Erlent

Hand­töku­skipun gefin út á hendur þing­mönnum Demó­krata­flokksins

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ríkisstjórinn Greg Abbott hefur fyrirskipað löggæsluyfirvöldum að finna þingmennina og handtaka þá.
Ríkisstjórinn Greg Abbott hefur fyrirskipað löggæsluyfirvöldum að finna þingmennina og handtaka þá. Getty/Brandon Bell

Þingmenn Repúblikanaflokksins í Texas samþykktu í gær að gefnar yrðu út handtökuskipanir á hendur kollegum þeirra úr Demókrataflokknum, sem þeir saka um að hafa flúið ríkið til að koma í atkvæðagreiðslu um breytta kjördæmaskipan.

Strax í kjölfar atkvæðagreiðslunnar fyrirskipaði ríkisstjórinn Greg Abbott lögregluyfirvöldum að „hafa uppi á, handtaka og færa aftur á þingið hvern þann þingmann sem hefði vanrækt skyldur sínar við íbúa Texas“.

Frumvarp meirihlutans í Texas um breytta kjördæmaskipan hefur verið gagnrýnt harðlega en breytingin myndi líklega hafa það í för með sér að Repúblikanar fengju fimm fulltrúadeildarþingmenn til viðbótar á þinginu í Washington D.C., þar sem þeir njóta naums meirihluta.

Að minnsta kosti tveir þriðjuhlutar þingmanna ríkisþingsins í Texas þurfa að vera viðstaddir atkvæðagreiðslu um breytta kjördæmaskipan en um 50 þingmenn Demókrataflokksins eru sagðir hafa yfirgefið ríkið til að koma í veg fyrir afgreiðslu málsins.

Handtökuskipanirnar eru lítið meira en táknrænar, þar sem þær gilda aðeins fyrir Texas og fela hvorki í sér að þingmennirnir verði sektaðir né fangelsaðir.

Flestir Demókratarnir eru staddir í Illinois og hyggjast dvelja þar þangað til aukaþingið sem nú stendur yfir tekur enda eftir tvær vikur. JB Pritzker, ríkisstjóri Illinois, sagðist myndu gera allt sem í valdi hans stendur til að slá skjaldborg um þingmennina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×