Innlent

Með­vitundar­laus maður sóttur í Silfru

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fyrsta forgangi vegna alvarlegs slyss í Silfru á Þingvöllum um tíuleytið. Um meðvitundarlausan einstakling var að ræða sem búið er að flytja á sjúkrahús.

„Það var beðið um fyrsta forgang á þyrlu við Silfru, að sækja einstakling þangað,“ sagði Ásgrímur Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðis Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu.

Nánari tildrög slyssins liggja ekki fyrir að svo stöddu en viðkomandi hafði misst meðvitund. 

Þyrlan lagði af stað um ellefuleytið, náði í hinn slasaða og lenti með hann á Landspítalanum í Fossvogi um hálf tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×