Lífið

Destiny's Child með ó­vænta endur­komu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hljómsveitin spilaði síðast á Coachella árið 2018.
Hljómsveitin spilaði síðast á Coachella árið 2018. Getty

Popptríóið Destiny's Child var með óvænta endurkomu á lokatónleikum Beyoncé í tónleikaröðinni Cowboy Carter Tour í Las Vegas í gærkvöldi. 

Hljómsveitin hefur ekki sungið saman í sjö ár og því ætlaði allt um koll að keyra þegar Kelly Rowland og Michelle Williams gengu inn á svið.

Tríóið söng alla helstu slagara Destiny´s Child, þar á meðal Loose My Breath og Bootylicious. 

Hljómsveitin var starfandi á árunum 1997 til 2006, þegar söngkonurnar fóru hver í sína áttina. Beyoncé hóf sólóferil sem söngkona og hefur síðan samið hvern slagarann á fætur öðrum. 

Frá 2006 hefur Destiny's Child einungis þrisvar komið fram, á hálfleikstónleikum Beyoncé á Superbowl 2013, og á Coachella tónlistarhátíðinni í Kaliforníu árið 2018. 

Beyoncé birti mynd frá tónleikum gærkvöldsins á Instagram síðu sína, þar sem þremenningarnir virðast í skýjunum yfir endurkomunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.