Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júlí 2025 11:02 Arnar Þór Ólafsson segir að sér virðist sem það eina sem skipti máli séu réttindi glæpamanna. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis segir algjörlega sturlað að vera orðinn sakborningur í rannsókn lögreglu vegna meintra hótana hans í garð eiganda bíls sem notaður var til að stela díselolíu af flutningabílum. Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir aðfaranótt laugardags. Arnar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Fraktlausna, segir um að ræða fimmta skiptið sem stolið sé af þeim og heildartap nemi um þremur milljónum króna. „Við erum búin að setja upp myndavélar og verið með næturvörslu. Við höfum meira að segja verið sofandi niðri í vinnu og ætlað að ná þeim,“ sagði Arnar Þór í samtali við fréttastofu um helgina. Greint var frá því í maí að íbúar við Miklubraut hefðu áhyggjur af óhreyfðum bíl sem lagt var í götunni og var fullur af bensínbrúsum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist bíllinn álíka þjófnaði og þeim sem fór fram á bílaplani Fraktlausna. Arnar segist telja borgina fulla af slíkum bílum. „Það eru lagerar út um allt höfuðborgarsvæðið. Upp í Seljahverfi eru fullt af bílum sem eru fullir af bensín og olíu og það eru bílar niður á Miklubraut sem er margbúið að kvarta yfir og tilkynna þetta til lögreglu og heilbrigðiseftirlits en lítið gerist.“ Arnar Þór fékk þó símtal frá lögreglu á mánudagsmorgun en erindið var óvænt. „Þetta mál er heldur betur að þróast í skrítna átt. Ég fekk símtal frá Lögreglunni í morgun vegna þess að ég hafði framið lögbrot og hótað eiganda bílsins.“ Arnar Þór segist hafa hringt í eiganda bílsins sem náðist á upptöku í eftirlitsmyndavélakerfi sem notaður var til að ferja bensínið með. „Ég hringdi í hann og bauð honum að skila þvi sem hann stal af okkur ella myndi ég hafa upp á honum og ég væri ekki viss um að ég yrði ábyrgur gjörða minna þegar ég næði í skottið á honum,“ segir Arnar Þór. Eigandi bílsins hafi í fyrsta símtali sagst myndu skila olíunni strax. Það hafi hann ekki gert. Í næsta símtali hafi hann sagst vera búinn að selja bílinn, þetta hefði ekki verið hann og að hann vissi ekkert um málið. „Hann fór niðrá lögreglu stöð og laug að lögreglunni og kærði mig fyrir hótanir. lögreglan var fljót að hringja í mig og lesa mér pistilinn. Lögreglan sagði að hjá sér væri maður í öngum sínum og vissi ekki hvað hann ætti að gera, hann hefði slysast til að lána einhverjum bílinn sinn í ölvunarástandi og vissi því ekkert um hvað væri að gerast.“ Arnar Þór segist hafa bent lögregluna á að bíllinn hefði ítrekað verið notaður við aðra glæpi. „Að hann hefði viðurkennt það fyrir mér að hann væri með olíuna frá okkur og myndi skila henni. Meiri segja bauðst hann til að greiða fyrir olíuna sem þeir tóku. En lögreglan tók ekki þessi rök frá mér og var í raun alveg sama hvað ég hefði um málið að segja. Ég hafði framið lögbrot og það fengi sko að fara sína leið,“ segir Arnar Þór. Ekki náðist í Arnar Þór við vinnslu fréttarinnar. Lögreglumál Reykjavík Bensín og olía Bílar Olíuþjófnaður Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sjá meira
Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir aðfaranótt laugardags. Arnar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Fraktlausna, segir um að ræða fimmta skiptið sem stolið sé af þeim og heildartap nemi um þremur milljónum króna. „Við erum búin að setja upp myndavélar og verið með næturvörslu. Við höfum meira að segja verið sofandi niðri í vinnu og ætlað að ná þeim,“ sagði Arnar Þór í samtali við fréttastofu um helgina. Greint var frá því í maí að íbúar við Miklubraut hefðu áhyggjur af óhreyfðum bíl sem lagt var í götunni og var fullur af bensínbrúsum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist bíllinn álíka þjófnaði og þeim sem fór fram á bílaplani Fraktlausna. Arnar segist telja borgina fulla af slíkum bílum. „Það eru lagerar út um allt höfuðborgarsvæðið. Upp í Seljahverfi eru fullt af bílum sem eru fullir af bensín og olíu og það eru bílar niður á Miklubraut sem er margbúið að kvarta yfir og tilkynna þetta til lögreglu og heilbrigðiseftirlits en lítið gerist.“ Arnar Þór fékk þó símtal frá lögreglu á mánudagsmorgun en erindið var óvænt. „Þetta mál er heldur betur að þróast í skrítna átt. Ég fekk símtal frá Lögreglunni í morgun vegna þess að ég hafði framið lögbrot og hótað eiganda bílsins.“ Arnar Þór segist hafa hringt í eiganda bílsins sem náðist á upptöku í eftirlitsmyndavélakerfi sem notaður var til að ferja bensínið með. „Ég hringdi í hann og bauð honum að skila þvi sem hann stal af okkur ella myndi ég hafa upp á honum og ég væri ekki viss um að ég yrði ábyrgur gjörða minna þegar ég næði í skottið á honum,“ segir Arnar Þór. Eigandi bílsins hafi í fyrsta símtali sagst myndu skila olíunni strax. Það hafi hann ekki gert. Í næsta símtali hafi hann sagst vera búinn að selja bílinn, þetta hefði ekki verið hann og að hann vissi ekkert um málið. „Hann fór niðrá lögreglu stöð og laug að lögreglunni og kærði mig fyrir hótanir. lögreglan var fljót að hringja í mig og lesa mér pistilinn. Lögreglan sagði að hjá sér væri maður í öngum sínum og vissi ekki hvað hann ætti að gera, hann hefði slysast til að lána einhverjum bílinn sinn í ölvunarástandi og vissi því ekkert um hvað væri að gerast.“ Arnar Þór segist hafa bent lögregluna á að bíllinn hefði ítrekað verið notaður við aðra glæpi. „Að hann hefði viðurkennt það fyrir mér að hann væri með olíuna frá okkur og myndi skila henni. Meiri segja bauðst hann til að greiða fyrir olíuna sem þeir tóku. En lögreglan tók ekki þessi rök frá mér og var í raun alveg sama hvað ég hefði um málið að segja. Ég hafði framið lögbrot og það fengi sko að fara sína leið,“ segir Arnar Þór. Ekki náðist í Arnar Þór við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglumál Reykjavík Bensín og olía Bílar Olíuþjófnaður Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sjá meira