Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2025 08:37 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Luis M. Alvarez Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. Trump hefur þrýst mjög á Repúblikana að staðfesta tilnefningar sínar en Demókratar hafa dregið fæturna mjög. Þeir hafa meðal annars krafist nafnakalls í hverri einustu atkvæðagreiðslu og gripið til frekari aðgerða sem leitt hefur til þess að í mörgum tilfellum hefur tekið nokkra daga að koma einni tilnefningu gegnum þingið. Leiðtogar Repúblikanaflokksins segja mögulegt að þeir muni breyta reglum öldungadeildarinnar þegar þeir mæta aftur til vinnu í næsta mánuði til að flýta málum, samkvæmt AP fréttaveitunni. John Thune, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sagði í gærkvöldi að breytingar væru nauðsynlegar. Hann sagði síðustu sex mánuði hafa sýnt fram á að tilnefningaferlið sjálft væri bilað. Halda þyrfti umfangsmikla umræðu um ferlið í framtíðinni. Sjá einnig: Vill sýna þinginu hver ræður Thune segir að nokkrum sinnum hafi lítið út fyrir að samkomulag myndi nást en það hafi ekki gengið eftir, samkvæmt frétt Politico. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni.AP/Mariam Zuhaib Pólitískara ferli Undanfarna tvo áratugi hafa þingmenn beggja flokka í auknum mæli gripið til aðgerða til að hægja verulega á ferlinu þegar kemur að tilnefningum forseta hins flokksins til embætta í stjórnsýslunni og tilnefningum dómara. Ferlið hefur orðið mun pólitískara og hefur þó nokkrum sinnum verið gripið til reglubreytinga til að flýta fyrir. Trump hefur að undanförnu beitt Repúblikana miklum þrýstingi og meðal annars krafist þess að þeir hætti við að fara í frí og verji þess í stað ágústmánuði í að keyra í gegnum tilnefningaferlið og samþykkja þá fjölmörgu sem Trump hefur tilnefnt og hafa ekki hlotið staðfestingu öldungadeildarinnar. Leiðtogar flokkanna tveggja vörðu helginni í að klára nokkrar tilnefningar og í senn reyna að komast að samkomulagi um framhaldið en án árangurs. Í færslu á samfélagsmiðli sínum í gærkvöldi uppnefndi Trump Schumer og sakaði hann um að halda aftur af Bandaríkjunum og krefjast milljarðar dala í skiptum fyrir staðfestingar tilnefninga forsetans. Trump sagði að það yrði vandræðalegt fyrir Repúblikanaflokkinn að verða við slíkri kúgun. „Segið Schumer, sem er undir gífurlegum pólitískum þrýstingi úr hans eigin flokki, öfga vinstri geðsjúklingum, að FARA TIL HELVÍTIS!“ Hann sagði þingmönnum að verða ekki við kröfum Demókrata, fara í frí og útskýra fyrir kjósendum sínum hvað Demókratar væru vont fólk. Skjáskot af færslu Trumps þar sem hann segir Schumer að fara til helvítis. Schumer sagði aftur á móti að það yrðu mistök hjá Repúblikönum að grípa til reglubreytinga. Sérstaklega með tilliti til þess að Repúblikanar munu þurfa atkvæði frá Demókrötum til að samþykkja fjárlagfrumvörp og önnur á komandi mánuðum. „Donald Trump reyndi að kúga okkur, fara fram hjá okkur, hóta okkur, uppnefna okkur en hann fékk ekkert,“ sagði Schumer. Meðal þess sem Demókratar vilja er að Repúblikanar dragi úr þeim umfangsmiklum niðurskurði á ýmsum sviðum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Trump hefur þrýst mjög á Repúblikana að staðfesta tilnefningar sínar en Demókratar hafa dregið fæturna mjög. Þeir hafa meðal annars krafist nafnakalls í hverri einustu atkvæðagreiðslu og gripið til frekari aðgerða sem leitt hefur til þess að í mörgum tilfellum hefur tekið nokkra daga að koma einni tilnefningu gegnum þingið. Leiðtogar Repúblikanaflokksins segja mögulegt að þeir muni breyta reglum öldungadeildarinnar þegar þeir mæta aftur til vinnu í næsta mánuði til að flýta málum, samkvæmt AP fréttaveitunni. John Thune, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sagði í gærkvöldi að breytingar væru nauðsynlegar. Hann sagði síðustu sex mánuði hafa sýnt fram á að tilnefningaferlið sjálft væri bilað. Halda þyrfti umfangsmikla umræðu um ferlið í framtíðinni. Sjá einnig: Vill sýna þinginu hver ræður Thune segir að nokkrum sinnum hafi lítið út fyrir að samkomulag myndi nást en það hafi ekki gengið eftir, samkvæmt frétt Politico. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni.AP/Mariam Zuhaib Pólitískara ferli Undanfarna tvo áratugi hafa þingmenn beggja flokka í auknum mæli gripið til aðgerða til að hægja verulega á ferlinu þegar kemur að tilnefningum forseta hins flokksins til embætta í stjórnsýslunni og tilnefningum dómara. Ferlið hefur orðið mun pólitískara og hefur þó nokkrum sinnum verið gripið til reglubreytinga til að flýta fyrir. Trump hefur að undanförnu beitt Repúblikana miklum þrýstingi og meðal annars krafist þess að þeir hætti við að fara í frí og verji þess í stað ágústmánuði í að keyra í gegnum tilnefningaferlið og samþykkja þá fjölmörgu sem Trump hefur tilnefnt og hafa ekki hlotið staðfestingu öldungadeildarinnar. Leiðtogar flokkanna tveggja vörðu helginni í að klára nokkrar tilnefningar og í senn reyna að komast að samkomulagi um framhaldið en án árangurs. Í færslu á samfélagsmiðli sínum í gærkvöldi uppnefndi Trump Schumer og sakaði hann um að halda aftur af Bandaríkjunum og krefjast milljarðar dala í skiptum fyrir staðfestingar tilnefninga forsetans. Trump sagði að það yrði vandræðalegt fyrir Repúblikanaflokkinn að verða við slíkri kúgun. „Segið Schumer, sem er undir gífurlegum pólitískum þrýstingi úr hans eigin flokki, öfga vinstri geðsjúklingum, að FARA TIL HELVÍTIS!“ Hann sagði þingmönnum að verða ekki við kröfum Demókrata, fara í frí og útskýra fyrir kjósendum sínum hvað Demókratar væru vont fólk. Skjáskot af færslu Trumps þar sem hann segir Schumer að fara til helvítis. Schumer sagði aftur á móti að það yrðu mistök hjá Repúblikönum að grípa til reglubreytinga. Sérstaklega með tilliti til þess að Repúblikanar munu þurfa atkvæði frá Demókrötum til að samþykkja fjárlagfrumvörp og önnur á komandi mánuðum. „Donald Trump reyndi að kúga okkur, fara fram hjá okkur, hóta okkur, uppnefna okkur en hann fékk ekkert,“ sagði Schumer. Meðal þess sem Demókratar vilja er að Repúblikanar dragi úr þeim umfangsmiklum niðurskurði á ýmsum sviðum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira