Jorge Costa látinn Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2025 15:51 Costa í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sumarið 2004. Porto vann leikinn við Mónakó 3-0 og varð Evrópumeistari í fyrsta sinn. Mike Egerton/EMPICS via Getty Images Jorge Costa, fyrrum fyrirliði og yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto, er látinn aðeins 53 ára að aldri. Costa lést eftir hjartaáfall. Portúgalskir fjölmiðlar greina frá tíðindunum. Costa fékk hjartaáfall í dag og lést. Porto tilkynnti um fráfall hans og syrgir fallinn félaga. „Porto lýsir djúpri sorg og skelfingu vegna andláts goðsagnar í sögu félagsins,“ segir í yfirlýsingu Porto. „Arfleifð Jorge Costa mun lifa í minningum allra stuðningsmanna Porto. Þú munt aldrei gleymast, fyrirliði,“ segir þar enn fremur. Costa var starfandi sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto þegar hann lést. Samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum fann hann til óþæginda í morgun og var fluttur á São João-spítala í Porto-borg. Þar fékk hann hjartaáfall á bráðamótttökunni og lést. Jorge Costa deixou-nos. Um de nós, um líder, capitão, exemplo. Um símbolo do FC Porto.Obrigado por seres FC Porto até ao fim.Até sempre, Jorge Costa. pic.twitter.com/XTmW5WVEHj— FC Porto (@FCPorto) August 5, 2025 Hann hafði sinnt starfinu frá því sumarið 2024 en áður hafði hann starfað sem þjálfari víða um heim. Hann stýrði til að mynda liðum Braga, Olhanense og Academica í Portúgal en þjálfaraferill hans hafði einnig dregið hann til Rúmeníu, Kýpur, Frakklands, Indlands og Túnis auk þess sem hann stýrði landsliði Gabon um tveggja ára skeið. Costa hafði starfað fyrir Porto í rúmt ár þegar hann lést. Hann hafði verið þjálfari víða um heim frá 2007 til 2024 áður en hann var ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto síðasta sumar.Gualter Fatia/Getty Images Costa er af mörgum talinn einn traustasti þjónn í sögu Porto sem leikmaður. Hann spilaði tæplega 400 leiki fyrir liðið frá 1992 til 2005. Hann vann portúgölsku deildina átta sinnum auk þess sem hann var hluti af liði Porto undir stjórn José Mourinho sem vann Meistaradeild Evrópu sumarið 2004. Costa lék 50 landsleiki fyrir Portúgal frá 1992 til 2002 og skoraði í þeim tvö mörk. Portúgal Portúgalski boltinn Andlát Fótbolti Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Portúgalskir fjölmiðlar greina frá tíðindunum. Costa fékk hjartaáfall í dag og lést. Porto tilkynnti um fráfall hans og syrgir fallinn félaga. „Porto lýsir djúpri sorg og skelfingu vegna andláts goðsagnar í sögu félagsins,“ segir í yfirlýsingu Porto. „Arfleifð Jorge Costa mun lifa í minningum allra stuðningsmanna Porto. Þú munt aldrei gleymast, fyrirliði,“ segir þar enn fremur. Costa var starfandi sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto þegar hann lést. Samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum fann hann til óþæginda í morgun og var fluttur á São João-spítala í Porto-borg. Þar fékk hann hjartaáfall á bráðamótttökunni og lést. Jorge Costa deixou-nos. Um de nós, um líder, capitão, exemplo. Um símbolo do FC Porto.Obrigado por seres FC Porto até ao fim.Até sempre, Jorge Costa. pic.twitter.com/XTmW5WVEHj— FC Porto (@FCPorto) August 5, 2025 Hann hafði sinnt starfinu frá því sumarið 2024 en áður hafði hann starfað sem þjálfari víða um heim. Hann stýrði til að mynda liðum Braga, Olhanense og Academica í Portúgal en þjálfaraferill hans hafði einnig dregið hann til Rúmeníu, Kýpur, Frakklands, Indlands og Túnis auk þess sem hann stýrði landsliði Gabon um tveggja ára skeið. Costa hafði starfað fyrir Porto í rúmt ár þegar hann lést. Hann hafði verið þjálfari víða um heim frá 2007 til 2024 áður en hann var ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto síðasta sumar.Gualter Fatia/Getty Images Costa er af mörgum talinn einn traustasti þjónn í sögu Porto sem leikmaður. Hann spilaði tæplega 400 leiki fyrir liðið frá 1992 til 2005. Hann vann portúgölsku deildina átta sinnum auk þess sem hann var hluti af liði Porto undir stjórn José Mourinho sem vann Meistaradeild Evrópu sumarið 2004. Costa lék 50 landsleiki fyrir Portúgal frá 1992 til 2002 og skoraði í þeim tvö mörk.
Portúgal Portúgalski boltinn Andlát Fótbolti Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira