Innlent

Frakkar viður­kenna Palestínu og stjórnar­and­staðan á Al­þingi mælist illa í nýrri könnun

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Gasa svæðinu og þá ákvörðun Frakklandsforseta að viðurkenna sjálfstæði Palestínu.

Gangi þetta eftir verður Frakkland öflugasta ríkið hingað til sem viðurkennir sjálfstæða Palestínu og eitt hinna svokölluðu G7 ríkja sem það hafa gert. Við ræðum við sérfræðing um hvaða þýðingu þetta gæti haft. 

Þá segjum við frá nýrri Maskínukönnun þar sem óánægja með stjórnarandstöðuna á Alþingi mælist meiri en nokkru sinni fyrr. 

Einnig hitum við upp fyrir Bræðsluna á Borgarfirði eystri sem hefst í dag en hátíðin vinsæla fagnar tuttugu ára afmæli. 

Í sportpakka dagsins verður EM í körfubolta til umræðu en deilur Kristófers Acox og landsliðsþjálfarans hafa vakið umtal síðustu daga. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 25. júlí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×