Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. júlí 2025 07:39 Það verður spennandi að fylgjast með þróun mála þar til fulltrúadeildin kemur aftur saman eftir sex vikur. Getty Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin héldu áfram um helgina eftir að Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, sendi þingmenn snemma í sumarfrí til að komast hjá atkvæðagreiðslu um þverpólítískt frumvarp um birtingu gagnanna. Johnson sakaði flokksbróður sinn Thomas Massie, annan flutningsmanna málsins, um að valda Repúblikanaflokknum pólitískum „sársauka“ með því að taka saman höndum með Demókrötum í viðleitni til að fá skjölin birt. „Ég veit ekki af hverju gagnsæi ætti að vera sársaukafullt pólitískt,“ sagði Massie í þættinum Meet The Press í gær. „Er sársaukinn sá að þessi skjöl séu vandræðileg fyrir einhvern í flokknum? Ef svo er þá er það ekki góð afsökun. Er sársaukinn sá að þegar þingmenn ganga til atkvæðagreiðslu þá þurfi þeir að velja á milli þess að vernda hina ríku og valdamiklu frá skömm og þess að ná fram réttlæti til handa þolendum? Ég skil ekki hvað hann meinar,“ sagði Massie. Reps. Khanna and Massie push to release Epstein files ‘for the victims’: Full interview https://t.co/jQ4kAA6vbm— Meet the Press (@MeetThePress) July 27, 2025 Johnson hefur haldið því fram að ekki sé hægt að birta Epstein-skjölin þar sem það kæmi niður á þeim þolendum sem þar koma við sögu. Massie og Demókratinn Ro Khanna, sem einnig er flutningsmaður málsins, segja frumvarpið hins vegar kveða á um vernd til handa þolendunum, meðal annars með útstrikunum, og girða fyrir birtingu mynda eða myndskeiða sem sýna barnaníð. Johnson og Massie greinir einnig á um hvort yfirvöld eigi að náða Ghislaine Maxwell eða stytta dóm hennar gegn frekari upplýsingum um glæpi vinar hennar Jeffrey Epstein. Johnson segist ekki hugnast það, á meðan Massie segist allt vilja gera til að upplýsa málið. Hugmyndir um einhvers konar syndaaflausn fyrir Maxwell hafa verið harðlega gagnrýndar, enda hafi hún beinlínis viljandi vingast við börn til að vinurinn gæti nauðgað þeim, eins og einhver orðaði það. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Johnson sakaði flokksbróður sinn Thomas Massie, annan flutningsmanna málsins, um að valda Repúblikanaflokknum pólitískum „sársauka“ með því að taka saman höndum með Demókrötum í viðleitni til að fá skjölin birt. „Ég veit ekki af hverju gagnsæi ætti að vera sársaukafullt pólitískt,“ sagði Massie í þættinum Meet The Press í gær. „Er sársaukinn sá að þessi skjöl séu vandræðileg fyrir einhvern í flokknum? Ef svo er þá er það ekki góð afsökun. Er sársaukinn sá að þegar þingmenn ganga til atkvæðagreiðslu þá þurfi þeir að velja á milli þess að vernda hina ríku og valdamiklu frá skömm og þess að ná fram réttlæti til handa þolendum? Ég skil ekki hvað hann meinar,“ sagði Massie. Reps. Khanna and Massie push to release Epstein files ‘for the victims’: Full interview https://t.co/jQ4kAA6vbm— Meet the Press (@MeetThePress) July 27, 2025 Johnson hefur haldið því fram að ekki sé hægt að birta Epstein-skjölin þar sem það kæmi niður á þeim þolendum sem þar koma við sögu. Massie og Demókratinn Ro Khanna, sem einnig er flutningsmaður málsins, segja frumvarpið hins vegar kveða á um vernd til handa þolendunum, meðal annars með útstrikunum, og girða fyrir birtingu mynda eða myndskeiða sem sýna barnaníð. Johnson og Massie greinir einnig á um hvort yfirvöld eigi að náða Ghislaine Maxwell eða stytta dóm hennar gegn frekari upplýsingum um glæpi vinar hennar Jeffrey Epstein. Johnson segist ekki hugnast það, á meðan Massie segist allt vilja gera til að upplýsa málið. Hugmyndir um einhvers konar syndaaflausn fyrir Maxwell hafa verið harðlega gagnrýndar, enda hafi hún beinlínis viljandi vingast við börn til að vinurinn gæti nauðgað þeim, eins og einhver orðaði það.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira