Innlent

Hjól­reiða­maður al­var­lega slasaður við Kerlingar­fjöll

Agnar Már Másson skrifar
Slysið átti sér stað við afleggjarann að Kerlingafjöllum.
Slysið átti sér stað við afleggjarann að Kerlingafjöllum.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan 15 í dag vegna hjólreiðamanns sem slasaðist í grennd við Kerlingarfjöll.

„Þetta var talið það alvarlegt að þetta var boðað út á fyrsta forgang,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, sem staðfestir slysið í samtali við fréttastofu. Þyrlan er á leiðinni á vettvang.

Slysið varð á Kjalvegi nálægt afleggjaranum að Kerlingarfjöllum, segir hann. Tildrög slyssins eru óljós en aðeins einn slasaðist að sögn Ásgríms.

Ásgrímur segir enn fremur að sennilega verði flogið með hjólreiðamanninn til Reykjavíkur, annað hvort á Reykjavíkurflugvöll eða beint á Landspítalann.

Veist þú meira um málið? Við tökum á móti ábendingum af öllu tagi á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×