Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 11:01 Leikmenn Ludwigsburg fagna sigri á Vipers Kristiansand en nú eru bæði félögin farin á hausinn. Getty/Marco Wolf Þýskalandsmeistarar Ludwigsburg í kvennahandbolta glíma við mikil fjárhagsvandræði þrátt fyrir mikla velgengi inn á handboltavellinum. Það var vitað að félagið væri að róa lífróður til að reyna að bjarga félaginu. Nýjustu fréttirnar eru þær að félagið þurfti að segja upp öllum leikmönnum sínum. Félagið hafði verið tekið til gjaldþrotaskipta fyrir einni og hálfri viku síðan en frá og með gærdeginum þurfa leikmenn þess að leita sér að nýju liði. Þetta gerist stuttu fyrir nýtt tímabil. Danska ríkisútvarpið segir frá. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun en óumflýjanlegt eftir nákvæma skoðun,“ sagði Holger Leichtle, sem er yfirumsjónarmaður gjaldþrotaskiptanna. „Það er ekki réttlátt að halda leikmönnum föstum hjá félaginu í þessum kringumstæðum. Við létum félagið vita af ákvörðun okkar í dag,“ sagði Leichtle. Ludwigsburg hét áður SG BBM Bietigheim og var í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2024. Stjórn félagsins reyndi að bjarga félaginu með því að biðla til félaga á svæðinu en það gekk ekki eftir. „Við reyndum okkar besta en á endanum var það því miður ekki nóg til að brúa bilið,“ skrifaði félagið á heimasíðu sinni. Þetta er í annað skiptið á sex mánuðum þar sem eitt besta kvennahandboltafélag Evrópu þarf að losa sig við leikmenn sína en það gerðist líka þegar norska stórliðið Vipers fór á hausinn í ársbyrjun þrátt fyrir að vinna Meistaradeildina 2021, 2022 og 2023. Ludwigsburg vann tvöfalt á síðustu leiktíð og hefur orðið þýskur meistari undanfarin fjögur tímabil. Liðið vann sjö af átta titlum í boði í þýska handboltanum frá og með 2022. Þýski handboltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Það var vitað að félagið væri að róa lífróður til að reyna að bjarga félaginu. Nýjustu fréttirnar eru þær að félagið þurfti að segja upp öllum leikmönnum sínum. Félagið hafði verið tekið til gjaldþrotaskipta fyrir einni og hálfri viku síðan en frá og með gærdeginum þurfa leikmenn þess að leita sér að nýju liði. Þetta gerist stuttu fyrir nýtt tímabil. Danska ríkisútvarpið segir frá. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun en óumflýjanlegt eftir nákvæma skoðun,“ sagði Holger Leichtle, sem er yfirumsjónarmaður gjaldþrotaskiptanna. „Það er ekki réttlátt að halda leikmönnum föstum hjá félaginu í þessum kringumstæðum. Við létum félagið vita af ákvörðun okkar í dag,“ sagði Leichtle. Ludwigsburg hét áður SG BBM Bietigheim og var í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2024. Stjórn félagsins reyndi að bjarga félaginu með því að biðla til félaga á svæðinu en það gekk ekki eftir. „Við reyndum okkar besta en á endanum var það því miður ekki nóg til að brúa bilið,“ skrifaði félagið á heimasíðu sinni. Þetta er í annað skiptið á sex mánuðum þar sem eitt besta kvennahandboltafélag Evrópu þarf að losa sig við leikmenn sína en það gerðist líka þegar norska stórliðið Vipers fór á hausinn í ársbyrjun þrátt fyrir að vinna Meistaradeildina 2021, 2022 og 2023. Ludwigsburg vann tvöfalt á síðustu leiktíð og hefur orðið þýskur meistari undanfarin fjögur tímabil. Liðið vann sjö af átta titlum í boði í þýska handboltanum frá og með 2022.
Þýski handboltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira