Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. ágúst 2025 20:05 Mikið er um gamlar og fallegar dráttarvélar í Hrísey. Magnús Hlynur Hreiðarsson Gamlar dráttarvélar eru aðal ferðamáti íbúa í Hrísey enda ekki um miklar vegalengdir að ræða í eyjunni. Mikið er lagt upp úr fallegu útliti vélanna þannig að þær sómi sér vel á staðnum. Veitingamaður í eyjunni, segir alltaf meira nóg að gera yfir sumartímann. Það er alltaf mikið um ferðamenn, sem fara með Hríseyjarferjunni Sævari frá Árskógsströnd í Hrísey. Þegar komið er í eyjuna má sjá gamlar fallegar dráttarvélar hér og þar en það eru farartæki eyjaskeggja. Linda María Ásgeirsdóttir er með veitingastaðinn Verbúðin 66. En hvernig er að búa í eyjunni? „Það er náttúrulega langbest, þetta er bara besti staðurinn. Svo gengur þú bara hérna um og nýtur þessa lita fallega þorps og þessari eyju,“ segir Linda. Linda María Ásgeirsdóttir, veitingamaður í Hrísey og íbúi í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvers konar fólk býr í Hrísey? „Það er náttúrulega svolítið skrýtið fólk. Það hlýtur að vera pínu skrítið þegar maður býr á eyju þar sem búa ekki fleiri en 130 manns, nei, nei, við erum bara svona venjulegt fólk,“ segir Linda skellihlæjandi. En hvernig gengur hjá Lindu að vera með veitingastað í eyjunni? „Það gengur svona upp og ofan. Það er náttúrulega mikið að gera á sumrin, kannski stundum og mikið. Þannig að það mætti vera minna og jafnara stundum“, segir hún. Það er ótrúlega gaman að sjá allar dráttarvélarnar í Hrísey því þær eru svo fallegar og vel með farnar. Ein af dráttarvélunum í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ekur bara um á dráttarvél hérna? “Já, já, það er skylda, það er bara staðalbúnaður, eiga traktor og kerru,” segir Gunnar Magnús Arnþórsson, flugvirki og íbúi í Hrísey yfir sumartímann. Er þetta besti staður landsins eða? „Já, hér jarðtengir maður sig og slakar á, það er bara svoleiðis”. Gunnar Magnús Arnþórsson, flugvirki og íbúi í Hrísey yfir sumartímannMagnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju ákvaðst þú að setjast að í eyjunni? „Heyrðu, konan mín er fædd og uppalinn hérna. Við eigum hús hérna, sem við erum að gera upp og dveljum hérna á sumrin og í fríum og svona,” segir Gunnar Magnús, alsæll með búsetuna í eyjunni. Dráttarvélum stillt upp við eitt húsið í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrísey Bílar Akureyri Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Það er alltaf mikið um ferðamenn, sem fara með Hríseyjarferjunni Sævari frá Árskógsströnd í Hrísey. Þegar komið er í eyjuna má sjá gamlar fallegar dráttarvélar hér og þar en það eru farartæki eyjaskeggja. Linda María Ásgeirsdóttir er með veitingastaðinn Verbúðin 66. En hvernig er að búa í eyjunni? „Það er náttúrulega langbest, þetta er bara besti staðurinn. Svo gengur þú bara hérna um og nýtur þessa lita fallega þorps og þessari eyju,“ segir Linda. Linda María Ásgeirsdóttir, veitingamaður í Hrísey og íbúi í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvers konar fólk býr í Hrísey? „Það er náttúrulega svolítið skrýtið fólk. Það hlýtur að vera pínu skrítið þegar maður býr á eyju þar sem búa ekki fleiri en 130 manns, nei, nei, við erum bara svona venjulegt fólk,“ segir Linda skellihlæjandi. En hvernig gengur hjá Lindu að vera með veitingastað í eyjunni? „Það gengur svona upp og ofan. Það er náttúrulega mikið að gera á sumrin, kannski stundum og mikið. Þannig að það mætti vera minna og jafnara stundum“, segir hún. Það er ótrúlega gaman að sjá allar dráttarvélarnar í Hrísey því þær eru svo fallegar og vel með farnar. Ein af dráttarvélunum í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ekur bara um á dráttarvél hérna? “Já, já, það er skylda, það er bara staðalbúnaður, eiga traktor og kerru,” segir Gunnar Magnús Arnþórsson, flugvirki og íbúi í Hrísey yfir sumartímann. Er þetta besti staður landsins eða? „Já, hér jarðtengir maður sig og slakar á, það er bara svoleiðis”. Gunnar Magnús Arnþórsson, flugvirki og íbúi í Hrísey yfir sumartímannMagnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju ákvaðst þú að setjast að í eyjunni? „Heyrðu, konan mín er fædd og uppalinn hérna. Við eigum hús hérna, sem við erum að gera upp og dveljum hérna á sumrin og í fríum og svona,” segir Gunnar Magnús, alsæll með búsetuna í eyjunni. Dráttarvélum stillt upp við eitt húsið í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrísey Bílar Akureyri Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira