Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2025 22:02 Susan Sontag (1933-2004) fjallaði í bók sinni Um sársauka annarra (Regarding the pain of others, 2003) um það hvernig stöðugur fréttaflutningur og umfjöllun um eymd og hörmungar í heiminum getur haft þau áhrif að fólk aðlagar sig, brynjar sig, hættir að heyra og fer að nota eigin réttlætingar fyrir afstöðuleysi. Þó það sé ekki umfjöllunarefni Sontag má líkja þessu við ástand sem kallað hefur verið „samúðarþreyta“ (e. compassion fatigue), þar sem fólk, t.d. í hjálparstörfum, virðist missa hæfileikann til að sýna meðaumkun og samkennd og við tekur dofi, sinnuleysi og kaldhæðni en einnig er undirliggjandi afleidd áfallastreita, depurð og kvíði. Sontag sótti umfjöllun sína að miklu leyti í stríðið á Balkanskaganum sem var þá tiltölulega nýafstaðið en umfjöllunin á ekki síður við nú á dögum þegar við fáum hörmungarnar jafnvel enn meira í æð, það á bæði við um árásarstríð Rússa í Úkraínu en ekki síður þjóðarmorð Ísraels gagnvart íbúum Palestínu. Við höfum að líkindum aldrei séð eins mikið af hörmungum í heimsfréttunum á rauntíma en hættan er á að fólk sem ekki getur hugsað sér að horfast í augu við grimmd heimsins grípi í réttlætingar fyrir ástandinu til að deyfa viðbrögð sín og taka ekki afstöðu. Því sársauki annarra opnar á okkar eigin sársauka og við erum ekki öll nógu sterk til að höndla hann. Algengustu réttlætingar fyrir afstöðuleysi eru að viðkomandi þolandi hljóti að hafa átt þetta skilið eða til þess unnið, eða að þetta sé löngu liðið eða svo langt í burtu (algeng en oftast ómeðvituð réttlæting, það er löngum vitað að hörmungar í þriðja heiminum hafa snert Vesturlandabúa minna en þegar eitthvað kemur fyrir „okkar fólk“) og síðan að við séum hvort eð er vanmáttug og höfum engin úrræði. Fyrstnefnda réttlætingin er algeng meðal þeirra sem ekki geta horfst í augu við grimmdina, það er þeim auðveldara að trúa því að ofbeldið sé réttlætanlegt vegna illsku þolandans eða, að lágmarki, heimskulegra gjörða hans. Þetta er réttlætingin sem notuð var á miðöldum fyrir grimmilegum dauðarefsingum og pyntingum sem almenningur safnaðist saman til að horfa á. Þetta er réttlætingin sem notuð hefur verið gagnvart þolendum kynferðisofbeldis í gegnum tíðina – að viðkomandi hafi boðið upp á ofbeldið og nátengt þessu er ásökunin um lygar - „þetta er nú ekki svona“, „þetta gerðist aldrei“, „stelpur ljúga um nauðgun“, „þetta eru lygar sem Hamas eru að dreifa“. Fullyrðingar um að allir Palestínumenn séu hryðjuverkamenn og nýfædd ungbörnin þá verðandi hryðjuverkamenn. Undirliggjandi er sú sannfæring sumra að mannréttindi séu ekki algild, þú þurfir að vera þeirra verðugur. Aðstoð sé ölmusa, aðeins fyrir þá sem hafa til hennar unnið, sýna auðmýkt og skilyrðislaust þakklæti. Vegna þess að réttindi minnihlutahópa séu ekki virt í Palestínu í sama mæli og á Íslandi sé kjánalegt af þeim hinum sömu minnihlutahópum að mótmæla þjóðarmorðinu. Það virðist til dæmis vera erfitt fyrir fólk sem ekki aðhyllist algild mannréttindi að skilja hvers vegna feministi á Íslandi er fylgjandi því að einstaklingur sem aðhyllist strangar kennisetningar Íslam og jafnvel feðraveldi eigi líka að njóta mannréttinda. Það að þetta sé svo langt í burtu eða langt um liðið er gagnslítil réttlæting í dag því þetta er að gerast í rauntíma á sjónvarps- og símaskjánum hjá okkur. Þrátt fyrir að Ísraelskum stjórnvöldum hafi gengið ágætlega að afmennska Palestínufólk heima fyrir og sú afmennskun nái til stöku Zíonísta hér og annars staðar í Evrópu, sjáum við flest að þetta er að koma fyrir fólk „eins og okkur“; þetta eru feður og mæður, þetta eru lítil börn sem hjala og gráta nákvæmlega eins og börnin okkar og barnabörnin, þetta eru fatlaðir einstaklingar eins og við þekkjum hér heima, Palestínumenn geta líka verið með Downs heilkenni eða í hjólastól en hér á Íslandi er ekki sigað á þeim grimmum hundum. Gamli maðurinn sem hágrét því hann hafði ekki fengið að borða dögum saman er eins og afi okkar og líka hinn gamli maðurinn sem hneig niður þegar komið var að honum að fá matarskammt og var borinn í burtu – örendur. Þetta sjáum við allt nánast í beinni útsendingu. Þá er það réttlætingin – að við getum ekkert gert og því verðum við bara að hætta að finna til. „Hvað getum við gert á litla Íslandi?“ „Ekki er ég þess megnug að stöðva stríð í útlöndum“. Þetta er í takt við áðurnefnda umfjöllun Sontag en hún segir m.a. (bls.129): „Meðaumkun er hvikul tilfinning. Það þarf að virkja hana, annars verður hún að engu“. Það er þess vegna sem við verðum að hrista af okkur dofann og gera eitthvað. Því við getum öll gert eitthvað. Við getum hætt að þegja, við getum sagt upphátt að þetta sé ekki í okkar nafni. Við getum mótmælt, við getum gefið í safnanir, við getum safnað áheitum t.d. í Reykjavíkurmaraþoninu, við getum ávarpað stjórnmálafólk og hvatt þau til dáða. Við getum gengið í samtök eins og Vonarbrú og fengið þar stuðning frá öðru fólki sem er á sömu línu, við getum jafnvel í gegnum netið vingast við fólk í Palestínu sem er að horfast í augu við dauðann. Gefa þeim örlitla líflínu, þó ekki væri nema með því að segja þeim að við sjáum þau, við heyrum í þeim og að þetta er ekki í okkar nafni. Þannig höldum við í samkenndina okkar og hristum af okkur samúðarþreytuna. Mig langar að lokum að skora sérstaklega á kollega mína, félagsráðgjafa á Íslandi, að standa upp og láta í sér heyra því eins og segir í siðareglum félagsráðgjafa: Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað. Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Félagsmál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Susan Sontag (1933-2004) fjallaði í bók sinni Um sársauka annarra (Regarding the pain of others, 2003) um það hvernig stöðugur fréttaflutningur og umfjöllun um eymd og hörmungar í heiminum getur haft þau áhrif að fólk aðlagar sig, brynjar sig, hættir að heyra og fer að nota eigin réttlætingar fyrir afstöðuleysi. Þó það sé ekki umfjöllunarefni Sontag má líkja þessu við ástand sem kallað hefur verið „samúðarþreyta“ (e. compassion fatigue), þar sem fólk, t.d. í hjálparstörfum, virðist missa hæfileikann til að sýna meðaumkun og samkennd og við tekur dofi, sinnuleysi og kaldhæðni en einnig er undirliggjandi afleidd áfallastreita, depurð og kvíði. Sontag sótti umfjöllun sína að miklu leyti í stríðið á Balkanskaganum sem var þá tiltölulega nýafstaðið en umfjöllunin á ekki síður við nú á dögum þegar við fáum hörmungarnar jafnvel enn meira í æð, það á bæði við um árásarstríð Rússa í Úkraínu en ekki síður þjóðarmorð Ísraels gagnvart íbúum Palestínu. Við höfum að líkindum aldrei séð eins mikið af hörmungum í heimsfréttunum á rauntíma en hættan er á að fólk sem ekki getur hugsað sér að horfast í augu við grimmd heimsins grípi í réttlætingar fyrir ástandinu til að deyfa viðbrögð sín og taka ekki afstöðu. Því sársauki annarra opnar á okkar eigin sársauka og við erum ekki öll nógu sterk til að höndla hann. Algengustu réttlætingar fyrir afstöðuleysi eru að viðkomandi þolandi hljóti að hafa átt þetta skilið eða til þess unnið, eða að þetta sé löngu liðið eða svo langt í burtu (algeng en oftast ómeðvituð réttlæting, það er löngum vitað að hörmungar í þriðja heiminum hafa snert Vesturlandabúa minna en þegar eitthvað kemur fyrir „okkar fólk“) og síðan að við séum hvort eð er vanmáttug og höfum engin úrræði. Fyrstnefnda réttlætingin er algeng meðal þeirra sem ekki geta horfst í augu við grimmdina, það er þeim auðveldara að trúa því að ofbeldið sé réttlætanlegt vegna illsku þolandans eða, að lágmarki, heimskulegra gjörða hans. Þetta er réttlætingin sem notuð var á miðöldum fyrir grimmilegum dauðarefsingum og pyntingum sem almenningur safnaðist saman til að horfa á. Þetta er réttlætingin sem notuð hefur verið gagnvart þolendum kynferðisofbeldis í gegnum tíðina – að viðkomandi hafi boðið upp á ofbeldið og nátengt þessu er ásökunin um lygar - „þetta er nú ekki svona“, „þetta gerðist aldrei“, „stelpur ljúga um nauðgun“, „þetta eru lygar sem Hamas eru að dreifa“. Fullyrðingar um að allir Palestínumenn séu hryðjuverkamenn og nýfædd ungbörnin þá verðandi hryðjuverkamenn. Undirliggjandi er sú sannfæring sumra að mannréttindi séu ekki algild, þú þurfir að vera þeirra verðugur. Aðstoð sé ölmusa, aðeins fyrir þá sem hafa til hennar unnið, sýna auðmýkt og skilyrðislaust þakklæti. Vegna þess að réttindi minnihlutahópa séu ekki virt í Palestínu í sama mæli og á Íslandi sé kjánalegt af þeim hinum sömu minnihlutahópum að mótmæla þjóðarmorðinu. Það virðist til dæmis vera erfitt fyrir fólk sem ekki aðhyllist algild mannréttindi að skilja hvers vegna feministi á Íslandi er fylgjandi því að einstaklingur sem aðhyllist strangar kennisetningar Íslam og jafnvel feðraveldi eigi líka að njóta mannréttinda. Það að þetta sé svo langt í burtu eða langt um liðið er gagnslítil réttlæting í dag því þetta er að gerast í rauntíma á sjónvarps- og símaskjánum hjá okkur. Þrátt fyrir að Ísraelskum stjórnvöldum hafi gengið ágætlega að afmennska Palestínufólk heima fyrir og sú afmennskun nái til stöku Zíonísta hér og annars staðar í Evrópu, sjáum við flest að þetta er að koma fyrir fólk „eins og okkur“; þetta eru feður og mæður, þetta eru lítil börn sem hjala og gráta nákvæmlega eins og börnin okkar og barnabörnin, þetta eru fatlaðir einstaklingar eins og við þekkjum hér heima, Palestínumenn geta líka verið með Downs heilkenni eða í hjólastól en hér á Íslandi er ekki sigað á þeim grimmum hundum. Gamli maðurinn sem hágrét því hann hafði ekki fengið að borða dögum saman er eins og afi okkar og líka hinn gamli maðurinn sem hneig niður þegar komið var að honum að fá matarskammt og var borinn í burtu – örendur. Þetta sjáum við allt nánast í beinni útsendingu. Þá er það réttlætingin – að við getum ekkert gert og því verðum við bara að hætta að finna til. „Hvað getum við gert á litla Íslandi?“ „Ekki er ég þess megnug að stöðva stríð í útlöndum“. Þetta er í takt við áðurnefnda umfjöllun Sontag en hún segir m.a. (bls.129): „Meðaumkun er hvikul tilfinning. Það þarf að virkja hana, annars verður hún að engu“. Það er þess vegna sem við verðum að hrista af okkur dofann og gera eitthvað. Því við getum öll gert eitthvað. Við getum hætt að þegja, við getum sagt upphátt að þetta sé ekki í okkar nafni. Við getum mótmælt, við getum gefið í safnanir, við getum safnað áheitum t.d. í Reykjavíkurmaraþoninu, við getum ávarpað stjórnmálafólk og hvatt þau til dáða. Við getum gengið í samtök eins og Vonarbrú og fengið þar stuðning frá öðru fólki sem er á sömu línu, við getum jafnvel í gegnum netið vingast við fólk í Palestínu sem er að horfast í augu við dauðann. Gefa þeim örlitla líflínu, þó ekki væri nema með því að segja þeim að við sjáum þau, við heyrum í þeim og að þetta er ekki í okkar nafni. Þannig höldum við í samkenndina okkar og hristum af okkur samúðarþreytuna. Mig langar að lokum að skora sérstaklega á kollega mína, félagsráðgjafa á Íslandi, að standa upp og láta í sér heyra því eins og segir í siðareglum félagsráðgjafa: Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað. Höfundur er félagsráðgjafi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun