Lífið

Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter

Jón Þór Stefánsson skrifar
Anthony Hopkins í hlutverki Hannibals Lecter. Til vinstri úr Instagram-myndbandi. Til hægri úr Lömbin þagna.
Anthony Hopkins í hlutverki Hannibals Lecter. Til vinstri úr Instagram-myndbandi. Til hægri úr Lömbin þagna.

Breski stórleikarinn Anthony Hopkins hefur líkt nýrri andlitsgrímu Kim Kardashian við grímu sem hann bar þegar hann lék hinn ógleymanlega Hannibal Lecter.

Vörumerki Kardashian, Skims, hóf á dögunum sölu á umræddri grímu, sem nær utan um höfuðið, sér í lagi háls, höku og eyru. Varan á að vera notuð á meðan maður sefur, en markmið hennar á að vera að móta andlit notandans, sérstaklega kjálkalínuna.

Hopkins birti myndband af sér á Instagram þar sem hann bar umrædda grímu, eða einhverja álíka. Þar setti hann sig aftur í hlutverk illmennisins Hannibal Lecter, sem hann lék fyrst árið 1991 í Lömbin þagna. Lecter þessi er mannæta og ber því grímu hluta myndarinnar.

„Sæl Kim. Mér líður þegar eins og ég sé tíu árum yngri,“ segir Hopkins í myndbandinu og gefur í kjölfarið frá sér sama hljóð og Lecter þegar hann ræðir við aðalpersónu Lambana, Clarice Starling.

„Vertu sæl,“ bætir hann svo við og starir með ógnvænlegum hætti í myndavélina.

Kim Kardashian hefur deilt myndbandinu á Instagram með textanum: „Ég öskra.“ 

Ekki kemur fram hvort hún eig við að hún öskri af hræðslu, öskurgráti eða öskurhlæi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.