Innlent

Á­rekstur í Öxnadal

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Löng bílaröð hefur myndast á Hringveginum í Öxnadal vegna slyssins.
Löng bílaröð hefur myndast á Hringveginum í Öxnadal vegna slyssins.

Tveir bílar skullu saman í Öxnadal, rétt hjá Akureyri, um klukkan þrjú í dag. Enginn er talinn hafa slasast alvarlega.

Tveggja bíla árekstur varð skammt utan Akureyrar í Öxnadal á þriðja tímanum. Níu voru um borð í bílunum tveimur en að sögn Marons Bergs Péturssonar, varaslökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akureyrar er ekki talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki í slysinu. Allir níu voru jafnframt fluttir á sjúkrahús þar sem líðan þeirra verður nánar athuguð.

Slökkvilið og lögregla hafi viðhaft nokkurn viðbúnað vegna slyssins en betur hafi farið en á horfðist og viðbragðið hafi verið afturkallað að einhverju leyti.

Vegurinn um Öxnadal var lokaður um tíma vegna slyssins en búið er að opna umferðina í átt til Reykjavíkur.

Brak er enn á veginum.Aðsend

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra voru viðbragðsaðilar mættu viðbragðsaðilar á vettvang um korter yfir þrjú. Rúv greindi fyrst frá.

Veist þú meira um málið? Við tökum á móti ábendingum af öllu tagi á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×