Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar 29. júlí 2025 22:01 „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt.” Þessi orð lét eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum falla í samtali við blaðamann Vísis í kjölfar árlegrar útilegu nemenda við Verzlunarskóla Íslands, sem haldin var á svæðinu. Í þessari útilegu voru um 400 ungmenni sem komu saman í þeim tilgangi að hafa gaman, skemmta sér og hittast í sumarfríinu. Auðvitað má búast við að svona samkomum fylgi hávaði, enda um stóran hóp af fólki að ræða. Eigandi tjaldsvæðisins sagðist sjálfur hafa látið aðra gesti vita af fyrirhugaðri samkomu ungmennanna. Það var búið að sjá fyrir öllu, hvort sem það var gæsla eða afmarkað svæði. Eigandinn hyggst ekki ætla að leigja svæðið aftur vegna hávaða sem fylgdi gleði og lífi. Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel? Ég get sagt sjálfur frá því þegar ég fór í þessa útilegu, tvisvar sinnum, þá gekk allt mjög vel. Það var gæsla á svæðinu, svæðið var vel afmarkað og við fengum skýr fyrirmæli um það sem ekki mátti gera. Það er auðvitað smá hávaði sem fylgir svona stórum viðburði en við hlýddum og fórum eftir fyrirmælum. Það var ekkert vesen og engin vandræði, en hávaðinn fylgdi gleði og góðri stemningu. Verzlingum var treystandi fyrir því að koma aftur á næsta ári. En nú þurfa nemendur að leita að nýju tjaldsvæði þar sem má vonandi hafa gaman. Nýlega birtist frétt þess efnis að börn mættu ekki leika sér í boltaleik eftir klukkan 22 við Hlíðaskóla og þetta er staðan víðar, væntanlega vegna hávaða sem þessum leikjum kann að fylgja. Það liggur í hlutarins eðli að þegar börn og ungmenni eru að leika sér úti eru læti. Þegar ég var yngri skemmtum við okkur krakkarnir konunglega upp á sparkvelli, körfuboltavelli eða á skólalóðinni, og það var stundum eftir klukkan 22. Ég man ekki eftir að hafa séð nein skilti sem bönnuðu okkur að hittast eftir ákveðinn tíma. Það fylgdu okkur auðvitað einhver læti og hávaði, en það er einmitt með því að hittast og leika sér saman sem tengslin myndast, sem vináttan fær að blómstra á réttum forsendum. Af hverju þurfum við alltaf að vera setja ungmennum óþarfa skorður? Eru þær ekki settar af sama fólki sem finnst ungmenni vera einmana og grilluð í hausnum af skjátíma? Af hverju fá börn í dag ekki að njóta þess að vera ung eins og eldri kynslóðir? Það hefur tíðkast í umræðunni að segja að ungmenni séu ekki á góðum stað, að þau séu of mikið í símanum og þau séu ekki nógu dugleg að vera með jafnöldrum sínum utan skóla. Svo loks þegar þau ætla sér að fara út, hittast og hafa gaman, til dæmis í boltaleik er það bannað, eða þegar allt gengur vel og ekkert vesen en það fylgir hávaði þá er það ekki leyft aftur. Það er kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu. Í stað þess að tala þau niður fyrir það hversu ósjálfstæð og óábyrg þau eru, hrósum þeim fyrir það sem er vel gert. Ég tel það mjög gott að 400 manna hópur hafi komið saman án þess valda vandræðum eða veseni. Það sýnir það að þau eru að gera eitthvað rétt, þau eru að passa upp á hvort annað og þau eru á réttri leið. Höfundur er fyrrum nemandi Verzlunarskóla Íslands og framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
„Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt.” Þessi orð lét eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum falla í samtali við blaðamann Vísis í kjölfar árlegrar útilegu nemenda við Verzlunarskóla Íslands, sem haldin var á svæðinu. Í þessari útilegu voru um 400 ungmenni sem komu saman í þeim tilgangi að hafa gaman, skemmta sér og hittast í sumarfríinu. Auðvitað má búast við að svona samkomum fylgi hávaði, enda um stóran hóp af fólki að ræða. Eigandi tjaldsvæðisins sagðist sjálfur hafa látið aðra gesti vita af fyrirhugaðri samkomu ungmennanna. Það var búið að sjá fyrir öllu, hvort sem það var gæsla eða afmarkað svæði. Eigandinn hyggst ekki ætla að leigja svæðið aftur vegna hávaða sem fylgdi gleði og lífi. Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel? Ég get sagt sjálfur frá því þegar ég fór í þessa útilegu, tvisvar sinnum, þá gekk allt mjög vel. Það var gæsla á svæðinu, svæðið var vel afmarkað og við fengum skýr fyrirmæli um það sem ekki mátti gera. Það er auðvitað smá hávaði sem fylgir svona stórum viðburði en við hlýddum og fórum eftir fyrirmælum. Það var ekkert vesen og engin vandræði, en hávaðinn fylgdi gleði og góðri stemningu. Verzlingum var treystandi fyrir því að koma aftur á næsta ári. En nú þurfa nemendur að leita að nýju tjaldsvæði þar sem má vonandi hafa gaman. Nýlega birtist frétt þess efnis að börn mættu ekki leika sér í boltaleik eftir klukkan 22 við Hlíðaskóla og þetta er staðan víðar, væntanlega vegna hávaða sem þessum leikjum kann að fylgja. Það liggur í hlutarins eðli að þegar börn og ungmenni eru að leika sér úti eru læti. Þegar ég var yngri skemmtum við okkur krakkarnir konunglega upp á sparkvelli, körfuboltavelli eða á skólalóðinni, og það var stundum eftir klukkan 22. Ég man ekki eftir að hafa séð nein skilti sem bönnuðu okkur að hittast eftir ákveðinn tíma. Það fylgdu okkur auðvitað einhver læti og hávaði, en það er einmitt með því að hittast og leika sér saman sem tengslin myndast, sem vináttan fær að blómstra á réttum forsendum. Af hverju þurfum við alltaf að vera setja ungmennum óþarfa skorður? Eru þær ekki settar af sama fólki sem finnst ungmenni vera einmana og grilluð í hausnum af skjátíma? Af hverju fá börn í dag ekki að njóta þess að vera ung eins og eldri kynslóðir? Það hefur tíðkast í umræðunni að segja að ungmenni séu ekki á góðum stað, að þau séu of mikið í símanum og þau séu ekki nógu dugleg að vera með jafnöldrum sínum utan skóla. Svo loks þegar þau ætla sér að fara út, hittast og hafa gaman, til dæmis í boltaleik er það bannað, eða þegar allt gengur vel og ekkert vesen en það fylgir hávaði þá er það ekki leyft aftur. Það er kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu. Í stað þess að tala þau niður fyrir það hversu ósjálfstæð og óábyrg þau eru, hrósum þeim fyrir það sem er vel gert. Ég tel það mjög gott að 400 manna hópur hafi komið saman án þess valda vandræðum eða veseni. Það sýnir það að þau eru að gera eitthvað rétt, þau eru að passa upp á hvort annað og þau eru á réttri leið. Höfundur er fyrrum nemandi Verzlunarskóla Íslands og framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólks.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun