Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Agnar Már Másson skrifar 30. júlí 2025 14:58 Fréttastofa ræddi við suma af þekktustu spámönnum landsins og spurði þá út í veðrið. Vísir/Samsett Veðurstofan hefur spáð leiðindaveðri víða um landið um verslunarmannahelgina, ekki síst á Þjóðhátíð í Eyjum. Fréttastofa leitaði á náðir spámanna og miðla sem bjóða sumir betur. Veðurspáin er ansi blaut fyrir mestu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina, þar sem fólk er á flakki landshluta á milli. Vindhraði gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu á laugardagsmorgun í Vestmannaeyjum, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Siggi Stormur spáði roki og rigningu um allt land á laugardag og segir óvitlaust að gera pollagalla að inngönguskilyrði inn í Herjólfsdal. Einar Sveinbjörnsson spáir því reyndar að það rætist örlítið úr rigningunni. En hvað segja spámenn? Sigga kling spáir plokkfisk Sigga Kling, ein ástsælasta spákona landsins, segir við fréttastofu að eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga í mánuðinum hafi verið forboði þess leiðindaveðurs um helgina. „Eldgosið er að gera þetta vesen,“ segir hún. „Það verður hlýtt og það verða allir í stuði en það má búast við að það sé raki víðs vegar,“ segir Sigga. „En það kemur pínu sól.“ Sigga Kling, ein þekktasta spákona landsins. Í raun megi búast við sitt lítið af hverju. „Þetta verður eins og góður plokkfiskur, með bernaise og lauk og öllu,“ segir hún, „bara samansafn af verði.“ Gott veður fáist þó aðeins ef Íslendingar biðji hin andlegu öfl fallega. Valgerður Bachmann býst við besta veðrinu fyrir norðan Valgerður Bachmann, skyggn sem kveðst hafa starfað í andlegum málefnum í rúman áratug, segir við fréttastofu að það verði sól í eyjum en engin útlandastemning. „Það verður sól en ekki svo mikil sól að við fáum einhvern Tenerife-fíling,“ segir hún. „Það sést í sól.“ Valgerður Bachmann, spákona og miðill. Samkvæmt hennar spá verða Íslendingar þó ekki lausir við vætu þessa helgina. Annars staðar á landinu býst hún við rigningu en besta veðrinu fyrir norðan. „Það verður léttara veður á Akureyri,“ kemst hún að orði. Hún spáir þó hörkustemningu víða á landinu. „Íslendingar hafa aldrei látið veðrið stoppa sig,“ segir Valgerður. Ellý Ármanns spáir sólarvörn Spár Ellýjar Ármannsdóttur hafa farið sem eldur um sinu netheima síðustu vikur. Með hjálp pinnanna sinna spáði hún því fyrir mánuði að nauðsynlegt yrði að bera á sig sólarvörn á Þjóðhátíð í Eyjum um helgina. Fyrr hafði hún — eða pinnarnir — spáð góðu veðri. View this post on Instagram A post shared by €llý Ármann$ (@ellyarmannsdottir) Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Ellýju í dag til að athuga hvort hún hafi uppfært spá sína en hún hefur ekki svarað símtölum blaðamanns. Stjörnufræðingurinn yrkir Þá leitaði blaðamaður til stjörnufræðingsins Gunnlaugs Guðmundssonar sem hefur áratugum saman gert stjörnukort fyrir fólk. Gunnlaugur Guðmundsson. Hann hafði ekki mikið um veðrið að segja en hafði þó ort ljóð um veðrið í sumar sem hann deildi með blaðamanni. Það hljóðar svo: Tenerife, eyja fyrir sunnan, í sól, heit og þægileg Ísland, eyja fyrir norðan, í rigningu, köld og kraftmikil Burtséð frá veðrinu telur Gunnlaugur að Íslendingar komi til með að skemmta sér þó að það rigni. Og að sama skapi, burtséð frá áliti spámanna, mælir fréttastofa með því að lesa vandlega yfir veðurspár Veðurstofu Íslands eða annarra sérfræðinga áður en haldið er út á land. Veður Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Sjá meira
Veðurspáin er ansi blaut fyrir mestu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina, þar sem fólk er á flakki landshluta á milli. Vindhraði gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu á laugardagsmorgun í Vestmannaeyjum, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Siggi Stormur spáði roki og rigningu um allt land á laugardag og segir óvitlaust að gera pollagalla að inngönguskilyrði inn í Herjólfsdal. Einar Sveinbjörnsson spáir því reyndar að það rætist örlítið úr rigningunni. En hvað segja spámenn? Sigga kling spáir plokkfisk Sigga Kling, ein ástsælasta spákona landsins, segir við fréttastofu að eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga í mánuðinum hafi verið forboði þess leiðindaveðurs um helgina. „Eldgosið er að gera þetta vesen,“ segir hún. „Það verður hlýtt og það verða allir í stuði en það má búast við að það sé raki víðs vegar,“ segir Sigga. „En það kemur pínu sól.“ Sigga Kling, ein þekktasta spákona landsins. Í raun megi búast við sitt lítið af hverju. „Þetta verður eins og góður plokkfiskur, með bernaise og lauk og öllu,“ segir hún, „bara samansafn af verði.“ Gott veður fáist þó aðeins ef Íslendingar biðji hin andlegu öfl fallega. Valgerður Bachmann býst við besta veðrinu fyrir norðan Valgerður Bachmann, skyggn sem kveðst hafa starfað í andlegum málefnum í rúman áratug, segir við fréttastofu að það verði sól í eyjum en engin útlandastemning. „Það verður sól en ekki svo mikil sól að við fáum einhvern Tenerife-fíling,“ segir hún. „Það sést í sól.“ Valgerður Bachmann, spákona og miðill. Samkvæmt hennar spá verða Íslendingar þó ekki lausir við vætu þessa helgina. Annars staðar á landinu býst hún við rigningu en besta veðrinu fyrir norðan. „Það verður léttara veður á Akureyri,“ kemst hún að orði. Hún spáir þó hörkustemningu víða á landinu. „Íslendingar hafa aldrei látið veðrið stoppa sig,“ segir Valgerður. Ellý Ármanns spáir sólarvörn Spár Ellýjar Ármannsdóttur hafa farið sem eldur um sinu netheima síðustu vikur. Með hjálp pinnanna sinna spáði hún því fyrir mánuði að nauðsynlegt yrði að bera á sig sólarvörn á Þjóðhátíð í Eyjum um helgina. Fyrr hafði hún — eða pinnarnir — spáð góðu veðri. View this post on Instagram A post shared by €llý Ármann$ (@ellyarmannsdottir) Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Ellýju í dag til að athuga hvort hún hafi uppfært spá sína en hún hefur ekki svarað símtölum blaðamanns. Stjörnufræðingurinn yrkir Þá leitaði blaðamaður til stjörnufræðingsins Gunnlaugs Guðmundssonar sem hefur áratugum saman gert stjörnukort fyrir fólk. Gunnlaugur Guðmundsson. Hann hafði ekki mikið um veðrið að segja en hafði þó ort ljóð um veðrið í sumar sem hann deildi með blaðamanni. Það hljóðar svo: Tenerife, eyja fyrir sunnan, í sól, heit og þægileg Ísland, eyja fyrir norðan, í rigningu, köld og kraftmikil Burtséð frá veðrinu telur Gunnlaugur að Íslendingar komi til með að skemmta sér þó að það rigni. Og að sama skapi, burtséð frá áliti spámanna, mælir fréttastofa með því að lesa vandlega yfir veðurspár Veðurstofu Íslands eða annarra sérfræðinga áður en haldið er út á land.
Veður Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Sjá meira