Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. júlí 2025 09:17 Gervigreindin setti meðal annars gullkeðju utan um hálsinn á einum þjófnum. Vísir/Samsett Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dreifði mynd af díselþjófum sem talsvert var búið að eiga við af gervigreind. Myndin var fyrst birt á samfélagsmiðlum af nafnlausum aðgangi sem stofnaður var í maí og hefur ekki birt færslur um annað en að senda ætti alla múslíma úr landi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndina með tilkynningu á Facebook í gær í von um að fá upplýsingar um mennina fjóra sem staðnir voru að því í öryggismyndavélaupptökum að stela milljóna króna virði af díselolíu á lóð flutningafyrirtækisins Fraktlausna á Laugarnesi í Reykjavík. Sjá einnig: Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Nafnlaus aðgangur bjó myndina til Upptakan var birt á vef Vísis 28. júlí síðastliðinn og svo virðist sem að nafnlaus aðgangur á samfélagsmiðlum hafi tekið skjáskot af mjög svo óskýrri upptökunni og síðan notast við gervigreindarforrit af einhverju tagi til að skálda í eyðurnar. Í myndbandinu hér að neðan er hægt að sjá skýran samanburð á upptökunni upphaflegu annars vegar og myndinni sem búið er að eiga við með gervigreind hins vegar. Á upptökunni sést til að mynda ansi vel að einn mannanna var klæddur í gráa hettupeysu og að hann bar svarta húfu á höfði. Í myndinni sem lögreglan dreifði er hann hins vegar kominn í stuttermabol og með þykkt krullað hár. Þar að auki hefur gervigreindin hengt á hann gullkeðju af einhverri ástæðu. Ýmis önnur ummerki um gervigreindarvinnslu sjást á skjáskotinu. Til að merkja hefur gervigreindin sett óþekkt merki á húdd bílsins sem er alveg ógreinilegt í upptökunni. Ætla má að reikningurinn sé nafnlaus enda var hann stofnaður í maí síðastliðnum og hefur aðeins tjáð sig um innflytjendur á Íslandi.Vísir/Skjáskot Eftir því sem fréttastofa kemst næst birtist myndin fyrst á Facebook-hópnum Þjófar á Íslandi þann 27. júlí síðastliðinn. Með færslunni fylgdi textinn: „Skírari mynd af þessum dísel þjófum!“ og reikningurinn sem birti hana heitir Lóa Stína. Ólíklegt er þó að Lóa Stína sé raunverulegt nafn þess sem rekur reikninginn enda var hann stofnaður í maí síðastliðnum og hefur nær einungis birt færslur um múslímska innflytjendur og samtökin No Borders. Rannsókn í gangi Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er í forsvari fyrir málið. Þegar fréttastofa bar það undir hann gat hann ekki tjáð sig um hvaðan lögreglan hefði haft myndina en segir það í rannsókn. „Það er komið á fullt núna til að tryggja sannleiksgildi myndarinnar. Við erum að vinna í því, það verður að koma í ljós eftir því sem líður á daginn. Það er ekkert staðfest núna en við erum fagmenn,“ segir hann. Lögreglumál Reykjavík Gervigreind Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan leitar þessara manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum mönnum sem sjást á myndinni sem er hér að ofan vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. 30. júlí 2025 14:42 Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. 30. júlí 2025 12:01 Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis segir algjörlega sturlað að vera orðinn sakborningur í rannsókn lögreglu vegna meintra hótana hans í garð eiganda bíls sem notaður var til að stela díselolíu af flutningabílum. 29. júlí 2025 11:02 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndina með tilkynningu á Facebook í gær í von um að fá upplýsingar um mennina fjóra sem staðnir voru að því í öryggismyndavélaupptökum að stela milljóna króna virði af díselolíu á lóð flutningafyrirtækisins Fraktlausna á Laugarnesi í Reykjavík. Sjá einnig: Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Nafnlaus aðgangur bjó myndina til Upptakan var birt á vef Vísis 28. júlí síðastliðinn og svo virðist sem að nafnlaus aðgangur á samfélagsmiðlum hafi tekið skjáskot af mjög svo óskýrri upptökunni og síðan notast við gervigreindarforrit af einhverju tagi til að skálda í eyðurnar. Í myndbandinu hér að neðan er hægt að sjá skýran samanburð á upptökunni upphaflegu annars vegar og myndinni sem búið er að eiga við með gervigreind hins vegar. Á upptökunni sést til að mynda ansi vel að einn mannanna var klæddur í gráa hettupeysu og að hann bar svarta húfu á höfði. Í myndinni sem lögreglan dreifði er hann hins vegar kominn í stuttermabol og með þykkt krullað hár. Þar að auki hefur gervigreindin hengt á hann gullkeðju af einhverri ástæðu. Ýmis önnur ummerki um gervigreindarvinnslu sjást á skjáskotinu. Til að merkja hefur gervigreindin sett óþekkt merki á húdd bílsins sem er alveg ógreinilegt í upptökunni. Ætla má að reikningurinn sé nafnlaus enda var hann stofnaður í maí síðastliðnum og hefur aðeins tjáð sig um innflytjendur á Íslandi.Vísir/Skjáskot Eftir því sem fréttastofa kemst næst birtist myndin fyrst á Facebook-hópnum Þjófar á Íslandi þann 27. júlí síðastliðinn. Með færslunni fylgdi textinn: „Skírari mynd af þessum dísel þjófum!“ og reikningurinn sem birti hana heitir Lóa Stína. Ólíklegt er þó að Lóa Stína sé raunverulegt nafn þess sem rekur reikninginn enda var hann stofnaður í maí síðastliðnum og hefur nær einungis birt færslur um múslímska innflytjendur og samtökin No Borders. Rannsókn í gangi Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er í forsvari fyrir málið. Þegar fréttastofa bar það undir hann gat hann ekki tjáð sig um hvaðan lögreglan hefði haft myndina en segir það í rannsókn. „Það er komið á fullt núna til að tryggja sannleiksgildi myndarinnar. Við erum að vinna í því, það verður að koma í ljós eftir því sem líður á daginn. Það er ekkert staðfest núna en við erum fagmenn,“ segir hann.
Lögreglumál Reykjavík Gervigreind Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan leitar þessara manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum mönnum sem sjást á myndinni sem er hér að ofan vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. 30. júlí 2025 14:42 Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. 30. júlí 2025 12:01 Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis segir algjörlega sturlað að vera orðinn sakborningur í rannsókn lögreglu vegna meintra hótana hans í garð eiganda bíls sem notaður var til að stela díselolíu af flutningabílum. 29. júlí 2025 11:02 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Lögreglan leitar þessara manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum mönnum sem sjást á myndinni sem er hér að ofan vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. 30. júlí 2025 14:42
Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. 30. júlí 2025 12:01
Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis segir algjörlega sturlað að vera orðinn sakborningur í rannsókn lögreglu vegna meintra hótana hans í garð eiganda bíls sem notaður var til að stela díselolíu af flutningabílum. 29. júlí 2025 11:02