylfi segist hafa reynt að koma því á framfæri að fyrirlesturinn væri ópólitískur og beðið Epstein um að hundsa spurningar sem beindust að ódæðum Ísraels á Gasasvæðinu en að hann hafi ekki haft erindi sem erfiði vegna mótmælanna. Fundinum var því aflýst í raun áður en hann hófst
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Háskólar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira