Semja um vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2025 10:33 Hun Manet, forsætisráðherra Kambódíu, er hér til vinstri og hægra megin er Phumtham Wechayachai, starfandi forsætisráðherra Taílands. Á milli þeirra stendur Anwar Ibrahim, forsætisráðherra Malasíu. AP/Mohd Rasfan Ráðamenn í Taílandi og Kambódíu hafa samþykkt skilyrðislaust vopnahlé sín á milli, sem taka mun gildi seinna í dag. Að minnsta kosti 33 hafa fallið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín frá því átök brutust út milli ríkjanna í síðustu viku. Á blaðamannafundi sem fór fram í kjölfar viðræðna í morgun lýstu þeir Hun Manet, forsætisráðherra Kambódíu, og Phumtham Wechayachai, starfandi forsætisráðherra Taílands, því yfir að samkomulag hefði náðst. Vopnahléið mun hefjast á miðnætti að staðartíma og í fyrramálið eiga leiðtogar herafla ríkjanna að halda óformlegar viðræður sín á milli. Anwar Ibrahim, leiðtogi Malasíu, var einnig á blaðamannafundinum en hann hefur komið að viðræðunum milli ráðamanna ríkjanna tveggja. Þakkaði hann þeim fyrir að hafa komist að samkomulagi og sagðist vonast til þess að um væri að ræða skref í átt að langvarandi friði. Manet sagði fundinn í morgun hafa verið mjög góðan og þakkaði hann Anwar, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Kína fyrir aðkomu þeirra að friðarviðræðunum, samkvæmt frétt BBC. Trump hafði þrýst á yfirvöld í báðum löndum að koma á friði. Hann sagðist vonast til þess að átökin myndu stöðvast hið snarasta og sagði tíma til kominn til að bæta samskipti Taílands og Kambódíu. Wechayachai sló á svipaða strengi, þakkaði Trump og Kínverjum einnig, og sagði ráðamenn í Taíland staðráðna í að koma á friði. Leiðtogarnir tókust í hendur að blaðamannafundinum loknum en svöruðu engum spurningum. Hafa deilt um landamæri í áratugi Átökin milli ríkjanna eiga sér í raun langan aðdraganda en þó hófust síðasta fimmtudag eftir að fimm taílenskir hermenn særðust þegar jarðsprengja sprakk á landamærum ríkjanna. Báðir aðilar saka andstæðing sinn um að hefja átökin en ríkin deila um átta hundruð kílómetra löngum landamærum sem deilt hefur verið um í áratugi. Landamærin voru teiknuð fyrir rúmri öld, eftir að Frakkar lögðu Kambódíu undir sig. Átökin héldu áfram í morgun og hafa sprengingar og skothríð heyrst þar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Kambódía Taíland Hernaður Malasía Donald Trump Kína Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Ráðamenn í Kambódíu hafa gert gert ákall eftir tafarlausu vopnahléi eftir að til átaka kom á landamærum Kambódíu og Taílands. Forsætisráðherra Taílands varar við því að átökin gætu færst nær stríði. 26. júlí 2025 10:16 Lýsa yfir herlögum í Taílandi Yfirvöld í Taílandi hafa lýst yfir herlögum í átta héruðum landsins vegna átaka á milli þeirra og Kambódíu. Yfir hundrað þúsund íbúar í Taílandi hafa yfirgefið heimili sín. 25. júlí 2025 16:19 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Á blaðamannafundi sem fór fram í kjölfar viðræðna í morgun lýstu þeir Hun Manet, forsætisráðherra Kambódíu, og Phumtham Wechayachai, starfandi forsætisráðherra Taílands, því yfir að samkomulag hefði náðst. Vopnahléið mun hefjast á miðnætti að staðartíma og í fyrramálið eiga leiðtogar herafla ríkjanna að halda óformlegar viðræður sín á milli. Anwar Ibrahim, leiðtogi Malasíu, var einnig á blaðamannafundinum en hann hefur komið að viðræðunum milli ráðamanna ríkjanna tveggja. Þakkaði hann þeim fyrir að hafa komist að samkomulagi og sagðist vonast til þess að um væri að ræða skref í átt að langvarandi friði. Manet sagði fundinn í morgun hafa verið mjög góðan og þakkaði hann Anwar, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Kína fyrir aðkomu þeirra að friðarviðræðunum, samkvæmt frétt BBC. Trump hafði þrýst á yfirvöld í báðum löndum að koma á friði. Hann sagðist vonast til þess að átökin myndu stöðvast hið snarasta og sagði tíma til kominn til að bæta samskipti Taílands og Kambódíu. Wechayachai sló á svipaða strengi, þakkaði Trump og Kínverjum einnig, og sagði ráðamenn í Taíland staðráðna í að koma á friði. Leiðtogarnir tókust í hendur að blaðamannafundinum loknum en svöruðu engum spurningum. Hafa deilt um landamæri í áratugi Átökin milli ríkjanna eiga sér í raun langan aðdraganda en þó hófust síðasta fimmtudag eftir að fimm taílenskir hermenn særðust þegar jarðsprengja sprakk á landamærum ríkjanna. Báðir aðilar saka andstæðing sinn um að hefja átökin en ríkin deila um átta hundruð kílómetra löngum landamærum sem deilt hefur verið um í áratugi. Landamærin voru teiknuð fyrir rúmri öld, eftir að Frakkar lögðu Kambódíu undir sig. Átökin héldu áfram í morgun og hafa sprengingar og skothríð heyrst þar, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Kambódía Taíland Hernaður Malasía Donald Trump Kína Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Ráðamenn í Kambódíu hafa gert gert ákall eftir tafarlausu vopnahléi eftir að til átaka kom á landamærum Kambódíu og Taílands. Forsætisráðherra Taílands varar við því að átökin gætu færst nær stríði. 26. júlí 2025 10:16 Lýsa yfir herlögum í Taílandi Yfirvöld í Taílandi hafa lýst yfir herlögum í átta héruðum landsins vegna átaka á milli þeirra og Kambódíu. Yfir hundrað þúsund íbúar í Taílandi hafa yfirgefið heimili sín. 25. júlí 2025 16:19 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Ráðamenn í Kambódíu hafa gert gert ákall eftir tafarlausu vopnahléi eftir að til átaka kom á landamærum Kambódíu og Taílands. Forsætisráðherra Taílands varar við því að átökin gætu færst nær stríði. 26. júlí 2025 10:16
Lýsa yfir herlögum í Taílandi Yfirvöld í Taílandi hafa lýst yfir herlögum í átta héruðum landsins vegna átaka á milli þeirra og Kambódíu. Yfir hundrað þúsund íbúar í Taílandi hafa yfirgefið heimili sín. 25. júlí 2025 16:19