Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2025 13:11 Hægt er að kæra húsbrot með því að mæta á lögreglustöð. Vísir/Vilhelm Aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert hægt að gera í málum tveggja manna, sem hafa ítrekað verið teknir fyrir húsbrot, nema hlutaðeigandi eigendur kæri þá. Fólk haldi oft að ekki þurfi að aðhafast frekar en að hringja á lögreglu og kæri því ekki. Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir verkefni næturinnar sagði frá tveimur tveimur mönnum sem lögregla þufti að vísa út úr sameign fjölbýlishúss í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. „Ekki teljandi lengur þessi skipti þar sem þessum er vísað út,“ sagði í dagbókinni. Veltur á því að húseigendur kæri Svo virðist sem þessir tilteknu menn mikli það ekki fyrir sér að fremja húsbrot en að sögn Unnars Más Ástþórssonar, aðalvarðstjóra lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu, er um ógæfumenn að ræða, sem eru í leit að húsaskjóli. „Það er hægt að gera smá í þessu en það veltur á því að húseigendur, þá væntanlega húsfélag, fyrst þetta er stigagangur, telji sig geta kært viðkomandi fyrir húsbrot. Þá er ég ekki að tala um innbrot, það er öðruvísi, heldur húsbrot. Það eru oft sömu einstaklingar sem eru að stunda þetta. Við reynum að skerast í leikinn og koma málum í viðeigandi farveg. Ef þetta eru óreglumenn þá fara þeir í úrræði á vegum borgarinnar, eða þá fara í gistingu hjá okkur, þangað til að það er hægt að tala við þá.“ Fólk kæri yfirleitt ekki Unnar Már segir að húseigendur kæri yfirleitt ekki húsbrot af þessu tagi og því séu afleiðingar af þeim takmarkaðar. Þó séu til dæmi um að það hafi verið gert. „Stundum er það þannig að einstaklingar halda að þegar lögreglan er komin í málið, þá gerist hlutirnir sjálfkrafa. Það er ekki svo í þessu tilfelli enda þarf að kæra húsbrot. Það kostar náttúrulega smá vinnu fyrir viðkomandi húseiganda eða húsfélag, og hann er kannski ekki tilbúinn í að leggja í þá vinnu.“ Lögreglumál Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir verkefni næturinnar sagði frá tveimur tveimur mönnum sem lögregla þufti að vísa út úr sameign fjölbýlishúss í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. „Ekki teljandi lengur þessi skipti þar sem þessum er vísað út,“ sagði í dagbókinni. Veltur á því að húseigendur kæri Svo virðist sem þessir tilteknu menn mikli það ekki fyrir sér að fremja húsbrot en að sögn Unnars Más Ástþórssonar, aðalvarðstjóra lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu, er um ógæfumenn að ræða, sem eru í leit að húsaskjóli. „Það er hægt að gera smá í þessu en það veltur á því að húseigendur, þá væntanlega húsfélag, fyrst þetta er stigagangur, telji sig geta kært viðkomandi fyrir húsbrot. Þá er ég ekki að tala um innbrot, það er öðruvísi, heldur húsbrot. Það eru oft sömu einstaklingar sem eru að stunda þetta. Við reynum að skerast í leikinn og koma málum í viðeigandi farveg. Ef þetta eru óreglumenn þá fara þeir í úrræði á vegum borgarinnar, eða þá fara í gistingu hjá okkur, þangað til að það er hægt að tala við þá.“ Fólk kæri yfirleitt ekki Unnar Már segir að húseigendur kæri yfirleitt ekki húsbrot af þessu tagi og því séu afleiðingar af þeim takmarkaðar. Þó séu til dæmi um að það hafi verið gert. „Stundum er það þannig að einstaklingar halda að þegar lögreglan er komin í málið, þá gerist hlutirnir sjálfkrafa. Það er ekki svo í þessu tilfelli enda þarf að kæra húsbrot. Það kostar náttúrulega smá vinnu fyrir viðkomandi húseiganda eða húsfélag, og hann er kannski ekki tilbúinn í að leggja í þá vinnu.“
Lögreglumál Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira