Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Kristján Már Unnarsson skrifar 4. ágúst 2025 07:27 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Einar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er gagnrýndur af öðrum vísindamönnum, Haraldi Sigurðssyni eldfjallafræðingi og Páli Einarssyni jarðeðlisfræðingi, fyrir að spá því að ekki sé langt í eldgos í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. „Órökstudd spá,“ segir Haraldur í færslu á fésbókarsíðu sinni og vitnar í frétt Mbl. frá 29. júlí síðastliðinn um skjálftavirknina við Grjótárvatn í Mýrafjöllum. Þar er haft eftir Þorvaldi að skjálftavirkni, sem byrjað hafi á tuttugu kílómetra dýpi, hafi núna fært sig upp á tíu kílómetra dýpi. Í viðtalinu segir Þorvaldur virknina sýna að vel geti komið eldgos á Snæfellsnesi innan tveggja til þriggja ára. Þegar kvikan sé komin upp á tíu kílómetra dýpi þá sé í raun verið að undirbúa eldgos, er haft eftir Þorvaldi. „Það er ábyrgðarhlutverk þegar sérfræðingur kemur fram með spá um náttúruhamfarir. Gera skal kröfu um að slík spá sé styrkt með birtum gögnum. Svo er ekki hér og reyndar rangt farið með,“ segir Haraldur. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 í Berserkjahrauni á Snæfellsnesi.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Hann vitnar jafnframt í Pál Einarsson prófessor emeritus sem hann segir hafa fylgst vel með skjálftavirkni á svæðinu í grennd við Grjótárvatn og í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Ennfremur birtir Haraldur mynd frá Páli sem sýni dýpi og staðsetningu skjálfta á svæðinu undanfarin ár. Í gagnrýni sinni á orð Þorvaldar lætur Haraldur jarðeðlisfræðinginn Pál Einarsson eiga lokaorðin í pistli sínum og vísar til skrifa Páls á síðunni Jarðsöguvinir: „Niðurstaðan er að upptökin hafi ekki færst til svo marktækt sé, hvorki lárétt né í dýpi. Ég treysti gögnum frá góðum mælingum frekar en órökstuddum spám. En eins og karlinn sagði, ef þú spáir nógu oft, þá hittir þú á rétta niðurstöðu einhvern tímann. Það getur vel farið svo að það gjósi aftur í Snæfellsnesgosbeltinu. Það hefur gerst á um þúsund ára fresti. Sennilega er kvika fyrir hendi á um tuttugu kílómetra dýpi undir svæðinu við Grjótárvatn, en það er alveg eins líklegt að hún storkni þar,” hefur Haraldur Sigurðsson eftir Páli Einarssyni. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur er prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Egill Aðalsteinsson Haraldur, sem fæddist og ólst upp í Stykkishólmi, hefur sjálfur mikið rannsakað eldvirkni Snæfellsness. Fyrir áratug vakti hann athygli á því að ný rannsókn sýndi að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll væru virkar eldstöðvar, sem fjallað var um í þessari frétt: Haraldur fræddi áhorfendur um eldstöðvar Snæfellsness í þættinum Um land allt, sem sjá má hér: Eldgos og jarðhræringar Vísindi Borgarbyggð Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Snæfellsbær Stykkishólmur Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. 20. desember 2024 12:12 „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
„Órökstudd spá,“ segir Haraldur í færslu á fésbókarsíðu sinni og vitnar í frétt Mbl. frá 29. júlí síðastliðinn um skjálftavirknina við Grjótárvatn í Mýrafjöllum. Þar er haft eftir Þorvaldi að skjálftavirkni, sem byrjað hafi á tuttugu kílómetra dýpi, hafi núna fært sig upp á tíu kílómetra dýpi. Í viðtalinu segir Þorvaldur virknina sýna að vel geti komið eldgos á Snæfellsnesi innan tveggja til þriggja ára. Þegar kvikan sé komin upp á tíu kílómetra dýpi þá sé í raun verið að undirbúa eldgos, er haft eftir Þorvaldi. „Það er ábyrgðarhlutverk þegar sérfræðingur kemur fram með spá um náttúruhamfarir. Gera skal kröfu um að slík spá sé styrkt með birtum gögnum. Svo er ekki hér og reyndar rangt farið með,“ segir Haraldur. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 í Berserkjahrauni á Snæfellsnesi.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Hann vitnar jafnframt í Pál Einarsson prófessor emeritus sem hann segir hafa fylgst vel með skjálftavirkni á svæðinu í grennd við Grjótárvatn og í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Ennfremur birtir Haraldur mynd frá Páli sem sýni dýpi og staðsetningu skjálfta á svæðinu undanfarin ár. Í gagnrýni sinni á orð Þorvaldar lætur Haraldur jarðeðlisfræðinginn Pál Einarsson eiga lokaorðin í pistli sínum og vísar til skrifa Páls á síðunni Jarðsöguvinir: „Niðurstaðan er að upptökin hafi ekki færst til svo marktækt sé, hvorki lárétt né í dýpi. Ég treysti gögnum frá góðum mælingum frekar en órökstuddum spám. En eins og karlinn sagði, ef þú spáir nógu oft, þá hittir þú á rétta niðurstöðu einhvern tímann. Það getur vel farið svo að það gjósi aftur í Snæfellsnesgosbeltinu. Það hefur gerst á um þúsund ára fresti. Sennilega er kvika fyrir hendi á um tuttugu kílómetra dýpi undir svæðinu við Grjótárvatn, en það er alveg eins líklegt að hún storkni þar,” hefur Haraldur Sigurðsson eftir Páli Einarssyni. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur er prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Egill Aðalsteinsson Haraldur, sem fæddist og ólst upp í Stykkishólmi, hefur sjálfur mikið rannsakað eldvirkni Snæfellsness. Fyrir áratug vakti hann athygli á því að ný rannsókn sýndi að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll væru virkar eldstöðvar, sem fjallað var um í þessari frétt: Haraldur fræddi áhorfendur um eldstöðvar Snæfellsness í þættinum Um land allt, sem sjá má hér:
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Borgarbyggð Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Snæfellsbær Stykkishólmur Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. 20. desember 2024 12:12 „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. 20. desember 2024 12:12
„Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01