Litríkur karakter sem var engum líkur Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júlí 2025 18:39 Sóli og Þorgeir minnast Gylfa Ægis. „Það var á svona degi kom maður sem hét Gylfi Ægisson í land fyrir norðan og samdi þar eitthvert lag á dekkinu sem síðan Hljómsveit Ingimars Eydal, sem voru jú norðanmenn, sáu til þess yrði greyptur í vínyl og varð landsfrægur,“ segir Þorger Ásvaldsson um tilurð Í sól og sumaryl, eftir vin hans Gylfa Ægisson sem nú er látinn. Greint var frá andláti Gylfa í morgun, en hann var 78 ára gamall og skyldi eftir sig fjögur börn. Þorgeir og Sólmundur Hólm Sólmundsson, sem ritaði ævisögu Gylfa Sjúdderari rei, ræddu um þennan vin sinn sem nú er fallinn frá í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Hann sagði mér það sjálfur, þegar við vorum að gera bókina, og ég var að forvitnast um áhrifavaldana, var að pæla hvort það væru Bítlarnir eða Stones, og hann sagðist hafa verið undir áhrifum áfengis,“ segir Sóli. „En þetta voru ekki allt drykkjuvísur. Þetta er mikið af mjög fallegum lögum. Ég held að sjómannastéttin hafi til dæmis verið mjög þakklát fyrir þessi lög, því það var ákveðin einlægni í því hvernig hann lýsti þessari fjarlægð við fjölskylduna og ástina þegar menn voru í löngum túrum úti á sjó. Þetta hafði verið meira svona Ship-o-hoj fram að því. En ég held að hann hafi opnað á einlægari túlkun á það hvernig er að vera sjómaður. Ég tala nú ekki um á þessum árum, þetta var alveg ótrúlega hættulegt starf, og er svo sem enn, en þarna var bara mjög tvísýnt hvort menn kæmu í land aftur.“ Vonast til að Gylfa verði minnst fyrir tónlistina Skoðanir Gylfa féllu stundum ekki í kramið hjá öllum. Sóli vonast til þess að hans verði þó frekar minnst í gegnum tónlistina en fyrir það. „Mín kynni af Gylfa voru alltaf góð, þó það hafi verið gjá milli okkar skoðana undanfarin áratug eða svo. Hann átti það svolítið til að koma sér í neikvæða umfjöllun undir það síðasta.“ Þorgeir segir að Gylfi hafi verið viðkvæmur fyrir gagnrýni. Hann rifjar upp þegar hann lýsti lagi hans, hann man ekki nákvæmlega hverju, sem ABBA-legu lagi. „Þá hringdi síminn. Hann vildi bara segja mér að ef eitthvað væri þá væri það ABBA að stæla hann. Hann var mjög harður á því.“ Með hattinn þegar hann hitti Gylfa í síðasta skipti Gylfi var þekktur fyrir að bera mikilfenglegan skipstjórahatt. Hann var hans einkennismerki á síðustu áratugum. Sóli minnist á þegar þeir hittust í síðasta skipti hafi húfan einmitt verið á kollinum á honum. „Ég hitti hann fyrir tveimur þremur vikum síðan. Hann bjó undir það síðasta á Selfossi og var mikið á Shell í Hveragerði. Ég hitti hann þar, og þá var hann að sjálfsögðu með húfuna góðu. Hún fylgdi honum alltaf,“ segir Sóli. „Það var eitthvað í húfunni sem gerði hann skarpari í hugsun, að eigin sögn,“ segir Þorgeir. Sóli og Þorgeir eru sammála um að Gylfi hafi verið mikið og gott skáld. Sóli telur að hann hafi fengið orðhaginn frá móður sinni. „Hann talaði mikið um að hún var honum til halds og trausts í textagerð lengi vel. Það var ekki bara í einlægum og fallegum ljóðum, heldur líka í Sjúdderari rei,“ segir Sóli. „Hann var heima hjá sér að semja vísurnar, svo hringdi hann alltaf í mömmu sína þegar hann var búinn með eina vísu, og ef hún hló ekki þá henti hann henni og gerði aðra. Þannig allar vísurnar sem rötuðu í lagið Sjúdderari rei eru þær sem högnuðust móður hennar, allavega hennar húmor.“ Aðspurður um hvernig sé best að lýsa Gylfa segir Sóli: „Hann var engum líkur. Ég held að með öllum þeim kostum og göllum sem fylgja lýsingunni „litríkur karakter“ fái ekkert honum betur lýst. Hann var bara litríkur karakter.“ Andlát Tónlist Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Greint var frá andláti Gylfa í morgun, en hann var 78 ára gamall og skyldi eftir sig fjögur börn. Þorgeir og Sólmundur Hólm Sólmundsson, sem ritaði ævisögu Gylfa Sjúdderari rei, ræddu um þennan vin sinn sem nú er fallinn frá í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Hann sagði mér það sjálfur, þegar við vorum að gera bókina, og ég var að forvitnast um áhrifavaldana, var að pæla hvort það væru Bítlarnir eða Stones, og hann sagðist hafa verið undir áhrifum áfengis,“ segir Sóli. „En þetta voru ekki allt drykkjuvísur. Þetta er mikið af mjög fallegum lögum. Ég held að sjómannastéttin hafi til dæmis verið mjög þakklát fyrir þessi lög, því það var ákveðin einlægni í því hvernig hann lýsti þessari fjarlægð við fjölskylduna og ástina þegar menn voru í löngum túrum úti á sjó. Þetta hafði verið meira svona Ship-o-hoj fram að því. En ég held að hann hafi opnað á einlægari túlkun á það hvernig er að vera sjómaður. Ég tala nú ekki um á þessum árum, þetta var alveg ótrúlega hættulegt starf, og er svo sem enn, en þarna var bara mjög tvísýnt hvort menn kæmu í land aftur.“ Vonast til að Gylfa verði minnst fyrir tónlistina Skoðanir Gylfa féllu stundum ekki í kramið hjá öllum. Sóli vonast til þess að hans verði þó frekar minnst í gegnum tónlistina en fyrir það. „Mín kynni af Gylfa voru alltaf góð, þó það hafi verið gjá milli okkar skoðana undanfarin áratug eða svo. Hann átti það svolítið til að koma sér í neikvæða umfjöllun undir það síðasta.“ Þorgeir segir að Gylfi hafi verið viðkvæmur fyrir gagnrýni. Hann rifjar upp þegar hann lýsti lagi hans, hann man ekki nákvæmlega hverju, sem ABBA-legu lagi. „Þá hringdi síminn. Hann vildi bara segja mér að ef eitthvað væri þá væri það ABBA að stæla hann. Hann var mjög harður á því.“ Með hattinn þegar hann hitti Gylfa í síðasta skipti Gylfi var þekktur fyrir að bera mikilfenglegan skipstjórahatt. Hann var hans einkennismerki á síðustu áratugum. Sóli minnist á þegar þeir hittust í síðasta skipti hafi húfan einmitt verið á kollinum á honum. „Ég hitti hann fyrir tveimur þremur vikum síðan. Hann bjó undir það síðasta á Selfossi og var mikið á Shell í Hveragerði. Ég hitti hann þar, og þá var hann að sjálfsögðu með húfuna góðu. Hún fylgdi honum alltaf,“ segir Sóli. „Það var eitthvað í húfunni sem gerði hann skarpari í hugsun, að eigin sögn,“ segir Þorgeir. Sóli og Þorgeir eru sammála um að Gylfi hafi verið mikið og gott skáld. Sóli telur að hann hafi fengið orðhaginn frá móður sinni. „Hann talaði mikið um að hún var honum til halds og trausts í textagerð lengi vel. Það var ekki bara í einlægum og fallegum ljóðum, heldur líka í Sjúdderari rei,“ segir Sóli. „Hann var heima hjá sér að semja vísurnar, svo hringdi hann alltaf í mömmu sína þegar hann var búinn með eina vísu, og ef hún hló ekki þá henti hann henni og gerði aðra. Þannig allar vísurnar sem rötuðu í lagið Sjúdderari rei eru þær sem högnuðust móður hennar, allavega hennar húmor.“ Aðspurður um hvernig sé best að lýsa Gylfa segir Sóli: „Hann var engum líkur. Ég held að með öllum þeim kostum og göllum sem fylgja lýsingunni „litríkur karakter“ fái ekkert honum betur lýst. Hann var bara litríkur karakter.“
Andlát Tónlist Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“