Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2025 07:02 Óskar Albert Torfason er þúsundþjalasmiður á Drangsnesi sem er nýhættur störfum, þ.e. aðalstarfinu hjá fiskvinnslunni. Hann sinnir enn hitaveitunni og svarar kalli sveitunga sinna þegar þá vantar aðstoð. Langflestir gestir í heitu pottunum í flæðamálinu á Drangsnesi greiða uppsett verð þótt enginn standi vaktina. Heimamenn hafa mætt áföllum í gegnum tíðina af æðruleysi og komast yfirleitt að því að ekki er allt sem sýnist. Þeir eru margir heitu pottarnir á Íslandi en fáir sem bjóða upp á jafnmagnað útsýni og pottarnir í fjöruborðinu hérna á Drangsnesi og þeir njóta líka mikilla vinsælda. Heita vatnið fannst árið 1997. Kalda vatnið í bænum hafði frosið í desember 1996 og var borað eftir köldu vatni strax eftir áramót. Spýttist upp sextíu gráðu heitt vatn „Það skilaði engu köldu vatni heldur hrópaði holan á okkur: hérna er heitt vatn,“ segir Óskar Albert Torfason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Drangs, sem hefur auga með pottunum. Boraðar voru holur með fimmtíu metra millibili í þorpinu og mesti hitinn reyndist í fjöruborðinu. „Það var borað dýpra og þá spýttist upp sextíu gráðu heitt vatn sem menn fóru þegra að nota í fiskikörin. En svo var góður maður sem gaf okkur þrjá græna potta,“ segir Óskar og saga heitu pottanna var hafin. Síðar var þeim skipt út fyrir nýja potta. „Þetta var mikill happafengur þegar við fengum heita vatnið og hvernig hefur spilast úr því fyrir okkur.“ Eingöngu góðir gestir Sundlaug var byggð á Drangsnesi árið 2005 en hún hefur lítil áhrif á vinsældir pottanna. Meiri stöðugleiki er í komum erlendra ferðamanna en Íslendingar líta líka við að sögn Óskars. Það er verslunin á Drangsnesi sem sér um rekstur pottanna en verslunin er rekin af íbúunum sjálfum eftir að Kaupfélag Steingrímsfjarðar lokaði útibúi sínu í þorpinu árið 2019. Lengi vel var ókeypis í pottana eða tekið við frjálsum framlögum. Í dag er rukkað og treyst á samvisku gesta. „Núna er greiðsluvél sem við getum stungið kortinu í. Menn stimpla inn upphæðina. Langstærstur hluti fólks greiðir fyrir og sér ekki eftir því.“ Gestir í Drangsnesi séu heiðarlegir. „Já, það er eingöngu þannig og þetta eru allt góðir gestir sem koma hingað og kíkja á okkur.“ Pottapartý Pottarnir eru opnir allan sólarhringinn og allan ársins hring. Heimamenn sækja þá helst á kvöldin og eru þeir helsta samkomusvæði bæjarins. Dæmi eru um að ferðamenn hitti fyrir heimafólk, jafnvel með drykk við hönd, og skapi ógleymanlegar minningar. Þannig var það í tilfelli bandarísks ferðamanns sem sagði frá reynslu sinni á Reddit í fyrra og DV fjallaði um. Óskar er mikill sögumaður og rifjar upp heimsókn oddvitans til spákonu nokkru áður en heita vatnið fannst á sínum tíma. „Það er olía, ef ekki olía þá er það heitt vatn sem þeir finna hérna. Og það kom á daginn að það var heitt vatn,“ segir Óskar. Happ þegar frystihúsið brann Heimamenn sjái glasið frekar hálffullt en hálftómt. Þeir séu jákvæðir frekar en neikvæðir. „Ef eitthvað bjátar á þá sé eitthvað gott á bak við sem við sjáum ekki þá stundina. Eins og þegar kalda vatnið fraus þá fundum við heita vatnið. Þannig hefur það verið. Rækjan hvarf úr Húnaflóanum og við vissum ekki hvað við myndum gera næst, en þá birtist ýsa í töluverðum mæli sem gekk vel að veiða. Menn eru að tala um að það hafi verið happ þegar fyrstihúsið brann því þá kom nýtt frystihús,“ segir Óskar og hlær. Kaldrananeshreppur Sundlaugar og baðlón Ferðaþjónusta Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Þeir eru margir heitu pottarnir á Íslandi en fáir sem bjóða upp á jafnmagnað útsýni og pottarnir í fjöruborðinu hérna á Drangsnesi og þeir njóta líka mikilla vinsælda. Heita vatnið fannst árið 1997. Kalda vatnið í bænum hafði frosið í desember 1996 og var borað eftir köldu vatni strax eftir áramót. Spýttist upp sextíu gráðu heitt vatn „Það skilaði engu köldu vatni heldur hrópaði holan á okkur: hérna er heitt vatn,“ segir Óskar Albert Torfason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Drangs, sem hefur auga með pottunum. Boraðar voru holur með fimmtíu metra millibili í þorpinu og mesti hitinn reyndist í fjöruborðinu. „Það var borað dýpra og þá spýttist upp sextíu gráðu heitt vatn sem menn fóru þegra að nota í fiskikörin. En svo var góður maður sem gaf okkur þrjá græna potta,“ segir Óskar og saga heitu pottanna var hafin. Síðar var þeim skipt út fyrir nýja potta. „Þetta var mikill happafengur þegar við fengum heita vatnið og hvernig hefur spilast úr því fyrir okkur.“ Eingöngu góðir gestir Sundlaug var byggð á Drangsnesi árið 2005 en hún hefur lítil áhrif á vinsældir pottanna. Meiri stöðugleiki er í komum erlendra ferðamanna en Íslendingar líta líka við að sögn Óskars. Það er verslunin á Drangsnesi sem sér um rekstur pottanna en verslunin er rekin af íbúunum sjálfum eftir að Kaupfélag Steingrímsfjarðar lokaði útibúi sínu í þorpinu árið 2019. Lengi vel var ókeypis í pottana eða tekið við frjálsum framlögum. Í dag er rukkað og treyst á samvisku gesta. „Núna er greiðsluvél sem við getum stungið kortinu í. Menn stimpla inn upphæðina. Langstærstur hluti fólks greiðir fyrir og sér ekki eftir því.“ Gestir í Drangsnesi séu heiðarlegir. „Já, það er eingöngu þannig og þetta eru allt góðir gestir sem koma hingað og kíkja á okkur.“ Pottapartý Pottarnir eru opnir allan sólarhringinn og allan ársins hring. Heimamenn sækja þá helst á kvöldin og eru þeir helsta samkomusvæði bæjarins. Dæmi eru um að ferðamenn hitti fyrir heimafólk, jafnvel með drykk við hönd, og skapi ógleymanlegar minningar. Þannig var það í tilfelli bandarísks ferðamanns sem sagði frá reynslu sinni á Reddit í fyrra og DV fjallaði um. Óskar er mikill sögumaður og rifjar upp heimsókn oddvitans til spákonu nokkru áður en heita vatnið fannst á sínum tíma. „Það er olía, ef ekki olía þá er það heitt vatn sem þeir finna hérna. Og það kom á daginn að það var heitt vatn,“ segir Óskar. Happ þegar frystihúsið brann Heimamenn sjái glasið frekar hálffullt en hálftómt. Þeir séu jákvæðir frekar en neikvæðir. „Ef eitthvað bjátar á þá sé eitthvað gott á bak við sem við sjáum ekki þá stundina. Eins og þegar kalda vatnið fraus þá fundum við heita vatnið. Þannig hefur það verið. Rækjan hvarf úr Húnaflóanum og við vissum ekki hvað við myndum gera næst, en þá birtist ýsa í töluverðum mæli sem gekk vel að veiða. Menn eru að tala um að það hafi verið happ þegar fyrstihúsið brann því þá kom nýtt frystihús,“ segir Óskar og hlær.
Kaldrananeshreppur Sundlaugar og baðlón Ferðaþjónusta Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira