Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júlí 2025 11:19 Frá Þjóðhátíð í Eyjum. Vísir/Elísabet Hanna Þjóðhátíðarnefnd er reiðubúin í að bregðast skjótt við raungerist slæm veðurspá um Verslunarmannahelgina. Vindhraði gæti náð 22 metrum á sekúndu laugardagsmorgun í Vestmannaeyjum og það stefnir allt í að helgin verði ansi blaut. Þjóðhátíð í Eyjum hefst með pompi og prakt á Húkkaraballinu á fimmtudagskvöld, og svo verður hátíðin formlega sett á föstudeginum. Það kvöld er miklu hvassviðri spáð, sem nær hámarki laugardagsmorguninn þegar vindhraði gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu í miklu rigningarveðri. Í raun er spáð rigningu um land allt bróðurpart laugardagsins. Það á svo að halda áfram að rigna í Eyjum á sunnudeginum. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir allt vera orðið reiðubúið fyrir hátíðarhöldin, og að menn séu undirbúnir í allskyns veður. Miðasalan gangi vel, hún sé á pari við hátíðina fyrir tveimur árum. „Við tökum þessu bara. Þetta er spá, og við vonum að hún rætist bara ekki neitt. Þetta fari bara framhjá en við búumst við því versta og vonum það besta. Erum tilbúin í það. Við höfum fest öll tjöld vel og eins og ég segi, þetta er bara spá,“ segir Jónas. Í fyrra fór þetta illa hjá sumum sem misstu sín tjöld og þurftu að leita skjóls í íþróttahöllinni, eruð þið viðbúin í að eitthvað svoleiðis gerist aftur? „Já, við erum alltaf tilbúin að opna hana og hleypa fólki inn eins og við gerðum í fyrra. Það er allt í startholum ef til þess kemur.“ Þeir sem hafi neyðst til að gista í íþróttahöllinni í fyrra hafi verið himinlifandi með úrræðið. Það sé einmitt tvennt sem er mikilvægast að pakka í töskur fyrir Þjóðhátíð. Það er pollagalli og góða skapið. „Komið bara. Þetta verður bara fjör. Smá rigning, ef hún kemur, þá tökum við því. Við erum Íslendingar og öllu vön,“ segir Jónas. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Veður Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið heitir Við eldana og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. 15. maí 2025 12:02 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Þjóðhátíð í Eyjum hefst með pompi og prakt á Húkkaraballinu á fimmtudagskvöld, og svo verður hátíðin formlega sett á föstudeginum. Það kvöld er miklu hvassviðri spáð, sem nær hámarki laugardagsmorguninn þegar vindhraði gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu í miklu rigningarveðri. Í raun er spáð rigningu um land allt bróðurpart laugardagsins. Það á svo að halda áfram að rigna í Eyjum á sunnudeginum. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir allt vera orðið reiðubúið fyrir hátíðarhöldin, og að menn séu undirbúnir í allskyns veður. Miðasalan gangi vel, hún sé á pari við hátíðina fyrir tveimur árum. „Við tökum þessu bara. Þetta er spá, og við vonum að hún rætist bara ekki neitt. Þetta fari bara framhjá en við búumst við því versta og vonum það besta. Erum tilbúin í það. Við höfum fest öll tjöld vel og eins og ég segi, þetta er bara spá,“ segir Jónas. Í fyrra fór þetta illa hjá sumum sem misstu sín tjöld og þurftu að leita skjóls í íþróttahöllinni, eruð þið viðbúin í að eitthvað svoleiðis gerist aftur? „Já, við erum alltaf tilbúin að opna hana og hleypa fólki inn eins og við gerðum í fyrra. Það er allt í startholum ef til þess kemur.“ Þeir sem hafi neyðst til að gista í íþróttahöllinni í fyrra hafi verið himinlifandi með úrræðið. Það sé einmitt tvennt sem er mikilvægast að pakka í töskur fyrir Þjóðhátíð. Það er pollagalli og góða skapið. „Komið bara. Þetta verður bara fjör. Smá rigning, ef hún kemur, þá tökum við því. Við erum Íslendingar og öllu vön,“ segir Jónas.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Veður Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið heitir Við eldana og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. 15. maí 2025 12:02 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið heitir Við eldana og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. 15. maí 2025 12:02
Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52