Semja um vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2025 10:33 Hun Manet, forsætisráðherra Kambódíu, er hér til vinstri og hægra megin er Phumtham Wechayachai, starfandi forsætisráðherra Taílands. Á milli þeirra stendur Anwar Ibrahim, forsætisráðherra Malasíu. AP/Mohd Rasfan Ráðamenn í Taílandi og Kambódíu hafa samþykkt skilyrðislaust vopnahlé sín á milli, sem taka mun gildi seinna í dag. Að minnsta kosti 33 hafa fallið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín frá því átök brutust út milli ríkjanna í síðustu viku. Á blaðamannafundi sem fór fram í kjölfar viðræðna í morgun lýstu þeir Hun Manet, forsætisráðherra Kambódíu, og Phumtham Wechayachai, starfandi forsætisráðherra Taílands, því yfir að samkomulag hefði náðst. Vopnahléið mun hefjast á miðnætti að staðartíma og í fyrramálið eiga leiðtogar herafla ríkjanna að halda óformlegar viðræður sín á milli. Anwar Ibrahim, leiðtogi Malasíu, var einnig á blaðamannafundinum en hann hefur komið að viðræðunum milli ráðamanna ríkjanna tveggja. Þakkaði hann þeim fyrir að hafa komist að samkomulagi og sagðist vonast til þess að um væri að ræða skref í átt að langvarandi friði. Manet sagði fundinn í morgun hafa verið mjög góðan og þakkaði hann Anwar, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Kína fyrir aðkomu þeirra að friðarviðræðunum, samkvæmt frétt BBC. Trump hafði þrýst á yfirvöld í báðum löndum að koma á friði. Hann sagðist vonast til þess að átökin myndu stöðvast hið snarasta og sagði tíma til kominn til að bæta samskipti Taílands og Kambódíu. Wechayachai sló á svipaða strengi, þakkaði Trump og Kínverjum einnig, og sagði ráðamenn í Taíland staðráðna í að koma á friði. Leiðtogarnir tókust í hendur að blaðamannafundinum loknum en svöruðu engum spurningum. Hafa deilt um landamæri í áratugi Átökin milli ríkjanna eiga sér í raun langan aðdraganda en þó hófust síðasta fimmtudag eftir að fimm taílenskir hermenn særðust þegar jarðsprengja sprakk á landamærum ríkjanna. Báðir aðilar saka andstæðing sinn um að hefja átökin en ríkin deila um átta hundruð kílómetra löngum landamærum sem deilt hefur verið um í áratugi. Landamærin voru teiknuð fyrir rúmri öld, eftir að Frakkar lögðu Kambódíu undir sig. Átökin héldu áfram í morgun og hafa sprengingar og skothríð heyrst þar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Kambódía Taíland Hernaður Malasía Donald Trump Kína Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Ráðamenn í Kambódíu hafa gert gert ákall eftir tafarlausu vopnahléi eftir að til átaka kom á landamærum Kambódíu og Taílands. Forsætisráðherra Taílands varar við því að átökin gætu færst nær stríði. 26. júlí 2025 10:16 Lýsa yfir herlögum í Taílandi Yfirvöld í Taílandi hafa lýst yfir herlögum í átta héruðum landsins vegna átaka á milli þeirra og Kambódíu. Yfir hundrað þúsund íbúar í Taílandi hafa yfirgefið heimili sín. 25. júlí 2025 16:19 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Á blaðamannafundi sem fór fram í kjölfar viðræðna í morgun lýstu þeir Hun Manet, forsætisráðherra Kambódíu, og Phumtham Wechayachai, starfandi forsætisráðherra Taílands, því yfir að samkomulag hefði náðst. Vopnahléið mun hefjast á miðnætti að staðartíma og í fyrramálið eiga leiðtogar herafla ríkjanna að halda óformlegar viðræður sín á milli. Anwar Ibrahim, leiðtogi Malasíu, var einnig á blaðamannafundinum en hann hefur komið að viðræðunum milli ráðamanna ríkjanna tveggja. Þakkaði hann þeim fyrir að hafa komist að samkomulagi og sagðist vonast til þess að um væri að ræða skref í átt að langvarandi friði. Manet sagði fundinn í morgun hafa verið mjög góðan og þakkaði hann Anwar, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Kína fyrir aðkomu þeirra að friðarviðræðunum, samkvæmt frétt BBC. Trump hafði þrýst á yfirvöld í báðum löndum að koma á friði. Hann sagðist vonast til þess að átökin myndu stöðvast hið snarasta og sagði tíma til kominn til að bæta samskipti Taílands og Kambódíu. Wechayachai sló á svipaða strengi, þakkaði Trump og Kínverjum einnig, og sagði ráðamenn í Taíland staðráðna í að koma á friði. Leiðtogarnir tókust í hendur að blaðamannafundinum loknum en svöruðu engum spurningum. Hafa deilt um landamæri í áratugi Átökin milli ríkjanna eiga sér í raun langan aðdraganda en þó hófust síðasta fimmtudag eftir að fimm taílenskir hermenn særðust þegar jarðsprengja sprakk á landamærum ríkjanna. Báðir aðilar saka andstæðing sinn um að hefja átökin en ríkin deila um átta hundruð kílómetra löngum landamærum sem deilt hefur verið um í áratugi. Landamærin voru teiknuð fyrir rúmri öld, eftir að Frakkar lögðu Kambódíu undir sig. Átökin héldu áfram í morgun og hafa sprengingar og skothríð heyrst þar, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Kambódía Taíland Hernaður Malasía Donald Trump Kína Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Ráðamenn í Kambódíu hafa gert gert ákall eftir tafarlausu vopnahléi eftir að til átaka kom á landamærum Kambódíu og Taílands. Forsætisráðherra Taílands varar við því að átökin gætu færst nær stríði. 26. júlí 2025 10:16 Lýsa yfir herlögum í Taílandi Yfirvöld í Taílandi hafa lýst yfir herlögum í átta héruðum landsins vegna átaka á milli þeirra og Kambódíu. Yfir hundrað þúsund íbúar í Taílandi hafa yfirgefið heimili sín. 25. júlí 2025 16:19 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Ráðamenn í Kambódíu hafa gert gert ákall eftir tafarlausu vopnahléi eftir að til átaka kom á landamærum Kambódíu og Taílands. Forsætisráðherra Taílands varar við því að átökin gætu færst nær stríði. 26. júlí 2025 10:16
Lýsa yfir herlögum í Taílandi Yfirvöld í Taílandi hafa lýst yfir herlögum í átta héruðum landsins vegna átaka á milli þeirra og Kambódíu. Yfir hundrað þúsund íbúar í Taílandi hafa yfirgefið heimili sín. 25. júlí 2025 16:19