Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Agnar Már Másson skrifar 2. ágúst 2025 21:00 Húsmæður Vestmanneyja komu til hjálpar þegar þjóðhátíðargestir í Herjólfshöll sátu uppi með blautt dót. Sumir gestir létu þó netin í fótboltamörkunum duga. Visir/Viktor Tugir kvenna í Vestmannaeyjum komu þjóðhátíðargestum til hjálpar í nótt og þurrkuðu föt þeirra og sængur sem höfðu blotnað í óveðrinu sem gekk yfir eyjarnar. Gestir voru ánægðir með þjónustuna. Óveðrið lék gesti á Þjóðhátíð í Eyjum grátt í gærnótt, aðfaranótt laugardags. Tjöld fuku og féllu í vindinum og skór margra gesta urðu gegndrepa í pollunum sem steypiregnið hafði myndað í Herjólfsdal. Sumir létu það reyndar ekki stoppa sig dönsuðu um í bleytunni en margir aðrir leituðu skjóls í Herjólfshöllinni. Sendi á „Kvenfólk í Eyjum“ Þegar einhverjir gestir komu loks inn í skjól íþróttahallarinnar sátu þeir uppi með rennblaut föt, og janvel rúmföt. Sigríður Inga Kristmannsdóttir, verkefnastjóri hjá ÍBV sem situr í þjóðhátíðarnefnd, fann lausn á því þegar henni datt í hug að nýta sér tengslanet kvenna í Vestmannaeyjum sem yfirleitt aðstoða við þvott á fótboltamótum. Hún birti því færslu inni á Facebook-hópnum „Kvenfólk í Eyjum“. „Við höfum búið svo vel að í kringum fótboltamótin, þegar eitthvað kemur upp á þá eigum við röskar konur sem bjóðast til þess að þurrka þvott fyrir félögin,“ segir hún. „Þannig að ég ákvað bara að prófa hvort þær væru ekki líka til í að þurrka fyrir þjóðhátíðgesti. Og heldur betur. Það var meira framboð en eftirspurn.“ Gestir hæst ánægðir Hátt í þrjátíu konur hafi boðið sig fram til að hjálpa. Gestir gátu þá komið með blautt dót (sængur, kodda, svefnpoka og fatnað) í plastpoka merkta með nafni og símanúmeri. Konurnar tóku einn eða tvo poka poka hver, þurrkuðu innihaldið heima hjá sér og hringdu svo í eigendur þegar dótið var þurrt. Efnalaugin Straumur aðstoðaði einnig við að þurrka, að sögn Ingibjargar. Efnalaugin kom að góðum notum enda með afar stóra þurrkara. Og gestir virtust vera hæstánægðir með þjónustuna sem Eyjakonurnar buðu upp á, segir Sigríður. „Ég gat ekki séð annað.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Veður Góðverk Tengdar fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. 2. ágúst 2025 18:02 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Óveðrið lék gesti á Þjóðhátíð í Eyjum grátt í gærnótt, aðfaranótt laugardags. Tjöld fuku og féllu í vindinum og skór margra gesta urðu gegndrepa í pollunum sem steypiregnið hafði myndað í Herjólfsdal. Sumir létu það reyndar ekki stoppa sig dönsuðu um í bleytunni en margir aðrir leituðu skjóls í Herjólfshöllinni. Sendi á „Kvenfólk í Eyjum“ Þegar einhverjir gestir komu loks inn í skjól íþróttahallarinnar sátu þeir uppi með rennblaut föt, og janvel rúmföt. Sigríður Inga Kristmannsdóttir, verkefnastjóri hjá ÍBV sem situr í þjóðhátíðarnefnd, fann lausn á því þegar henni datt í hug að nýta sér tengslanet kvenna í Vestmannaeyjum sem yfirleitt aðstoða við þvott á fótboltamótum. Hún birti því færslu inni á Facebook-hópnum „Kvenfólk í Eyjum“. „Við höfum búið svo vel að í kringum fótboltamótin, þegar eitthvað kemur upp á þá eigum við röskar konur sem bjóðast til þess að þurrka þvott fyrir félögin,“ segir hún. „Þannig að ég ákvað bara að prófa hvort þær væru ekki líka til í að þurrka fyrir þjóðhátíðgesti. Og heldur betur. Það var meira framboð en eftirspurn.“ Gestir hæst ánægðir Hátt í þrjátíu konur hafi boðið sig fram til að hjálpa. Gestir gátu þá komið með blautt dót (sængur, kodda, svefnpoka og fatnað) í plastpoka merkta með nafni og símanúmeri. Konurnar tóku einn eða tvo poka poka hver, þurrkuðu innihaldið heima hjá sér og hringdu svo í eigendur þegar dótið var þurrt. Efnalaugin Straumur aðstoðaði einnig við að þurrka, að sögn Ingibjargar. Efnalaugin kom að góðum notum enda með afar stóra þurrkara. Og gestir virtust vera hæstánægðir með þjónustuna sem Eyjakonurnar buðu upp á, segir Sigríður. „Ég gat ekki séð annað.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Veður Góðverk Tengdar fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. 2. ágúst 2025 18:02 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. 2. ágúst 2025 18:02