Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2025 08:00 Frjálsíþróttakonan Amalie Iuel með barnið sitt Stom. @amalieiuel Frjálsíþróttakonur þurfa hér eftir að gangast undir kynjapróf, svokallað genapróf, til að fá keppnisrétt á alþjóðlegum frjálsíþróttamótum í framtíðinni. Allar konur sem vilja keppa, á HM, á EM, á Ólympíuleikum eða öðrum mótum sem gefa alþjóðleg stig, þurfa að sanna það með genaprófi að þær séu konur. Það skiptir ekki máli hvort að þær hafi keppt sem konur alla tíð, því aðeins það að standast umrætt genapróf, tryggir þeim þátttökurétt. Norska frjálsíþróttakonan Amalie Iuel er i sömu stöðu og allar hinar frjálsíþróttakonurnar. Það skiptir engu máli að hún sé tiltölulega nýbúin að fæða barn. Norska ríkisútvarpið fjallar um hennar stöðu. Sebastian Coe, forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, segir að þessi regla hafi það markmið að verja keppni kvenna í frjálsum íþróttum. „Það sem við erum að segja með þessu er að til þess að fá að keppa í kvennaflokki þá þarftu að vera líffræðilega kvenkyns. Það hefur alltaf verið á hreinu í mínum augum og augum allra hjá sambandinu að skilgreiningin trompar ekki líffræðilega hlutann,“ sagði Sebastian Coe. Það finnst varla meiri sönnun á því að þú sért kona ef þú hefur gengið með og fætt barn. Það dugar samt ekki til hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu. „Það er pirrandi að þurfa að fara í þetta próf en þeir vilja víst tryggja það að þú keppir í réttum flokki,“ sagði Amalie Iuel við norska ríkisútvarpið. Iuel finnst það þversagnarkennt að konur sem hafa eignast barn séu skyldaðar í slíkt próf. „Ég er nú nokkuð örugg með mig sjálfa og hver útkoman verður úr mínu prófi. Það kostar mig heldur ekki mikið að taka þetta próf. Ef reglurnar eru svona þá þarf ég bara að fara í það,“ sagði Iuel. Frjálsar íþróttir Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Allar konur sem vilja keppa, á HM, á EM, á Ólympíuleikum eða öðrum mótum sem gefa alþjóðleg stig, þurfa að sanna það með genaprófi að þær séu konur. Það skiptir ekki máli hvort að þær hafi keppt sem konur alla tíð, því aðeins það að standast umrætt genapróf, tryggir þeim þátttökurétt. Norska frjálsíþróttakonan Amalie Iuel er i sömu stöðu og allar hinar frjálsíþróttakonurnar. Það skiptir engu máli að hún sé tiltölulega nýbúin að fæða barn. Norska ríkisútvarpið fjallar um hennar stöðu. Sebastian Coe, forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, segir að þessi regla hafi það markmið að verja keppni kvenna í frjálsum íþróttum. „Það sem við erum að segja með þessu er að til þess að fá að keppa í kvennaflokki þá þarftu að vera líffræðilega kvenkyns. Það hefur alltaf verið á hreinu í mínum augum og augum allra hjá sambandinu að skilgreiningin trompar ekki líffræðilega hlutann,“ sagði Sebastian Coe. Það finnst varla meiri sönnun á því að þú sért kona ef þú hefur gengið með og fætt barn. Það dugar samt ekki til hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu. „Það er pirrandi að þurfa að fara í þetta próf en þeir vilja víst tryggja það að þú keppir í réttum flokki,“ sagði Amalie Iuel við norska ríkisútvarpið. Iuel finnst það þversagnarkennt að konur sem hafa eignast barn séu skyldaðar í slíkt próf. „Ég er nú nokkuð örugg með mig sjálfa og hver útkoman verður úr mínu prófi. Það kostar mig heldur ekki mikið að taka þetta próf. Ef reglurnar eru svona þá þarf ég bara að fara í það,“ sagði Iuel.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira