Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. júlí 2025 07:03 Fram kemur í samkomulagi við Evrópusambandið um sjávarútvegsmál sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar, undirritaði á dögunum að komið verði á nánu samstarfi við sambandið varðandi stjórn veiða úr deilistofnum. Enn fremur segir að í því felist einnig samstarf á vettvangi strandríkja og innan svæðisbundinna fiskveiðistofnana með samræmingu á afstöðu fyrir fundi fyrir augum og mögulegar sameiginlegar tillögur. Hvergi var minnzt á þetta í fréttatilkynningu atvinnuvegaráðuneytisins um samkomulagið. Ég hef bent á það í fyrri skrifum mínum um málið að með þessu fái Evrópusambandið aðkomu til að mynda að ákvarðanatöku Íslands um veiðar á makríl í íslenzku efnahagslögsögunni sem engir samningar eru til staðar um. Enn fremur að með samræmingu á afstöðu Íslands við afstöðu sambandsins fyrir milliríkjafundi felizt aðlögun að stefnu þess í þessum efnum. Viðbrögð atvinnuvegaráðuneytisins við skrifum mínum voru á þá leið að hafna því að um aðlögun væri að ræða þrátt fyrir það sem beinlínis segir í samkomulaginu. Athygli vekur að ekkert er þar minnzt á umræddan hluta þess. Þá segir ráðuneytið að um sé að ræða að mörgu leyti sambærilegt samkomulag og Ísland hafi haft við Bretland í nokkur ár. Hvergi er í því samkomulagi hins vegar minnzt á samræmingu á afstöðu fyrir milliríkjafundi eða sameiginlegar tillögur. Talsvert snúið gæti jú reynzt að samræma afstöðu Íslands bæði við afstöðu Evrópusambandsins og Bretlands sem gjarnan hafa deilt um skiptingu deilistofna. Með samkomulagi Hönnu Katrínu eru íslenzk stjórnvöld þannig í reynd að taka sér stöðu með Evrópusambandinu gegn öðrum strandríkjum við Norður-Atlantshaf. Þar á meðal í raun Íslandi enda höfum við Íslendingar að sama skapi iðulega átt í deilum við sambandið varðandi veiðar úr deilistofnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Sjávarútvegur Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fram kemur í samkomulagi við Evrópusambandið um sjávarútvegsmál sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar, undirritaði á dögunum að komið verði á nánu samstarfi við sambandið varðandi stjórn veiða úr deilistofnum. Enn fremur segir að í því felist einnig samstarf á vettvangi strandríkja og innan svæðisbundinna fiskveiðistofnana með samræmingu á afstöðu fyrir fundi fyrir augum og mögulegar sameiginlegar tillögur. Hvergi var minnzt á þetta í fréttatilkynningu atvinnuvegaráðuneytisins um samkomulagið. Ég hef bent á það í fyrri skrifum mínum um málið að með þessu fái Evrópusambandið aðkomu til að mynda að ákvarðanatöku Íslands um veiðar á makríl í íslenzku efnahagslögsögunni sem engir samningar eru til staðar um. Enn fremur að með samræmingu á afstöðu Íslands við afstöðu sambandsins fyrir milliríkjafundi felizt aðlögun að stefnu þess í þessum efnum. Viðbrögð atvinnuvegaráðuneytisins við skrifum mínum voru á þá leið að hafna því að um aðlögun væri að ræða þrátt fyrir það sem beinlínis segir í samkomulaginu. Athygli vekur að ekkert er þar minnzt á umræddan hluta þess. Þá segir ráðuneytið að um sé að ræða að mörgu leyti sambærilegt samkomulag og Ísland hafi haft við Bretland í nokkur ár. Hvergi er í því samkomulagi hins vegar minnzt á samræmingu á afstöðu fyrir milliríkjafundi eða sameiginlegar tillögur. Talsvert snúið gæti jú reynzt að samræma afstöðu Íslands bæði við afstöðu Evrópusambandsins og Bretlands sem gjarnan hafa deilt um skiptingu deilistofna. Með samkomulagi Hönnu Katrínu eru íslenzk stjórnvöld þannig í reynd að taka sér stöðu með Evrópusambandinu gegn öðrum strandríkjum við Norður-Atlantshaf. Þar á meðal í raun Íslandi enda höfum við Íslendingar að sama skapi iðulega átt í deilum við sambandið varðandi veiðar úr deilistofnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar