Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2025 13:23 Lögregluþjónar stóðu heiðursvörð þegar lík lögregluþjónsins Didarul Islam var flutt af sjúkrahúsi í gærkvöldi. AP/Angelina Katsanis Maðurinn sem skaut fjóra til bana í New York í gærkvöldi og svipti sig svo lífi ætlaði sér að fara inn í höfuðstöðvar NFL-deildarinnar en fór í ranga lyftu. Lögreglan segir Shane Tamura hafa átt sér sögu geðrænna vandamála og í bréfi sem fannst á líki hans lýsti hann yfir mikilli reiði í garð deildarinnar. Tamura hélt því einnig fram í bréfinu að hann hefði hlotið heilaskemmdir við að spila amerískan fótbolta fyrir um tveimur áratugum og fór fram á að heili hans yrði rannsakaður. Eric Adams, borgarstjóri New York, sagði í morgun að eftir að Tamura skaut fjóra til bana í anddyri skrifstofubyggingar, sem hýsir meðal annars höfuðstöðvar NFL, ætlaði hann sér að fara í þær höfuðstöðvar en fór í rangar lyftur í byggingunni, samkvæmt AP fréttaveitunni. Byggingin hýsir einnig höfuðstöðvar fjárfestingarfyrirtækisins Blackstone, sem er eitt stærsta sinnar tegundar í heiminum, en einn af starfsmönnum þess lést í árásinni. Sjá einnig: Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Eins og áður segir létust fjórir í skotárásinni, auk Tamura. Sá fimmti særðist alvarlega og var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann er sagður í stöðugu ásigkomulagi. Sá er talinn starfsmaður NFL, samkvæmt CNN. Öryggismyndavélar sýna manninn leggja BMW fyrir utan bygginguna, klukkan hálf sjö að staðartíma í gærkvöldi, og ganga inn í húsið haldandi á hálf sjálfvirkum riffli af gerðinni M4. Hann skaut lögregluþjón til bana í anddyrinu og konu. Því næst fór hann að lyftum þar sem hann skaut öryggisvörð og annan mann. Þá elti hann konu um borð í lyftu, en leyfði henni að lifa, og fór upp á 33 hæð, þar sem hann skaut einn til bana og svipti sig svo lífi. Lögregluþjónninn sem féll í árásinni var Didarul Islam. Hann var 36 ára gamall innflytjandi frá Bangladesh sem hafði verið í lögreglunni í þrjú og hálft ár. Hann var tveggja barna faðir en eiginkona hans er ólétt af þriðja barni þeirra. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Tamura hélt því einnig fram í bréfinu að hann hefði hlotið heilaskemmdir við að spila amerískan fótbolta fyrir um tveimur áratugum og fór fram á að heili hans yrði rannsakaður. Eric Adams, borgarstjóri New York, sagði í morgun að eftir að Tamura skaut fjóra til bana í anddyri skrifstofubyggingar, sem hýsir meðal annars höfuðstöðvar NFL, ætlaði hann sér að fara í þær höfuðstöðvar en fór í rangar lyftur í byggingunni, samkvæmt AP fréttaveitunni. Byggingin hýsir einnig höfuðstöðvar fjárfestingarfyrirtækisins Blackstone, sem er eitt stærsta sinnar tegundar í heiminum, en einn af starfsmönnum þess lést í árásinni. Sjá einnig: Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Eins og áður segir létust fjórir í skotárásinni, auk Tamura. Sá fimmti særðist alvarlega og var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann er sagður í stöðugu ásigkomulagi. Sá er talinn starfsmaður NFL, samkvæmt CNN. Öryggismyndavélar sýna manninn leggja BMW fyrir utan bygginguna, klukkan hálf sjö að staðartíma í gærkvöldi, og ganga inn í húsið haldandi á hálf sjálfvirkum riffli af gerðinni M4. Hann skaut lögregluþjón til bana í anddyrinu og konu. Því næst fór hann að lyftum þar sem hann skaut öryggisvörð og annan mann. Þá elti hann konu um borð í lyftu, en leyfði henni að lifa, og fór upp á 33 hæð, þar sem hann skaut einn til bana og svipti sig svo lífi. Lögregluþjónninn sem féll í árásinni var Didarul Islam. Hann var 36 ára gamall innflytjandi frá Bangladesh sem hafði verið í lögreglunni í þrjú og hálft ár. Hann var tveggja barna faðir en eiginkona hans er ólétt af þriðja barni þeirra.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira