Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 11:35 Herjólfsdalur. Vísir/Sigurjón Lögregluembættið í Vestmannaeyjum mun ekki greina frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð fyrr en búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola. Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir í samtali við fréttastofu að verklagsreglur hvað þetta varðar séu í takt við það sem verið hefur undanfarin ár. Lögregluembættið sé ekki að leyna hugsanlegum kynferðisbrotum eða hylma yfir þau, síður en svo, heldur sé ekki farið djúpt í tölfræði hvað þetta varðar í fjölmiðlum þegar rannsóknarhagsmunir séu í húfi. Þetta verklag lögreglunnar hefur iðulega sætt gagnrýni síðan tekið var upp á því árið 2015, með bréfi sem þáverandi lögreglustjóri Vestmannaeyja sendi á alla viðbragðsaðila, þar sem þeir voru beðnir um að verjast allra fregna af kynferðisbrotamálum í rannsókn. Stigamót gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu ekki til hagsbóta fyrir brotaþola að dregið sé að greint sé frá brotum sem upp koma. Þá hefur verið vísað til þess að hér er ekki um samræmt verklag lögregluembætta að ræða en flest önnur embætti hafa þann hátt á að greina frá tilkynningum um brot sem þessi jafnharðan. Hátíðin hafi farið vel fram og flestir til fyrirmyndar Samkvæmt upplýsingum lögregluembættisins í Vestmannaeyjum sinnti lögreglan samtals 287 málum og verkefnum sem tengdust hátíðinni auk þess að halda úti öflugu eftirliti. Að mati lögreglunnar fór hátíðin vel fram og voru flestir gestir til fyrirmyndar. „Þegar þetta er skrifað eru 18 hegningarlagabrot skráð í lögreglukerfið, flest ofbeldisbrot. Þá eru 23 sérrefsilagabrot skráð, flest áfengislagabrot og fíkniefnalagabrot. Nokkur umferðarlagabrot. Málin eru flest öll í rannsókn, en nokkrum hefur þegar verið lokið með svokallaðri lögreglustjórasátt (sekt),“ segir í tilkynningu lögreglu. Samtals gistu 11 fangageymslur yfir hátíðina. „Það má þó reikna með að lögreglunni berist frekari tilkynningar um brot á næstu dögum, en lögreglu berast iðulega tilkynningar um brot eftir að hátíðin er yfirstaðin. Þessi tölfræði er því sett fram með þeim fyrirvara,“ segir í tilkynningu lögreglu. Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að engar stórfelldar líkamsárásir hafi komið á borð lögreglu enn sem komið er. „En það eru mörg mál í rannsókn. Svo má reikna með að lögreglunni berist frekari tilkynningar næstu daga, þannig við förum ekki djúpt í tölfræðina að svo stöddu.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Lögreglumál Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. 5. ágúst 2025 20:02 Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. 4. ágúst 2024 19:37 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir í samtali við fréttastofu að verklagsreglur hvað þetta varðar séu í takt við það sem verið hefur undanfarin ár. Lögregluembættið sé ekki að leyna hugsanlegum kynferðisbrotum eða hylma yfir þau, síður en svo, heldur sé ekki farið djúpt í tölfræði hvað þetta varðar í fjölmiðlum þegar rannsóknarhagsmunir séu í húfi. Þetta verklag lögreglunnar hefur iðulega sætt gagnrýni síðan tekið var upp á því árið 2015, með bréfi sem þáverandi lögreglustjóri Vestmannaeyja sendi á alla viðbragðsaðila, þar sem þeir voru beðnir um að verjast allra fregna af kynferðisbrotamálum í rannsókn. Stigamót gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu ekki til hagsbóta fyrir brotaþola að dregið sé að greint sé frá brotum sem upp koma. Þá hefur verið vísað til þess að hér er ekki um samræmt verklag lögregluembætta að ræða en flest önnur embætti hafa þann hátt á að greina frá tilkynningum um brot sem þessi jafnharðan. Hátíðin hafi farið vel fram og flestir til fyrirmyndar Samkvæmt upplýsingum lögregluembættisins í Vestmannaeyjum sinnti lögreglan samtals 287 málum og verkefnum sem tengdust hátíðinni auk þess að halda úti öflugu eftirliti. Að mati lögreglunnar fór hátíðin vel fram og voru flestir gestir til fyrirmyndar. „Þegar þetta er skrifað eru 18 hegningarlagabrot skráð í lögreglukerfið, flest ofbeldisbrot. Þá eru 23 sérrefsilagabrot skráð, flest áfengislagabrot og fíkniefnalagabrot. Nokkur umferðarlagabrot. Málin eru flest öll í rannsókn, en nokkrum hefur þegar verið lokið með svokallaðri lögreglustjórasátt (sekt),“ segir í tilkynningu lögreglu. Samtals gistu 11 fangageymslur yfir hátíðina. „Það má þó reikna með að lögreglunni berist frekari tilkynningar um brot á næstu dögum, en lögreglu berast iðulega tilkynningar um brot eftir að hátíðin er yfirstaðin. Þessi tölfræði er því sett fram með þeim fyrirvara,“ segir í tilkynningu lögreglu. Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að engar stórfelldar líkamsárásir hafi komið á borð lögreglu enn sem komið er. „En það eru mörg mál í rannsókn. Svo má reikna með að lögreglunni berist frekari tilkynningar næstu daga, þannig við förum ekki djúpt í tölfræðina að svo stöddu.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Lögreglumál Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. 5. ágúst 2025 20:02 Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. 4. ágúst 2024 19:37 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. 5. ágúst 2025 20:02
Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. 4. ágúst 2024 19:37