„Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2025 11:01 Blær blæs nýjum og ferskum blæ í lið Leipzig. leipzig Nýjan, ferskan blæ vantaði í lið Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og þar kemur Blær Hinriksson sterkur inn, að eigin sögn. Blær hefur spilað með Aftureldingu hér á landi undanfarin ár en hugurinn hefur lengi leitað út í atvinnumennsku. Í sumar ákvað hann að stíga skrefið út og tók nokkuð stórt stökk með því að semja við Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, bestu handboltadeild heims. „Síðustu ár hefur maður verið að stefna út og ég hef alveg hugsað líka um að taka einhver milliskref en svo er maður líka bara búinn að vera þolinmóður. Markmiðið hefur alltaf verið að fara til Þýskalands og mér finnst bara mjög gott og gaman að geta byrjað í bestu deild í heimi. Ekki þurfa að fara til Svíþjóðar eða í eitthvað svoleiðis milliskref. Mér finnst ég eiga heima í þýsku deildinni og þarf núna að sýna það.“ Blær byrjar atvinnumannaferilinn erlendis í sterkustu handboltadeild heims.leipzig Blær er hluti af miklum breytingum hjá Leipzig, sem endaði í þrettánda sæti á síðasta tímabili og ákvað að láta þjálfara liðsins, Rúnar Sigtryggsson fara. Sonur hans, Andri Már Rúnarsson, fór einnig frá félaginu og Blær kemur inn í hans stöðu. „Þetta er klúbbur sem er búinn að vera á uppleið síðustu ár en það koma smá babb í bátinn á síðasta tímabili og varð mjög þung stemning. Ég held að hugsunin með ráðningunni á þjálfaranum og að fá nýja leikmenn er að byrja smá upp á nýtt. Þeir eru með góðan grunn en svo er mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta, þá kem ég sterkur inn“ sagði Blær glottandi og blikkaði myndavélina. Fjöllistamaður sem lætur ekki setja sig í box En Blær er ekki bara handboltamaður, hann er listamaður líka og hefur starfað mikið sem leikari og fyrirsæta. Þeim ferli er ekki lokið þrátt fyrir flutninginn til Þýskalands. „Nei, alls ekki. Ég er mjög lítið í því að loka á eitthvað og hef aldrei gert það. Það er svo fyndið, fólk er alltaf að reyna að setja mann í einhver box, alltaf verið að skilgreina mann sem eitthvað. En maður er bara í öllu, einhvers konar fjöllistamaður, get verið að leika einn daginn og svo í handbolta einn daginn.“ Fjallað var um félagaskipti Blæs í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Þýski handboltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Blær hefur spilað með Aftureldingu hér á landi undanfarin ár en hugurinn hefur lengi leitað út í atvinnumennsku. Í sumar ákvað hann að stíga skrefið út og tók nokkuð stórt stökk með því að semja við Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, bestu handboltadeild heims. „Síðustu ár hefur maður verið að stefna út og ég hef alveg hugsað líka um að taka einhver milliskref en svo er maður líka bara búinn að vera þolinmóður. Markmiðið hefur alltaf verið að fara til Þýskalands og mér finnst bara mjög gott og gaman að geta byrjað í bestu deild í heimi. Ekki þurfa að fara til Svíþjóðar eða í eitthvað svoleiðis milliskref. Mér finnst ég eiga heima í þýsku deildinni og þarf núna að sýna það.“ Blær byrjar atvinnumannaferilinn erlendis í sterkustu handboltadeild heims.leipzig Blær er hluti af miklum breytingum hjá Leipzig, sem endaði í þrettánda sæti á síðasta tímabili og ákvað að láta þjálfara liðsins, Rúnar Sigtryggsson fara. Sonur hans, Andri Már Rúnarsson, fór einnig frá félaginu og Blær kemur inn í hans stöðu. „Þetta er klúbbur sem er búinn að vera á uppleið síðustu ár en það koma smá babb í bátinn á síðasta tímabili og varð mjög þung stemning. Ég held að hugsunin með ráðningunni á þjálfaranum og að fá nýja leikmenn er að byrja smá upp á nýtt. Þeir eru með góðan grunn en svo er mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta, þá kem ég sterkur inn“ sagði Blær glottandi og blikkaði myndavélina. Fjöllistamaður sem lætur ekki setja sig í box En Blær er ekki bara handboltamaður, hann er listamaður líka og hefur starfað mikið sem leikari og fyrirsæta. Þeim ferli er ekki lokið þrátt fyrir flutninginn til Þýskalands. „Nei, alls ekki. Ég er mjög lítið í því að loka á eitthvað og hef aldrei gert það. Það er svo fyndið, fólk er alltaf að reyna að setja mann í einhver box, alltaf verið að skilgreina mann sem eitthvað. En maður er bara í öllu, einhvers konar fjöllistamaður, get verið að leika einn daginn og svo í handbolta einn daginn.“ Fjallað var um félagaskipti Blæs í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira