Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. ágúst 2025 09:05 Hressir Íslendingar á hátíðinni í Gimli í Kanada. Aðsend Um helgina er haldin Íslendingadagurinn í Gimli í Manitoba. Hátiðin var með stærra sniði en áður því í ár er fagnað 150 árum frá landtöku Íslendinga við Winnipegvatn. Lögð var sérstök áhersla á þau sterku tengsl sem varað hafa á milli þessara landa í 150 ár, en um leið var lögð áhersla á mikilvægi nýrra tengsla á milli þessara samfélaga. Hópur nítján íslenskra kvenna hafa saumað og færðu að gjöf nýjan kyrtil á fjallkonuna í Gimli en verkefnið fékk heitið “Gjöf kvenna á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi”. Verkefnið var unnið undir handleiðslu og stuðningi frá „Annríki” í nánu samráði við stjórnendur Íslendingadagsins í Gimli. Hvítur kyrtill Val á efni, litum, ísaumsaðferð og mynstri var í höndum kvenna í Gimli og þannig var fylgt áherslum, sögu og menningu fólksins í Kanada. Búningurinn er handgerður og með mynstri frá „Sigurði málara”, en hann hannaði Kyrtil og Skautbúning á 19 öld. Kyrtillinn er hvítur að lit, ísaumaður með gylltum þræði og með býsönsku mynstri sem hannað var af Sigurði og var eitt af hans fyrstu mynstrum. Forseti Íslands „Kyrtilinn var afhentur í sérstakri athöfn í Leikhúsinu í Gimli á laugardaginn þar sem forseti Ísland, Halla Tómasdóttir, heiðraði okkur með þátttöku sinni og ávarpaði samkomuna. Þá sagði Guðrún Hildur Rosenkjær, annar eigandi Annríkis, frá þróun íslenskra búninga, en búningar hópsins sem nú er í Kanada, spannaði flestar tegundir íslenskra þjóðbúninga. Þá var einnig sýning heimafólks, eða „Fashion Show” á þjóðbúningum, bæði fyrri og seinni tíma, sem hafa varðveist og þróast í samfélaginu í Kanada,” segir Guðlaug Sigurðardóttir, ein af forsvarskonunum verkefnisins. Hér er mynd af Fjallkonunni í nýja kyrtlinum með nælu, sem fylgdi einnig, sem gjöf.Aðsend Djúp tengsl á milli landanna Fjallkonan í Gimli hefur komið fram í 101 ár eða frá árinu 1924. Þessi hefð er því eldri en á Íslandi þar sem fjallkonan kom fyrst fram árið 1947. Íslendingadagurinn í Gimli er haldinn hátíðlegur hvert ár og hefur 136 ára sögu. „Á þessum tíma hafa afkomendur Íslendinga viðhaldið sinni sögu, bæði þeir sem komu í upphafi en líka þeir sem hafa komið síðar inn í samfélagið. Það er gaman að koma og taka þátt í þessum hátíðarhöldum og finna þessi djúpu tengsl sem eru til staðar á milli þessara tveggja landa,” segir Guðlaug. Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er fjallkonan í ár Tengslum Íslendinga við samfélagið í Kanada hefur verið viðhaldið í gegnum tíðina en með þessari gjöf er áhersla á að byggja upp ný tengsl og viðhalda þeim til framtíðar. Við afhendingu Kyrtilsins voru auk Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, Björn Skúlason eiginmaður forseta, Jenny Hill sendiherra Kanada á Íslandi, Hlynur Guðjónsson sendiherra Íslands í Kanada, Vilhjálmur Wium aðalræðismaður Íslands i Winnipeg. Sigrún Ásmundsson veitti búningnum viðtöku en móðir hennar Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er fjallkonan í ár. Hún mun skrýðast kyrtlinum í fyrsta sinn á aðaldegi hátíðarinnar, sem er í dag, 4. ágúst. Kanada Íslendingar erlendis Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Þjóðbúningar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hópur nítján íslenskra kvenna hafa saumað og færðu að gjöf nýjan kyrtil á fjallkonuna í Gimli en verkefnið fékk heitið “Gjöf kvenna á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi”. Verkefnið var unnið undir handleiðslu og stuðningi frá „Annríki” í nánu samráði við stjórnendur Íslendingadagsins í Gimli. Hvítur kyrtill Val á efni, litum, ísaumsaðferð og mynstri var í höndum kvenna í Gimli og þannig var fylgt áherslum, sögu og menningu fólksins í Kanada. Búningurinn er handgerður og með mynstri frá „Sigurði málara”, en hann hannaði Kyrtil og Skautbúning á 19 öld. Kyrtillinn er hvítur að lit, ísaumaður með gylltum þræði og með býsönsku mynstri sem hannað var af Sigurði og var eitt af hans fyrstu mynstrum. Forseti Íslands „Kyrtilinn var afhentur í sérstakri athöfn í Leikhúsinu í Gimli á laugardaginn þar sem forseti Ísland, Halla Tómasdóttir, heiðraði okkur með þátttöku sinni og ávarpaði samkomuna. Þá sagði Guðrún Hildur Rosenkjær, annar eigandi Annríkis, frá þróun íslenskra búninga, en búningar hópsins sem nú er í Kanada, spannaði flestar tegundir íslenskra þjóðbúninga. Þá var einnig sýning heimafólks, eða „Fashion Show” á þjóðbúningum, bæði fyrri og seinni tíma, sem hafa varðveist og þróast í samfélaginu í Kanada,” segir Guðlaug Sigurðardóttir, ein af forsvarskonunum verkefnisins. Hér er mynd af Fjallkonunni í nýja kyrtlinum með nælu, sem fylgdi einnig, sem gjöf.Aðsend Djúp tengsl á milli landanna Fjallkonan í Gimli hefur komið fram í 101 ár eða frá árinu 1924. Þessi hefð er því eldri en á Íslandi þar sem fjallkonan kom fyrst fram árið 1947. Íslendingadagurinn í Gimli er haldinn hátíðlegur hvert ár og hefur 136 ára sögu. „Á þessum tíma hafa afkomendur Íslendinga viðhaldið sinni sögu, bæði þeir sem komu í upphafi en líka þeir sem hafa komið síðar inn í samfélagið. Það er gaman að koma og taka þátt í þessum hátíðarhöldum og finna þessi djúpu tengsl sem eru til staðar á milli þessara tveggja landa,” segir Guðlaug. Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er fjallkonan í ár Tengslum Íslendinga við samfélagið í Kanada hefur verið viðhaldið í gegnum tíðina en með þessari gjöf er áhersla á að byggja upp ný tengsl og viðhalda þeim til framtíðar. Við afhendingu Kyrtilsins voru auk Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, Björn Skúlason eiginmaður forseta, Jenny Hill sendiherra Kanada á Íslandi, Hlynur Guðjónsson sendiherra Íslands í Kanada, Vilhjálmur Wium aðalræðismaður Íslands i Winnipeg. Sigrún Ásmundsson veitti búningnum viðtöku en móðir hennar Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er fjallkonan í ár. Hún mun skrýðast kyrtlinum í fyrsta sinn á aðaldegi hátíðarinnar, sem er í dag, 4. ágúst.
Kanada Íslendingar erlendis Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Þjóðbúningar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira