Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. júlí 2025 07:02 Til stendur af hálfu Evrópusambandsins að leggja verndartolla á Ísland, Noreg og Liechtenstein þvert á EES-samninginn sem ríkin eiga aðild að ásamt ríkjum sambandsins. Hefur ríkjunum samkvæmt fréttum verið tilkynnt um þetta. Forystumenn Evrópusambandsins gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega fyrir að leggja verndartolla á vinaþjóðir og brjóta með því gegn viðskiptasamningum við þau en hafa nú í hyggju að standa í raun enn verr að málum. Með fyrirhuguðum tollum hyggst Evrópusambandsins þannig bregðast við verndartollum Trumps þrátt fyrir að Ísland, Noregur og Liechtenstein beri enga sök í þeim efnum og hafi þvert á móti einnig orðið fyrir barðinu á bandarískum tollum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa til þessa lagt tolla með beinum hætti á þau ríki sem þau telja sig eiga viðskiptalega sökótt við en ekki ríki sem eiga þar ekki hlut að máli. Til stendur þannig að ganga enn lengra af sambandinu gegn ríkjunum þremur. Forystumenn í Noregi eru æfir yfir áformum Evrópusambandsins en engin gagnrýni hefur heyrzt frá hérlendum ráðamönnum í þeim efnum þrátt fyrir stór orð sömu aðila um tolla Trumps. Málið komst ekki í umræðuna hér á landi fyrr en eftir að fjallað hafði verið um það í norskum fjölmiðlum þrátt fyrir að íslenzk stjórnvöld hefðu vitað af því. Fulltrúar í utanríkismálanefnd Alþingis fréttu fyrst af því í þeim. Öllu skiptir ljóslega hvort um sé að ræða Evrópusambandið eða Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson EES-samningurinn Evrópusambandið Mest lesið Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Til stendur af hálfu Evrópusambandsins að leggja verndartolla á Ísland, Noreg og Liechtenstein þvert á EES-samninginn sem ríkin eiga aðild að ásamt ríkjum sambandsins. Hefur ríkjunum samkvæmt fréttum verið tilkynnt um þetta. Forystumenn Evrópusambandsins gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega fyrir að leggja verndartolla á vinaþjóðir og brjóta með því gegn viðskiptasamningum við þau en hafa nú í hyggju að standa í raun enn verr að málum. Með fyrirhuguðum tollum hyggst Evrópusambandsins þannig bregðast við verndartollum Trumps þrátt fyrir að Ísland, Noregur og Liechtenstein beri enga sök í þeim efnum og hafi þvert á móti einnig orðið fyrir barðinu á bandarískum tollum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa til þessa lagt tolla með beinum hætti á þau ríki sem þau telja sig eiga viðskiptalega sökótt við en ekki ríki sem eiga þar ekki hlut að máli. Til stendur þannig að ganga enn lengra af sambandinu gegn ríkjunum þremur. Forystumenn í Noregi eru æfir yfir áformum Evrópusambandsins en engin gagnrýni hefur heyrzt frá hérlendum ráðamönnum í þeim efnum þrátt fyrir stór orð sömu aðila um tolla Trumps. Málið komst ekki í umræðuna hér á landi fyrr en eftir að fjallað hafði verið um það í norskum fjölmiðlum þrátt fyrir að íslenzk stjórnvöld hefðu vitað af því. Fulltrúar í utanríkismálanefnd Alþingis fréttu fyrst af því í þeim. Öllu skiptir ljóslega hvort um sé að ræða Evrópusambandið eða Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar