Ætlar að vera á íslensku á TikTok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 08:30 Bergrós Björnsdóttir sést hér í auglýsingamyndatöku fyrir Nike Training á dögunum. @bergrosbjornsdottir Nýjasta íslenska alþjóðastjarnan í CrossFit ætlar ekki að tjá sig á ensku á TikTok heldur sýna Íslendingum frá lífi sínu sem ung afrekskona. Bergrós Björnsdóttir er framtíðarstjarna Íslands í CrossFit íþróttinni en þessi átján ára stelpa frá Selfossi var ekki langt frá því að tryggja sig inn á heimsleikana í ár. Ísland á því miður engan keppenda á heimsleikunum í CrossFit en Bergrós var ásamt Söru Sigmundsdóttur sú sem komst næst því að tryggja sig inn. Bergrós hefur tímann fyrir sér enda varð hún bara átján ára gömul í febrúar. Hún hefur komist inn á heimsleika í unglingaflokki síðustu ár og komst meira segja á verðlaunapallinn hjá táningum árið 2023. Íslensku dæturnar hafa alltaf notið mikillar hylli á samfélagsmiðlum enda Anníe Mist Þórisdóttir (1,3 milljónir), Katrín Tanja Davíðsdóttir (1,6 milljónir) og Sara Sigmundsdóttir (1,6 milljónir) allar með meira en þrefaldan fjölda íslensku þjóðarinnar sem fylgja þeim á Instagram. Allar hafa þær Anníe, Katrín og Sara tjáð sig á ensku á samfélagsmiðlum enda er stærsti hópur fylgjenda þeirra fyrir utan landsteinana. Bergrós hefur verið á Instagram en nú ætlar hún að stíga skrefið inn á TikTok. Bergós ákvað að stofna TikTok síðu til að leyfa sérstaklega Íslendingum að fylgjast betur með henni reyna að vinna sér sæti á heimsleikunum í CrossFit. Þarna getur fólk kynnst henni nákvæmlega eins og hún er en samkvæmt upplýsingum Vísis þá mun hún sýna bæði góðu og slæmu dagana. Það vekur líka athygli að þrátt fyrir að Bergrós sé þegar farin að vekja athygli erlendis í CrossFit heiminum þá ætlar hún að hafa TikTok-ið sitt einungis á íslensku. Það gæti auðvitað breyst með enn betri árangri á alþjóðlegum vettvangi en til að byrja með verður fróðlegt að sjá hversu mikið verkefni er það er fyrir átján ára stelpu að komst í hóp þeirra bestu í heimi í sinni íþrótt. Hér fyrir neðan má sjá Bergrós fara yfir sögu sína og metnaðarfull markmið á TikTok. Hún ræðir þar meðal annars plön sína að komast inn á heimsleikana árið 2026. @bergrosb Stefnan er sett á CrossFit Games í fullorðinsflokki 2026, og mig langar að taka ykkur með í þetta ferðalag😁 Ég veit ekki nákvæmlega hvernig ég mun deila þessu með ykkur, en ég ætla að gera mitt allra besta til að sýna ykkur vegferðina og allt sem henni fylgir🙏🏼 ♬ original sound - bergrosb CrossFit Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Sjá meira
Bergrós Björnsdóttir er framtíðarstjarna Íslands í CrossFit íþróttinni en þessi átján ára stelpa frá Selfossi var ekki langt frá því að tryggja sig inn á heimsleikana í ár. Ísland á því miður engan keppenda á heimsleikunum í CrossFit en Bergrós var ásamt Söru Sigmundsdóttur sú sem komst næst því að tryggja sig inn. Bergrós hefur tímann fyrir sér enda varð hún bara átján ára gömul í febrúar. Hún hefur komist inn á heimsleika í unglingaflokki síðustu ár og komst meira segja á verðlaunapallinn hjá táningum árið 2023. Íslensku dæturnar hafa alltaf notið mikillar hylli á samfélagsmiðlum enda Anníe Mist Þórisdóttir (1,3 milljónir), Katrín Tanja Davíðsdóttir (1,6 milljónir) og Sara Sigmundsdóttir (1,6 milljónir) allar með meira en þrefaldan fjölda íslensku þjóðarinnar sem fylgja þeim á Instagram. Allar hafa þær Anníe, Katrín og Sara tjáð sig á ensku á samfélagsmiðlum enda er stærsti hópur fylgjenda þeirra fyrir utan landsteinana. Bergrós hefur verið á Instagram en nú ætlar hún að stíga skrefið inn á TikTok. Bergós ákvað að stofna TikTok síðu til að leyfa sérstaklega Íslendingum að fylgjast betur með henni reyna að vinna sér sæti á heimsleikunum í CrossFit. Þarna getur fólk kynnst henni nákvæmlega eins og hún er en samkvæmt upplýsingum Vísis þá mun hún sýna bæði góðu og slæmu dagana. Það vekur líka athygli að þrátt fyrir að Bergrós sé þegar farin að vekja athygli erlendis í CrossFit heiminum þá ætlar hún að hafa TikTok-ið sitt einungis á íslensku. Það gæti auðvitað breyst með enn betri árangri á alþjóðlegum vettvangi en til að byrja með verður fróðlegt að sjá hversu mikið verkefni er það er fyrir átján ára stelpu að komst í hóp þeirra bestu í heimi í sinni íþrótt. Hér fyrir neðan má sjá Bergrós fara yfir sögu sína og metnaðarfull markmið á TikTok. Hún ræðir þar meðal annars plön sína að komast inn á heimsleikana árið 2026. @bergrosb Stefnan er sett á CrossFit Games í fullorðinsflokki 2026, og mig langar að taka ykkur með í þetta ferðalag😁 Ég veit ekki nákvæmlega hvernig ég mun deila þessu með ykkur, en ég ætla að gera mitt allra besta til að sýna ykkur vegferðina og allt sem henni fylgir🙏🏼 ♬ original sound - bergrosb
CrossFit Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Sjá meira