Formúla 1

Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt

Siggeir Ævarsson skrifar
Efstu ökumenn rúntuðu um brautina áðan, kappklæddir flestir, og heilsuðu upp á áhorfendur
Efstu ökumenn rúntuðu um brautina áðan, kappklæddir flestir, og heilsuðu upp á áhorfendur Vísir/Getty

Belgíukappaksturinn á Spa brautinni hefur verið í mikilli óvissu þar sem veðrið hefur sett strik í reikninginn en nú hefur stytt upp og það er allt klárt fyrir ræs eftir hálftíma eða þar um bil.

Í morgun rigndi svo hressilega að aflýsa varð Formúla 3 kappakstrinum á brautinni þar sem aðstæður voru einfaldlega stórhættulegar.

Góðu fréttirnar eru þær að það hefur stytt upp og Formúla 1 keppnin fer fram á réttum tíma. Áhugaverðu fréttirnar eru þær að það er ennþá rigning í kortunum og dropar að falla þessa stundina sem gæti haft töluverð áhrif á keppnina og hvernig liðin nálgast hana og skipuleggja sig.

Þetta kemur allt í ljós á eftir en keppnin er í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay og hefst útsending núna klukkan 12:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×